Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 4
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR4 ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 52 84 0 12 /1 0 Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningar- verkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyngu og gera hreyngu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 2. febrúar! • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Fersk sending Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: í s lenskt fæðubótarefni án a l l ra aukefna PRÓTEIN Holtsgötu 24 - 260 Reykjanesbæ Sími:421 5010 Starfsfólk D-deildar fékk að gjöf málverkið 08-08-08 (Til allra átta) nú á dögunum. Verkið er eftir Hermann Árna- son listmálara og gefið af honum fyrir frábæra umönnun og þjónustu sem veitt var föður hans Árna Baldvini Hermanns- syni og fjölskyldunni allri á meðan síðustu stundir hans liðu hjá. Starfsfólkið má ráðstafa gjöfinni að vild, þ.e. nota það til fjáröfl- unar fyrir deildina eða halda því sér og öllum sem dvelja á deild- inni til yndis og ánægju. Málverkið er nú komið upp á vegg á deildinni og er svo sann- arlega til yndis og ánægju fyrir alla sem þar koma og er starfs- fólkið á því að nota það ekki til fjáröflunar nema verulega hátt tilboð komi í verkið, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Myndin var tekin við afhendingu gjafarinnar. Málverk til yndis og ánægju á HSS - fæst keypt fyrir hátt verð! Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum útskrif- aði sl. föstudag 28 nemendur úr Menntastoðum. Að þessu sinni útskrifuðust nemend- ur frá tveimur hópum, 16 úr staðnámi og 12 úr dreif- inámi. Menntastoðir eru samstarfs- verkefni MSS, Fræðslumið- stöðvar atvinnulífsins og Keilis en MSS sér um alla daglega umsjón með náminu. Meg- inmarkmið Menntastoða er að vera undirbúningsnám á framhaldsskólastigi fyrir Há- skólabrú Keilis, en jafnframt er haft að leiðarljósi að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni, sama hvert þeir stefna. Í dag býður MSS upp á þrjár námsleiðir í Menntastoðum, staðnám sem er 6 mánaða langt nám, dreifinám og fjar- nám sem hvort tveggja er 10 mánaða langt nám. Fjarnám er nýjasta námsleiðin í Mennta- stoðum og fór af stað í janúar með tæplega 20 nemendum. Fjarnámið er byggt upp á einni vinnuhelgi í mánuði en ann- ars stunda nemendur námið í gegnum internetið. Alls stunda nú 79 nemendur nám í fjórum hópum Menntastoða. Menntastoðir sem fagna 2 ára afmæli sínu nú í febrúar, hafa frá upphafi útskrifað 90 manns úr fullu námi úr Menntastoð- um og hafa flestir haldið áfram frekara framhaldsnámi. 28 útskrifuðust frá Menntastoðum Á meðfylgjandi myndum má sjá útskriftarhópana tvo ásamt Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðu- manni MSS og Hjörleifi Þ. Hannessyni umsjónarmanni Menntastoða. Frumkvöðlasetrið á Ásbrú Eldey, Grænásbraut, 235 Reykjanesbæ incubator@asbru.is – incubator.asbru.is Í REYKJANESBÆ FRUMKVÖÐLASETRIÐ Á ÁSBRÚ ÁSBRÚ INCUBATOR Komdu og hittu kraftmiklar Suðurnesjakonur þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:00 SKASS (Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna) og Frumkvöðlasetrið á Ásbrú bjóða allar konur velkomnar. Samstaða kvenna á Suðurnesjum hefur vakið athygli. Fjölmennum og styðjum við framtakssamar konur. Fjöldi flottra kvenna kynna verkefni sín og fyrirtæki. Hvetjum hver aðra til dáða og látum reynslu annarra verða okkur hvatning til að láta drauma okkar rætast, hverjir sem þeir eru! Díana Lind Monzon úr söngleiknum Buddy Holly tekur lagið, góðir gestir frá Nýsköpunarmiðstöð og Félagi kvenna í nýsköpun, auk Kristínar Pétursdóttur frá Auði Capital, sendiherra verkefnisins Female Entrepreneurship in Nordic Regions. Gleði, kraftur, sköpun! Þann 2. febrúar hefst svo námskeiðið Brautargengi, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Frekari upplýsingar má finna á vefnum www.nmi.is/impra SKASS eru opin samtök fyrir konur á Suðurnesjunum. Tilgangurinn er að efla tengslanet kvenna á svæðinu, fræðast og fræða, efla okkur sjálfar og um leið hvor aðra og styðja konur á Suðurnesjunum til dáða í námi og starfi. Allar konur velkomnar. Fáðu að vita meira á skass.org Frumkvöðlasetrið á Ásbrú hefur þann tilgang að styðja við þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í að þróa viðskiptahugmynd, eru að stíga fyrstu skref í rekstri, eða vilja bæta starfandi fyrirtæki með nýsköpun og vöruþróun. Fáðu að vita meira á vefsíðunni incubator.asbru.is Frumkvöðlasetrið á Ásbrú, Eldey, bygging 506, Grænásbraut, 235 Reykjanesbæ 2 SELJUB RAUT FJÖRUBRAUT BORGARBRAUT SUÐURBRAUT B O G ATR Ö Ð A X A R TR Ö Ð B O G ATR Ö Ð EY K TA R TR Ö Ð FU N ATR Ö Ð H ELLU TR Ö Ð KLETTATRÖÐ FERJUTRÖÐ HEIÐARTRÖÐ SMIÐJUTRÖÐ G R Æ N Á SB R A U T FLU GVA LLA RBR AUT G R Æ N Á SB R A U T KEILISBR AUT FLU GVALLARBRAU T FERJUTRÖÐ K LIFTR Ö Ð K LETTATR Ö Ð 01 02 04 24 33 32 28 30 34 22 22 27 ELDVÖRP ELDEY KEILIR ÍÞRÓTTA MIÐSTÖÐ A N D R EW S Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.