Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR12
Álverið í Helguvík hefur verið eitt heitasta um-
ræðuefnið á Suðurnesjum
síðustu vikurnar og síðustu
mánuði og hvort það verði
álver á annað borð. Álverið
gæti skilað 2000-3000 manns
vinnu og nettó áhrif á hið
opinbera er áætlað um 12
milljarða króna á ári eða um
1 milljarður króna á mán-
uði. Þetta eru verulega stórar
upphæðir og fjölda mörg
störf en þau eru líka fjöl-
breytt. Þarna myndu starfa
stjórnendur og sérfræðingar,
iðnaðarmenn, almennir
starfsmenn í framleiðslu,
þjónustufólk og verktakar
í fastri vinnu en um 600
starfsmenn vinna í þessum
störfum í álverinu á Grund-
artanga. Víkur-fréttir náðu
tali á Ragnari Guðmunds-
syni, forstjóra Norður-
áls, eftir atvinnufundinn
í Stapanum í vikunni.
Hvað þarf til þess að Norður-
ál og HS Orka nái saman?
„Miðað við þá samninga
sem við gerðum 2007 þá eru
ákveðin skilyrði sem þarf
að uppfylla í þeim og eitt
af því er virkjanaleyfi. Til
dæmis sem þarf að klára fyrir
stækkun á Reykjanesvirkjun
og svo auðvitað að vinna
með sveitarfélögunum og til
þess bærum aðilum í frekari
leyfum og skipulagi, þ.e.a.s. í
Eldvörpum og Krísuvík. Það
þarf sömuleiðis að eyða óvissu
varðandi eignarhald á HS
Orku, hvort Magma Energy
fær að eiga fyrirtækið eða
hvort menn ætli að semja við
Magma um að taka það yfir
eða jafnvel að taka það eign-
arnámi. Það þarf auðvitað að
fá niðurstöðu í það mál allra
fyrst því það verður erfitt að
ganga frá samningum um að
koma af stað verkefni þegar
ekki er vitað hvert stefnir
í þeim málum. Sömuleiðis
leggjum við áherslu á að
endurskoðun raforkulaga
verði lokið þannig að það sé
ljóst hver flutningskostnaður
er fyrir flutning á raforku
fyrir stóriðju en það þarf að
hafa á hreinu hver kostn-
aðurinn er í raun og veru.“
Það hefur verið bent á það
að þetta séu samningar á
milli einkafyrirtækja en
það kom nú skýrt fram á
þessum fundi að það stefndi
eitthvað upp á ríkið.
„Einkafyrirtæki hafa vald yfir
tilteknum þáttum en starfa í
því umhverfi sem er skapað
af stjórnvöldum á hverjum
tíma. Þetta er samstarfsverk-
efni á milli fyrirtækjanna og
stjórnvalda, þá bæði við rík-
isstjórnina og sveitarfélögin
að koma þessum verkefnum
á koppinn en til þess þurfa
allir að taka í árarnar.“
Nú er spurt að því vikulega
hérna á Suðurnesjum hvað
sé að gerast í Helguvík.
„Það er auðvitað ekki mik-
ið að gerast þarna eins og
er því eftir hrunið 2008 þá
drógum við verulega úr fram-
HS Orka er með tvær framkvæmdaáætlanir
fyrir árið 2011. Þetta kom
fram í máli Ásgeirs Margeirs-
sonar, stjórnarformanns HS
Orku, á atvinnumálafundi
Samtaka atvinnulífsins í
Stapa í gær. Framkvæmda-
áætlunin sem gildir þar til
annað er ákveðið gerir í raun
ráð fyrir lágmarks fram-
kvæmdum sem nauðsynlegar
eru til að viðhalda núverandi
rekstri. Áætlunin gerir ráð
fyrir fjárfestingum upp á 353
milljónir króna.
Stærsta einstaka fjárfesting
HS Orku á þessu ári er vegna
niðurdælingar og fleiri þátta
í Svartsengi en áætlaðar eru
194 milljónir króna í það verk.
Vegna verkefna á Reykjanesi
verður varið 34 milljónum og
60 milljónir króna fara í undir-
búning nýrra virkjana. Vegna
rannsókna við Búlandsvirkjun
fara 30 milljónir og 37 millj-
ónir vegna annarra verka.
