Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 66

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 66
ings mannkyns hefur aldrei fengið að koma fram þar.“ Sr. Auður Eir vill taka fram að hún álíti ekki að það eigi að vera þessi munur á körlum og konum. „Bæði konur og karlar verða að tileinka sér „Kirkjan hefur alla tíð verið mótuð af körlum og álit annars helmings mannkyns hefur aldrei fengið að koma fram þar." hin hörðu og hin mjúku gildi lífsins. Konur mega alls ekki rækta það með sér að þær eigi alltaf að vera eftirgef- anlegar — og karlar mega alls ekki rækta einvörðungu hin hörðu gildi með sér. Bæði kynin verða að rækta með sér alla þætti mannlífsins - því þannig verðum við öll meiri mann- eskjur. Þetta er spurning um uppeldi að mínu mati - og fyrirmyndir." Sr. Auður Eir er þekkt að því að hafa hleypt afstokkunum svokallaðri kvennaguðfræði hér á landi. Um hvað snúast þau fræði? „f>au snúast t.d. um það sem ég sagði hér að ofan sem er þáttur þess að lesa Biblíuna frá sjónarhóli kvenna. Ein stefna kvennaguðfræð- innar er að komast að kjarnanum í Biblíunni. Og þar sjáum við að Biblí- an er byltingarrit fyrir konur. Hún boðar alís ekki að konum skuli haldið niðri, eins og t.d. Simone de Beauvo- ir hélt fram. Biblían segir konum að rísa upp. Við skulum aðeins athuga sköpunarsöguna. Guð úthlutaði ekki kynjunum mismunandi hlutverkum í upphafi — þeirri hlutverkaskipan höf- um við sjálf komið á. Páll postuli segir: „Til frelsis frelsaði Kristur okk- ur.“ Kristur boðaði frelsun kvenna undan þeim þrældómi sem þær bjuggu við þegar hann var uppi.“ Um kvennaguðfræði má halda langa fyrirlestra og fylla þetta blað og annað, en það skal ekki gert hér. í samtalinu við Auði Eir kom fram, að „Ég gleðst oft yfir yfirlýsingum kirkjunnar — en stundum óar mig líka við þeim." nokkrir kvenguðfræðingar, prestar og guðfræðinemar hittast reglulega heima hjá henni og hafa gert sumar um nokkurt árabil og velta fyrir sér kvennaguðfræði. „Þetta er gífurlega uppörvandi," segir Auður Eir. „Hér getum við sýnt hver annarri fyllsta trúnað og komið með gagnrýni." Hvert er hlutverk prestsins í nú- tímasamfélagi, að mati sr. Auðar Eir? Á presturinn að taka fullan þátt í samfélagsmálum og reyna að hafa áhrif á þróun mála, eins og títt er um presta íþriðja heiminum? Sr. Auður Eir hallar sér aftur á bak í stólnum og hugsar sig um alvarleg á svip. „Eiginlega á ég auðveldara með að samsinna innilega þátttöku kirkjunn- ar í þjóðmálum í Suður-Ameríku eða einhvers staðar annars staðar úti í fjarlægðinni, þar sem mér kemur þetta ekkert við. Málin vandast hins vegar þegar þau færast nær manni. Öll mál skiptast í geira, m.a. eftir stjórnmálaskoðunum, og prestar hljóta að hafa skiptar skoðanir á mál- um. Þess vegna hlýtur ávallt að vera nokkurt álitamál hvernig kirkjan á að bregðast við hlutum. Hver prestur verður að vinna eins og hans sannfær- ing býður honum. Ég álít hins vegar, að kirkjunni beri skylda til að beita sér fyrir breytingum í þjóðfélags- málum." Kirkjuþing hefur ályktað um fóst- ureyðingarlöggjöfina í þá átt, að fella beri niður heimild til fóstureyðinga vegna félagslegra ástæðna. Hver er skoðun sr. Auðar Eir á því máli? „Ég styð það ekki að fella niður heimildir vegna félagslegra ástæðna,“ svarar Auður Eir. „En ég vil að kirkj- an rannsaki