Akureyri - 20.11.2014, Page 9
20. nóvember 2014 43. tölublað 4. árgangur 9
NÝTT BLAÐ Á VEGUM FÓTSPORS
Út er komið nýrtt blað á vegum Fótspors, SLEGGJAN. Sleggjan bætist í hóp
systurblaða Akureyrar Vikublaðs fréttablað um iðnað og verður blaðinu
fátt óviðkomandi í þeim efnum, segir í blaðinu. Sleggjunni var dreift með
Morgunblaðinu sl. þriðjudag og kennir ýmissa grasa.
Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri fékk sl. mánudag afhentar tvær gjafir frá
tveimur fyrirtækjum. Annars vegar gaf Íspan deildinni Lazyboy stól og flatskjá í
sjónvarpsherbergi deildarinnar. Hins vegar gaf Lindex á Akureyri deildinni 100.000
króna peningagjöf. Forráðafólk geðdeildarinnar lýsti mikilli ánægju með gjafirnar
þegar afhending þeirra fór fram.
Andvirði skúrs til
góðgerðarmála
Skúrinn góði sem nú hefur verið
seldur til Vatnajökulsþjóðgarðs.
Andvirðið rennur til bágstaddra
Þingeyinga.
Á hádegi í gær fór fram óformleg
athöfn þar sem Jarðböðin í Mývatns-
sveit gáfu andvirði skúrs sem hefur
blasað við gestum baðlónsins á
hægri hönd þegar gengið er til baða.
Að sögn forráðamanns Jarðbaðanna
varð niðurstaða skipulagsbreytinga
og endurbóta baðstaðarins sú að
selja skúrinn sem fyrst gegndi hlut-
verki gufuhúss en síðar sem varð-
skýli. Vatnajökulsþjóðgarður keypti
skúrinn fyrir 575.000 krónur en
eigendur Jarðbaðanna ákváðu að
láta féð renna til góðra mála. Veitti
sóknarpresturinn í Skútustaða-
hreppi gjöfinni móttöku fyrir hönd
Velferðarsjóðs Þingeyinga í gær.
Féð mun renna úr sjóðnum til
bágstaddra íbúa í héraði og þá ekki
síst í því skyni að gera jólin gleðileg.
Gífurlegt úrval af
gönguskíðum
pakkinn frá 49.900
(skíði, bingingar, skór og stafir)
SKÍÐAÞJÓNUSTAN
Fjölnisgötu 4b sími 462 1713
Felgulökkun
Sandblásum og lökkum felgur undir öll farartæki.
Haf ið samband og kynn ið ykkur mál ið !
D r a u p n i s g a t a 7 m l s í m i 4 6 2 - 6 6 0 0 / 8 9 7 - 8 4 5 4 l p o l y a k @ s i m n e t . i s
Áttu vandaðar felgur
sem farnar eru að láta á sjá?
Notum innbrennda duftlökkun sem er
slitsterkasta lökkunaraðferð sem býðst og
hentar því einstaklega vel til lökkunar á
bílfelgum.
Það borgar sig að láta okkur duftlakka
gömlu felgurnar og gera þær sem nýjar.
Lökkum / húðum einnig alla málma og gler.
Er ekki tímabært að lagfæra felgurnar fyrir veturinn?