Hin framkvæmdaáætlun HS
Orku byggir á þeirri forsendu
að framkvæmdir við nýjar
virkjanir geti hafist. Ásgeir
sagði að vegna óvissu væri erf-
itt að tímasetja þessar fram-
kvæmdir eða áætla hvernig
kostnaður skiptist á milli tíma-
bila eða ára. Hann sagði að til
að verkefni gætu hafist þurfi
ýmis atriði að vera í lagi.
Virkjunarleyfi
þarf að fást
Þar nefnir hann að virkjunar-
leyfi þurfi að fást á Reykjanesi.
Miðað við drög sem nú liggja
fyrir verði verkefnið bæði mun
kostnaðarsamara og tímafrek-
ara en gert var ráð fyrir. Þá þurfi
að ganga frá sölusamningum
fyrir orkuna frá virkjuninni
með þeim hætti að mögulegt
sé að fjármagna verkefnið.
Ásgeir sagði að ganga þurfi frá
breytingum á aðal- og deili-
skipulagi í Eldvörpum svo unnt
sé að hefja rannsóknarboranir
Fjárfestar skoða að kaupa sér tryggingar
fyrir pólitískum upphlaupum á Íslandi
Atvinnumál á Suðurnesjum
HeFUR FUlla tRú á HelgUvÍk
4 Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls í viðtali við Víkurfréttir
þar. Þar þurfi einnig að tryggja
samstarf sveitarfélagsins. Hann
sagði að í Krýsuvík sé leyfi til
borunar á fyrstu þremur hol-
unum frá einum borteig en
heildarmynd vanti á skipulag
og sömuleiðis staðfestingu á
vilja sveitarfélagsins sem er
eigandi lands og auðlindar í
Seltúni og Hveradölum um
nýtingu auðlindarinnar.
Versnandi orð-
spor Íslands
Í máli Ásgeirs Margeirssonar
kom fram að orðspor Íslands
meðal erlendra fjárfesta færi
versnandi vegna pólitískra
óvissu og umræðu um þjóð-
nýtingu fyrirtækja. Nú væri
svo komið að menn væru
farnir að hugsa um að kaupa
sér tryggingar fyrir pólitískum
upphlaupum líkt og tíðkast í
ríkjum þar sem stjórnarfar er
óstöðugt og leikreglur í við-
skiptum óskýrar.
Hvað kostar að
stækka virkjanir?
Í kynningu Ásgeirs stórnarfor-
manns HS Orku kom fram að
stækkun Reykjanesvirkjunar
um 50 MW hefur verið áætluð
kosta um 14,6 milljarða króna
og af því hafa 4,6 milljarðar
verið greiddir. HS Orka áætl-
ar að þessi kostnaðaráætlun
geti hækkað um 15-20 prósent
miðað við fyrirliggjandi drög
að virkjunarleyfi.
HS Orka fyrirhugar einnig aðra
30 MW stækkun á Reykjanes-
virkjun sem er áætluð kosta
um 8 milljarða króna. Þar á að
vinna raforkuna úr jarðsjón-
um sem nú fellur til sjávar um
stokk frá Reykjanesvirkjun.
Fyrri stækkun Reykjanesvirkj-
unar er tilbúin til útboðs og
gæti því að uppfylltum skilyrð-
um um virkjunarleyfi, orku-
sölusamninga og fjármögnun
hafist fljótlega.
Framkvæmdin er áætluð taka
um tvö ár. Kostnaður yrði
ekki mjög mikill fyrstu 6 mán-
uðina eftir að byrjað væri en
myndi dreifast nokkuð jafnt
eftir það. Innlendur kostn-
aður er almennt talinn um 60
prósent heildarkostnaðar en
er hærri við að ljúka þessari
framkvæmd þar sem túrbína
og gufuþéttir eru þegar komin
og nánast að fullu greidd.
Á fundinum ítrekaði Ásgeri
jafnframt að orkulindirnar
sem HS orka nýtir eru ekki í
eigu einkaaðila heldur sveitar-
félaga á Suðurnesjum sem hafi
tryggt sér góðar tekjur af þeim
næstu 65 árin. Ef ríkið ætli sér
að þjóðnýta þær verði það að
ræða við sveitarfélögin um
hvort þau séu til í að stytta nýt-
ingartímann.
hilmar@vf.is
4 Ásgeir Margeirsson stjórnarformaður HS Orku
SJÁ EINNIG VIÐTAL VIÐ ÁSGEIR MARGEIRSSON
Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA Á VF.IS
Gunnar Ellert Geirsson frá
Samtökum atvinnurekenda
á Reykjanesi spurði hvað
heimamenn gætu gert til
að styðja við góð verkefni.
Svarið var, að hafa hátt!