Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR20 4 Dan Coaten vinnur að framleiðslu á húðverndarvörum og tei Í fyrr verandi skotfæra-geymslu uppi á Ásbrú, þar sem úti geisar norðangarri og vindur, vinnur breskur jurtalæknir að framleiðslu á húðverndunarvörum og te á meðan börn og unglingar dansa ballett, jazzballet og aðra skemmtilega dansa hin- um megin í húsinu. Dan Coaten lærði phytot- herapy, eða jurtalækningar, í heimalandi sínu. Í jurtalækn- inganáminu var lítið jurta- apótek hluti af skólanum og þar lærðu nemarnir um ýmis krem og aðrar vörur. Eftir að námi lauk fékk Dan meiri og meiri áhuga á því að fram- leiða ýmsar vörur, auk þess sem hann fór í nám í notkun ilmkjarnaolía. Í dag hefur Dan haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa um jurtalækning- ar og ilmkjarnaolíur, auk þess að hafa gefið út bókina “Make Your Own Essential Oils and Skin-Care Products”. En hvað dregur breskan jurta- lækni til Íslands? Jú, það er klassíska sagan - ástin. Unn- usta Dan er Bryndís Einars- dóttir, Njarðvíkingur og dans- ari með meiru, sem rekur Bryn Ballett Akademíuna í hinum hluta hússins. Það var samt ekki Bryndís sem dró Dan til Íslands, held- ur einmitt öfugt. Bryndís var farin að tala um að flytja til Frakklands, gera upp sveita- setur og setja upp listdansskóla þar. Dan hafði komið hingað með Bryndísi nokkrum sinn- um og varð ástfanginn af orku Íslands, eldvirkninni, hreina loftinu og vatninu og ýtti við Bryndísi að koma heim. Ísland var alveg í takt við það sem Dan vildi gera og vildi að vör- urnar stæðu fyrir. Eins og Dan lýsir þessu “Ísland er eins og stórt eimunarkerfi, með ísinn efst og eldvirknina undir”. Þau fluttu heim sumarið fyrir hrun - en Dan sér ekki eftir því að hafa komið. Starfsemin hjá Dan skiptist í tvo hluta. Annars vegar eru það húðverndunarvörurnar, sem seldar eru undir vörumerk- inu Alkemistinn, en alkemisti þýðir gullgerðarmaður. Undir merkinu Grasakver er svo boðið upp á jurtate. Frekari vörur eru í pípunum, svo sem jurtabragðefni og þurrkaðar jurtir til matargerðar. Sérstaða allra þessara vara liggur í því að þær eru allar lífrænt vott- aðar og er hreinleiki varanna Dan mjög mikilvægur. Dan hafði nokkra reynslu af því að reka jurtalækningastofu sína í Bretlandi, þó að ýms- legt sé öðruvísi í núverandi starfsemi. En finnur hann fyrir miklum mun að stunda viðskipti á Íslandi miðað við Bretland? Dan svarar því ját- andi: “Það er allt opnað þeg- ar það kemur inn í landið [í tollinum, innsk. blaðamanns]. Mér fannst það mjög skrýt- ið til að byrja með, ekki bara frá viðskiptalegu sjónarmiði, heldur líka bara persónulega. Og skattarnir eru háir”. Dan er þó á því að gott sé að byggja upp fyrirtæki á Íslandi og tel- ur mikla möguleika fyrir fyr- irtæki á Ásbrú og svæðið gott til uppbyggingar viðskipta og tengslamyndunar. Í dag geta Suðurnesjamenn nálgast vörur Alkemistans og Grasakvers í dansverslun Bryn Ballett Akademíunnar. Al- kemistinn var kynntur í þætti Karls Berndsen, Nýtt útlit, og vörurnar fást í verslun Karls, Beauty Bar en vörur Grasak- vers í Yggdrasil og Búrinu. Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar selur húðvörulínu Al- kemistans sem ætluð er körl- um. Það er klárlega nokkuð einstakt að vera með lífræna húðvörulínu ætlaða körlum og segir Dan viðtökurnar þar hafa verið mjög góðar, sérstaklega þegar hann kynnti vörurnar þar fyrir jólin. Framtíðarplönin gera ráð fyrir mun fleiri sölustöðum og að fara með vörurnar á erlend- an markað. Það er nú þegar áhugi frá aðilum í Japan, Ísrael og Bandaríkjunum. Dan er einnig í viðræðum við fleiri heilsuverslanir og stærri versl- anakeðjur hérlendis. Það er því ljóst að við eigum eftir að sjá meira frá Alkemistanum og Grasakveri í framtíðinni. Hvað vill Dan segja við þá sem hafa hugsað um að fara út í við- skipti og rekstur? “Þú þarft að hafa góða áætlun. Aðalatriðið er að hafa ástríðu fyrir því sem þú ert að gera, eiga drauminn, og láta svo bara verða af því. Það er alltaf hægt að fá aðstoð frá ýmsum aðilum varðandi áætlanir og annað þess háttar. Svo lengi sem þetta er eitthvað sem þig virkilega langar að gera, þá er alveg sama hversu erfitt þetta verður, þú heldur alltaf áfram”. Gullgerðarmaður í skotfærageymslu RISAÞORRABlÓT Í GARÐINUM! Starfsemin hjá Dan skipt- ist í tvo hluta. Annars vegar eru það húðverndunarvör- urnar, sem seldar eru undir vörumerkinu Alkemistinn, en alkemisti þýðir gullgerð- armaður.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.