Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Síða 4

Akureyri - 09.10.2014, Síða 4
4 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla Söguleg hlýindi í september Tíðarfar í september var óvenju- hlýtt, hlýjast að tiltölu norðan- og austanlands þar sem hiti var víða meir en 2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og meir en þrem- ur stigum ofan meðalhita 1961 til 1990. Þetta kemur fram í yfirliti frá Veðurstofunni. September var sá þriðji hlýj- asti í Grímsey en þar hefur verið mælt frá 1874. Óvenju úrkomusamt var um allt sunnan- og vestanvert landið en fremur þurrt á Norðaust- urlandi. Á Akureyri var meðalhitinn 10 gráður eða hærri en í Reykjavík, 3,6 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og 2,3 stigum ofan með- altals síðustu tíu ára. Þetta rennir stoðum undir að tilfinning Norð- lendinga um að sumarið hafi verið einstaklega langt og blítt, ekki síst í „haustendann“, eigi við rök að styðj- ast. Sem fyrr segir var mjög vot- viðrasamt um allt sunnan- og vest- anvert landið og reyndar svo mjög að það rigndi 1 mm eða meira 22 daga í september í Reykjavík. Í Reykjavík mældist úrkoman 153,0 mm, en tæplega sex sinnum minni úrkoma mældist á Akureyri eða 27,1 mm. Eru það aðeins 69 prósent meðalúrkomu septembermánaðar á árunum 1961 til 1990. Rigndi að- eins sex daga alls á Akureyri í sept- ember en sólarstundir voru jafn- margar á Akureyri og í Reykjavíkí september. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Seyðisfirði, 10,4 stig, en að tiltölu hæstur á Reykjum í Fnjóskadal, 2,5 stig yfir meðallagi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 22,6 stig á Skjaldþingsstöðum þann 14 september sl. -BÞ Vinnulaunamál fara oft fyrir dóm „Í mín 7 ár hjá BHM man ég aldrei eftir að hafa staðið að sátt um slík- ar brotthlaupsbætur, enda líklega enn sjaldgæfara að opinberir at- vinnurekendur geri slíkar kröfur - en maður þurfti stundum að vara starfsmenn við þessum fræðilega rétti,“ segir Gísli Tryggvason lög- maður um hið svokallaða Slippmál sem Akureyri Vikublað fjallaði um í síðustu viku. Frétt blaðsins fór víða en í mál- inu var greint frá því að starfsmað- ur Slippsins þurfti að greiða vinnu- veitanda bætur eftir að hann hætti störfum og vann ekki uppsagnar- frest. Deilt er um hvort skaðabætur mannsins til Slippsins voru ríflega 300.000 krónur eins og forstjóri Slippsins heldur fram eða 600-700 þúsund. Starfsmaðurinn vill enn ekki stíga fram undir nafni, en mál- ið fór ekki fyrir dómstóla. Þá hefur vakið athygli að í bréfi sem lögmað- ur sendi til starfsmannsins fyrir hönd Slippsins var hann upphaf- lega krafinn um tæpar 2 milljónir króna í bætur, sem forstjóri Slipps- ins hefur sagt að ekki hafi þó stað- ið til að innheimta að fullu. Anton Benjamínsson, forstjóri Slippsins vill til viðbótar benda á auk þess sem fram er komið að í fyrra hafi þessi starfsmaður farið túr á sjó án þess að fá frí hjá Slippnum. Vinnulaunamál eru algeng- ustu dómsmál sem einstaklingar á Íslandi höfða. Verkalýðsfélag mannsins er enn með mál manns- ins til skoðunar en vísbending er um að fyrirtæki hafi beitt mismun- andi íþyngjandi úrræðum gegn starfsmönnum sem hætta fyrir- varalítið störfum. -BÞ Rassinn rekinn framan í okkur! „Ef þessi launamál hjá bænum verða til þess að fresta opnun skíðasvæð- isins í Hlíðarfjalli, jafnvel um ein- hverja mánuði, finnst mér eins og verið sé að reka rassgatið framan í þá sem eru að reyna að byggja hérna upp vetrarferðamennsku. Það er bara verið að „múna“ fram- an í okkur,“ segir Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Akureyri Back- packers. Akureyrarbær hefur gefið út að mögulega muni opnun skíðasvæðis- ins verða frestað fram að áramótum eftir að tveir verkstjórar í Hlíðar- fjalli sögðu upp störfum. Tekist er á um launamál. Þykir mörgum sem bærinn bregðist einkennilega við að telja það valkost að seinka opnun skíðasvæðisins, enda hafi bærinn ríku þjónustuhlutverki að gegna bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Í opnuviðtali í Akureyri Viku- blaði sl. sumar lýsti Geir Gíslason, frumkvöðull í norðlenskri ferða- þjónustu, hvernig gengi að byggja upp vetraferðamennsku á Akureyri. Hann sagði að stórefla yrði skíða- svæðið, veita auknu fé til upp- byggingar þess, enda fengi bærinn slíka fjárfestingu margfalt til baka. „En núna er verið að tala um að hafa fjallið lokað á því tímabili sem við köllum dauða tímabilið, árstímanum sem við höfum séð sem sóknarfæri vegna fjallsins. Þarna erum við fyrst og fremst að tala um innlenda ferðamanninn sem hef- ur verið í sókn að koma hingað á skíðasvæðið einmitt á þessum tíma. Það er sama hvort þú rekur gisti- stað, veitingahús eða hvaðeina, það stórtapa allir ef þessi verður raun- in,“ segir Geir. Hann segir að viðbrögð bæj- arins ógni stöðugleika sem vetr- arferðamennska þurfi á að halda. „Það er töluverður fjöldi sem sem kemur hingað til Akureyrar gagn- gert vegna skíðamennsku síðustu tvo mánuði ársins. Ef það er mein- ingin að ætla ekki einu sinni að hafa opið milli jóla og nýárs er það hreinlega grafalvarlegt fyrir þetta svæði. Eitt er að þurfa að treysta á snjó og frost en ef menn ætla að ógna þjónustu og rekstri með því að demba yfir almenning áhyggjum af mönnun fjallsins er það algjörlega óskiljanlegt.“ Akureyrarbær ákvað í sumar að fella niður leið 2 hjá strætó vegna þess að bærinn sagðist ekki getað fundið mann til aksturs í sumar- afleysingum. Hefur það verið rifjað upp í tengslum við þetta mál. -BÞ Akureyringar eru sammála um að sumarið 2014 fari í sögubækurnar. Elstu menn muna ekki aðra eins langvarandi og samfellda blíðu og er haft á orði að sú úrkoma sem féll í sumar hafi einkum orðið að næturlagi, meðan sólbrúnir sváfu! Þá er fólk enn að tína ber og jafnvel kartöflur enn í jörð. Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Akureyri Backpackers: Hundskammar bæinn. Völundur

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.