þessar félagslegu ástæður og hyggi að þessu máli í víðu sam- hengi. Það vona ég að hún geri, því þetta er stórmál. Ég kem aftur að þessu sem við vorum að tala um — afskipti kirkjunnar af þjóðmálum. Mér þykir afar vænt um kirkjuna og ber mikið traust til hennar. Og mér finnst mikið til um forystu þjóðkirkju okkar á margan hátt. Ég álít, að kirkjan eigi stundum að gefa út yfir- lýsingar. Það er alltaf vandasamt að tala fyrir munn annarra, fólks sem sjálft hefur skiptar skoðanir en þarfn- ast leiðsagnar. Ég gleðst oft yfir yfir- lýsingum kirkjunnar, hérlendis og er- lendis. En mig óar líka stundum við þeim. Það gerist út um allan heim að biskupar safnast saman og skrifa bréf um eitt og annað sem snerta hin per- sónulegustu mál fólks. Það þarf gíf- urlega umhugsun, þekkingu og kynni af kjörum einstaklinga til að gefa út svona yfirlýsingar. Það má ekki ger- ast án persónulegra kynna við fólk úr hópunum sem verið er að fjalla um, finnst mér. En ábyrgðin er líka okkar sem tökum við yfirlýsingunum. Við verðum líka að meta þær og við prest- ar verðum að meta áhrif þeirra á boðun okkar.“ Ég álít að hver prestur sem boðar Orðið verði að tengja Orðið og dag- lega atburði. Og ef kirkjan á að geta þetta verður hún að veita prestum tækifæri til að endurnýja sig og endurnæra. Og þar með er ég komin að mínu hjartans máli, sem er róter- ing presta, þ.e. að þeir verði ekki alltaf á sama stað heldur geti skipt um prestaköll til endurnýjunar fyrir þá og söfnuðina. Kirkjan hefur fólk um allt landið og ef hún héldi rétt á sínum málum yrði hún svo miklu öflugri en hún er nú.“ Sr. Auður Eir er eindregið mótfall- in prestskosningum. „Já, ég er inni- lega mótfallin þeim,“ segir hún. „Mér finnst ekki rétt að leggja það á prestastéttina eina af öllum opinber- um starfsmönnum að standa í kosn- ingum. Prestskosningar eru einnig dýrar, þær kosta oft illt umtal og brjóta oft á tíðum niður það fólk sem ekki kemst að. Svo finnst mér að prestar eigi að hafa meiri möguleika á að hreyfa sig, eins og ég sagði. Menningarlegir möguleikar eru mjög mismunandi í prestaköllum landsins og það þarf mikinn andlegan styrk oft á tíðum til að þjóna afskekktustu prestaköllunum — kannski meiri en unnt er að krefjast af nokkurri mann- eskju. Allt finnast mér þetta nægjan- lega sterkar ástæður til að leggja prestskosningar niður.“ / lokin verður viðmælandanum það á að missa út úr sér að sr. Auður Eir hljóti að vera með mestu kjarnakon- um landsins. Dillandi hlátur er svar sr. Auðar Eir. „Þakka þér hjartanlega! Stundum er svo gott að fá að heyra eitthvað svona!“ Sr. Auður Eir á fjórar dætur og tvær þeirra hafa farið sömu braut og hún. Hinar yngri hafa hins vegar lýst því ákveðið yfir að þær ætli ekki í guðfræði. „Ég skil ekkert í þessu hjá þeim,“ segir sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir, frumherja íslenskra kvenna í prestastéttinni og hristir höfuðið — alveg bit, eins og fólk af aldamóta- kynslóðinni sagði áður en málhreins- unarmenn hófu að skera burt allt sem talist gat dönskuskotið á tungunni. En hún má samt vel við una — nú eru 23 konur við nám í guðfræðideild Há- skóla íslands og innan tíu ára gætu íslendingar átt um 30 kvenpresta. Barátta — og þrjóska — hennar var ekki alveg til einskis. 66 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.