Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Page 24

Akureyri - 09.10.2014, Page 24
AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS UM DAGINN OG VEGINN JÓN ÓÐINN WAAGE SKRIFAR 14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI Íhugun Ég hef lengi þráð að koma ró á hugsanir mínar. Það hefur ekki tekist vel. Ég hef prófað ýmsar gerðir af íhugun. Það hefur yfirleitt gengið út á að tæma hugann, að hugsa ekkert. Er það hægt? Ef maður hugsar ekkert, hvað gerir maður á meðan? Oft geri ég bölvaða vit- leysu á meðan ég hugsa, hverju ég tæki upp á ef ég hugsaði ekkert? En mér finnst það aðdáunar- verður eiginleiki að geta róað sig niður og náð mikilli yfirvegun og slökun. Margir verða svo færir í þess- um fræðum að þeir lyftast frá jörðinni. Ég geri mér engar vonir um að komast á það stig, það er eðlisfræðilega ómöglegt í mínu tilfelli. Ég las einu sinni um aust- urlenska munka sem voru búnir að ná svo mikilli færni í innhverfri íhugun að þeir voru búnir að full- komna þá aðferð að gjósa sæði inn í sjálfan sig, sem sagt í öfuga átt. Þetta þótti mér áhugavert. Hvað ætli þeir séu að hugsa með- an þeir framkvæma þetta? Ekk- ert? Ó nei, ekki séns. En ef þetta er hægt þá er þetta eiginleiki sem að allir karlmenn ættu að þróa með sér. Getnað- arvarnir yrðu óþarfar, sparnaður í þvotti á lökum yrði gríðarlegur og enginn þyrfti að sofa lengur á rökum bletti. Ungir menn þyrftu þá ekki lengur að útskýra fyrir mæðr- um sínum að eldhúsþurrkurnar í herberginu þeirra séu bara til að snýta sér. Mæðurnar myndu þá hætta að hafa áhyggjur af krónísku kvefi sona sinna. En við myndum þá hætta að búa til börn. Þar fór það, best að reyna frekar að svífa. a Væntanlegt í Lindex, Glerártorgi NÝ SENDING KOMIN Í VERSLANIR!

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.