Þjóðlíf - 01.07.1986, Page 70

Þjóðlíf - 01.07.1986, Page 70
Var orðin langmóðguð í guðfræðideildinni! Sr. Dalla Þórðardóttir er elsta dótt- ir sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur og var vígð til Bíldudalsprestakalls á ár- inu 1981. Hinn 1. júní sl. tók hún við Miklabæjarprestakalli í Skagafirði. Hún hefur því tvisvar sinnum sótt um embætti en í bæði skiptin verið ein í „boði“. Hún segist þó þekkja það vel hvernig er fyrir presta að standa í kosningabaráttu - bæði gegnum móður sína og með því að fylgjast með öðrum prestum. Hún segist vera alfarið á móti prestskosningum, af sömu ástæðum og þær sr. Auður Eir og sr. Solveig Lára hafa nefnt hér að framan. „Mér finnst ekki rétt að leggja það á prest- astéttina eina að þurfa að ganga í gegnum þetta,“ segir hún. „Petta er beinlínis niðrandi fyrir stéttina í heild. Ég þekki afar fáa, hvort heldur presta eða aðra, sem eru fylgjandi þessu fyrirkomulagi.“ Hefur hún orðið vör við fordóma í sinn garð vegna þess að hún er kona ? „Ég hef aldrei orðið vör við slíkt,“ segir hún og bætir síðan við alvarleg í bragði: „Þetta getur vissulega verið rangt metið hjá mér — fólk heldur ýmsu leyndu fyrir öðrum og það get- ur vel verið að fólkið í söfnuðinum hafi talað eitthvað á þessum nótum sín í milli. En það hefur þá ekki borist hálfa leiðina til mín. Það má einnig vera að það sé víxl- verkan á ferðinni í þessu máli; eftir að konum fjölgaði í prestastétt má er aldrei talað um annað lærisveina. Konurnar sem u Jesú hafa gleymst." vera að fólki finnist ekki eins merki- legt og áður að vera prestur, líti ekki eins upp til þeirra. En það er erfitt að meta þetta.“ Hugsa kvenprestar öðru vísi en karlprestar? „Það sem ég hugsa hlýtur að mótst að einhverju leyti af því að ég er kona,“ svarar sr. Dalla. „Það fer ekki hjá því. Ef við tökum málfarið, tungutakið sem dæmi, blasir þetta við að mínu mati. Þegar talað er til okk- ar, fólksins, bæði kvenna og karla, er óskaplega algengt að talað sé aðeins til annars kynsins, þ.e. karlmanna. Bæði í ræðu og riti er fólk ávarpað sem karlmenn. Biblían, eða réttara konur að samsama sig texta á borð við „Ég er þjakaðUR“, svo dæmi sé tekið. Ég held einnig að sumar prédikanir hafi óvart orðið til þess að draga kjarkinn úr konum. Einkum á þetta við um prédikanir þar sem talað er um mikilvægi kærleikans og mikil- vægi þess að þjónusta aðra. Konur, sem berjast við að vinna utan heimilis samtímis því að sinna sinni fjölskyldu eftir bestu getu, geta fyllst sektar- kennd við að hlusta á slíka texta — og í stað þess að krefjast þess að karl- menn taki þátt í þessum mikilvægu störfum lífsins er viss hætta á að þær hugsi sem svo að þær eigi bara að standa sig enn betur. Þannig þjóni þær Guði best.“ Berst hún gegn þessu í stólnum?“ „Ég reyni það eftir bestu getu. Ég geri mér far um að tala til beggja kynja - og ég er þess fullviss að það ber árangur, þótt síðar verði. Mér „Sumar prédikanir hafa óvart orðið til þess að draga kjarkinn úr konum.“ sagt íslenska þýðing Biblíunnar, er til að mynda þessu marki brennd. Og hvað sem hver segir þá er ég sann- færð um að þessi ávarpsmáti hefur sín áhrif. Konur geta ekki tekið hann til sín — ekki í undirvitundinni. Ég get það a.m.k. ekki.“ Nú hlær sr. Dalla við, þótt henni sé full alvara. „Ég var orðin ansi langmóðguð á þessu tungutaki í guðfræðideildinni, satt best að segja.“ Dalla segir að í hinni nýju útgáfu Biblíunnar hafi tungutakinu aðeins verið þokað til í þá átt að tala til beggja kynja. „En það er svo ótal margt að berjast við á þessu sviði," segir hún. „Sálmarnir eru t.d. allir með þessu marki brenndir líka. Ég held að það hljóti að vera erfitt fyrir finnst einna merkilegast við kvenna- guðfræðina að reyna að fá þessu breytt." Er kvennaguðfræðin skemmtileg?“ Ekkert hik er á sr. Döllu og bjart bros lýsir upp andlit hennar. „Já, það er hún svo sannarlega. Sérstaklega er það skemmtilegt við hana að hún leitast við að draga fram það sem er falið eða gleymt í túlkunum á Biblí- unni.“ Dæmi? „Það er svo margt er lýtur að kon- um í Biblíunni sem ekki hefur verið veitt athygli til þessa. Það má taka dæmi af konunum sem fylgdu Kristi, en þær voru þó nokkrar. Ég nefni t.d. Maríu og Jóhönnu. Sumar þeirra voru vellauðugar og hafa eflaust lagt 70 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.