Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 72

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 72
Sr. Dalla Þórðardóttir (með synina Trostan, 4 ára, og Vilhjálm, 1 árs): Tek það alltaf jafn nærri mér að heyra talað til kvenna eins og þær væru karlmenn. (Ljósmynd: Gunnar Elísson) lærisveinahópnum fé. En það er aldrei talað um annað en lærisveina. Konurnar hafa gleymst. Þá má einnig minna á, að fyrstu postularnir, fyrstu prestarnir voru konur. Það er minnst á fjölmargar konur í Biblíunni, en lítið gert með þær. Jesús prédikaði frelsun kvenna undan því oki sem þær bjuggu við á þessum tíma. Hann minnist aldrei á, að konur eigi að gegna einu hlutverki öðrum fremur — þvert á móti bendir hann þeim mjög gjarnan á annað sem þær gætu gert.“ Er nauðsynlegt að konur gegni prestsembættum að mati sr. Döllu? „Mér finnst það nauðsynlegt út frá manneskjulegu sjónarmiði. Það væri óbærileg harmsaga fyrir mig persónu- lega ef ég fengi ekki að sinna köllun minni. Prestar fara út í þetta starf vegna óstjórnlegrar þrár — kannski „Það væri óbærileg harmsaga fyrir mig persónulega ef ég fengi ekki að sinna köllun minni." ólíkt mörgum öðrum stéttum þjóðfé- lagsins. Einnig tel ég þetta nauðsyn- legt fyrir kirkjuna og þjóðfélagið allt, eins og málum er háttað. Til dæmis vegna þess að sumir þættir mannlífsins eru óhjákvæmilegir, svo sem þeir að ala og annast um börn. Karlmenn skilja oft ekki þessa þætti og sinna þeim ekki. Til þess að mann- eskjan sem manneskja geti verið heilsteypt þarf hún á öllum þáttum mannlífsins að halda — ekki bara sumum.“ Hvað með afskipti kirkjunnar af samtíðarmálum ? Dalla Þórðardóttir svarar því til að kirkjan hljóti ávallt að taka þátt í samtíðarmálefnum hverju sinni. „Hins vegar held ég að ályktanir kirkjuþinga fari oft fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi. Kirkjan er einnig meira en prestar, kirkjuþing og kirkjuráð — hún er fólkið, söfnuð- irnir. Það væri að mínu mati vænlegra til árangurs til að vekja fólk til um- hugsunar um slík mál að mynda um- ræðuhópa innan safnaðanna sjálfra. Annars held ég að þessi mál verði ávallt deilumál; það er erfitt að gera fólki til hæfis að þessu leyti. Sumir gagnrýna kirkjuna harðlega fyrir það sama og aðrir hæla henni fyrir. Vald kirkjunnar hefur minnkað á umliðn- um áratugum — hún hefur ekki það afl og kannski ægivald sem hún hafði á öldum áður. En með því að virkja söfnuðina gæti hún aftur orðið sterkt þjóðfélagsafl." Hvert er viðhorf sr. Döllu til fóst- ureyðingarlöggjafarinnar? „Ég tel að fóstureyðing hljóti ávallt að vera neyðarúrræði,“ svarar hún að bragði. „Hins vegar má deila um nú- gildandi löggjöf, hvort hún er endi- lega hin eina rétta. Mér hefur heyrst að það sé afskaplega auðvelt fyrir konur að fá fóstureyðingu á oft létt- vægum grunni kannski. Ég lít svo á að líf verði til strax við getnað og að við fóstureyðingu sé verið að deyða líf. Samt sem áður geta verið þannig ástæður að baki, t.d. ef líf móður er í hættu eða erfðasjúkdómar á ferðinni, að þetta eigi rétt á sér. Það má að mínu mati ekki fara út í hinar öfgarn- ar — að banna allar fóstureyðingar. Annars langar mig til að benda á í sambandi við erfðagalla og erfðasjúk- dóma, að þar vakna mjög djúpstæðar siðferðilegar spurningar sem vert er að gefa fyllsta gaum. Og eftir því sem erfðatækninni fleygir fram verða þessar spurningar áleitnari og þyngri. Þarna þurfum við að staldra við og hugsa okkar gang.“ Mér finnst þið kvenprestar íslands vera miklir femínistar — ígóðri merk- ingu þess orðs. Sr. Dalla Þórðardóttir brosir við. „Mér finnst jafn sjálfsagt að vera femínisti, sem þú kallar svo, og að vera íslendingur. Ég gæti ekki frekar afneitað því að vera kona en ég gæti afneitað þjóðerni mínu. Annað væri hálffjandsamlegt í minn eigin garð — og kvenna almennt." 72 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.