Víkurfréttir - 27.01.2011, Qupperneq 6
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR6
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is.
Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er
almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef
Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum.
Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum
og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar
greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða
aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu
eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður: Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is
Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Útlit, umbrot og prenvistun: Víkurfréttir ehf.
Auglýsingagerð: Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is
og Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011
Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Upplag: 8500 eintök.
Dreifing: Íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
141 776
UM
HV
ERFISMERKI
PRENTGRIPUR
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
Páll Ketilsson, ritstjóri
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 2. febrúar. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Agnes Garðarsdóttir, 51 árs.
„Enginn bóndi hjá mér.“
Guðrún Rósa
Guðmundsdóttir, 60 ára.
„Gaf honum blóm og
bauð honum út að borða.“
Guðbjört Ingólfsdóttir, 57 ára.
„Gaf honum þorramat að borða.“
Kristín Jóna Hilmarsdóttir, 47 ára.
„Gaf honum blómvönd og leyfði
honum að grilla um kvöldið.“
Þórunn Þórarinsdóttir, 78 ára.
„Gaf honum fallegan blómvönd.“
Spurning vikunnar // Hvað gerðir þú fyrir bóndann á bóndadaginn? siggi@vf.is
Afgreiðsla Víkurfrétta
er opin alla virka daga
frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga
er opið til kl. 15.
Kristján Helgi Jóhanns-son er 31 árs slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður hjá
Brunavörnum Suðurnesja.
Kristján starfaði um tíma
sem pípulagningarmaður
en hann er með sveinspróf
í því fagi frá Iðnskólanum
í Hafnarfirði. Hann á ekki
margar einingar eftir til að
klára stúdentinn en Kristján
er alltaf á leiðinni að mennta
sig meira.
Fótboltinn hefur ávallt tekið
mikið af hans frítíma en Krist-
ján reyndi fyrir sér sem leik-
maður hér á árum áður með
þokkalegum árangri. Fæturnir
voru á endanum orðnir eins
og ríkisstjórnin er í dag, það
var ekkert hægt að treysta á þá
og nánast allt slitið sem slitn-
að gat en núna ganga þeir á
þrjóskunni einni saman, þó
hægt sé.
Kristján ákvað að trappa sig
niður frá fótboltanum með því
að fara í stjórn knattspyrnu-
deildar Keflavíkur. „Þetta tek-
ur bara helmingi meiri tíma
frá mér en þegar ég var leik-
maður,“ sagði Kristján. „En ég
er einstaklega heppinn að eiga
ofboðslega skilningsríka og
yndislega eiginkonu, Írisi Sig-
urðardóttur, sem styður mig í
einu og öllu.“ Saman eiga þau
þrjú börn, Söru Lind 8 ára,
Jóhann Elí 3 ára og Ágúst Inga
3 mánaða.
Hvað gerir þú í vinnunni?
„Það er kannski einn af kost-
um vinnunnar, maður veit
aldrei í hverju maður getur
lent. Vinnan er yfirleitt mjög
fjölbreytt en við störfum bæði
sem slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamenn en þó eru
fastar rútínur sem við förum
í gegnum. Til að mynda eftir-
lit með bifreiðum og búnaði,
mjög reglulegar æfingar og
vettvangsferðir þar sem við
skoðum fyrirtæki og stofnanir
svo eitthvað sé nefnt“.
Hvernig líkar þér við vinnuna
þína?
„Mér líkar mjög vel við vinn-
una. Fjölbreytt, góðir vinnu-
félagar og vaktakerfi sem mér
líkar vel við, enn sem komið
er. Væri samt til í að fá betr-
umbætur á vinnuaðstöðunni
okkar sem er orðin mjög döp-
ur, vægt til orða tekið. Erum
búnir að sýna mikla þol-
inmæði hvað það varðar en
hún er alveg á þrotum“.
Er þetta gefandi starf?
„Mjög gefandi starf. Við lend-
um oft í aðstæðum sem krefjast
þess að við getum unnið undir
miklu andlegu og líkamlegu
álagi og ef ég tala fyrir mína
hönd hefur það lagt mikið inn
í minn reynslubanka. Vinnan
er þannig úr garði gerð að við
hittum mikið af fólki og í lang-
flestum tilvikum getum við
aðstoðað eða veitt hjálparhönd
sem er mjög gefandi“.
starfið mitt
- segir Kristján Helgi Jóhannsson slökkviliðs- og
sjúkraflutningamaður um starfið sitt
Hvert er draumastarfið?
„Stór spurning en afar lítið um
svör. Það er einmitt ástæðan
fyrir því að ég er ekki búinn
að mennta mig meira. Ég veit
ekki enn hvað mig langar að
gera en það kemur að því“.
siggi@vf.is
„Veit aldrei í hverju maður getur lent“
Stjórnlagaþing er miklu stærra mál en atvinnuleysið á Suðurnesjum
Það er hreinlega grátlegt að horfa á ótrúlegar
tölulegar staðreyndir varðandi álver í Helguvík
á meðan allt er í strand í því máli. Á sama tíma
berast fréttir af því að rúmlega helmingur fyr-
irtækja á Suðurnesjum telji samkvæmt könn-
un Creditinfo að þau muni lenda í alvarlegum
vanskilum eða þroti á næstu tólf mánuðum.
Forstjóri Norðuráls sagði á fundi í Stapa á fimmtudag að álver
í Helguvík, myndi eins og álverið á Grundartanga, eiga veruleg
viðskipti við um 300 fyrirtæki þegar allt færi í gang. Norðurál
kaupir þjónustu af innlendum aðilum fyrir 10 milljarða á ári.
Bara þessi viðskipti við fyrirtækin skapar um eitt þúsund störf.
Aldrei höfum við Suðurnesjamenn heyrt forsætisráðherra
standa upp á Alþingi, berja í borðið og segja að svona ástand
væri ekki líðandi. Forsætisráðherra sem nú er við völd er meira
í mun að bjarga Stjórnlagaþingi sem skapar engin störf í fram-
tíðinni. Og þetta á að heita velferðarstjórn. Um 1600 manns ráfa
um göturnar á Suðurnesjum án atvinnu á meðan þúsundir vel
launaðra starfa bíða í Helguvík. Norðurál er tilbúð að fara á fulla
ferð og öllum undirbúningi er lokið.
Ríkisstjórnin segir að ekkert standi upp á hana en forstjóri
Norðuráls sagði að annar ríkisstjórnarflokkurinn ynni mark-
visst gegn verkefninu og að hluti hins flokksins fylgdi með.
Fleiri þættir stoppuðu framgang þess og að hægt væri að ganga
frá orkusölusamningi HS Orku og Norðuráls, m.a. að Magma
málið væri í upplausn, virkjanaleyfi á Reykjanesi óafgreitt þrátt
fyrir að hafa verið í vinnslu á annað ár, sífelldar rangfærslur
að álverið útiloki önnur verkefni og fleira nefndi forstjórinn
á fundinum. Í máli hans kom fram að framkvæmdir árlega í
Helguvík myndu skila beint 7 milljörðum í ríkiskassann og að
20 milljarðar af 50 milljarða framkvæmdakostnaði væri inn-
lendur. Nettó áhrif á hið opinbera eru áætluð um 12 milljarðar
eða 1 milljarður á mánuði. Um 2 til 3 þús. manns fá atvinnu. Um
tvö þúsund störf skapast til framtíðar þegar álver er fullbyggt.
Á Suðurnesjum eru flestir af þeim um 1600 atvinnulausum
iðnaðarmenn, ófaglært fólk eða ekki með háskólamenntun. Í
álverinu munu störf fyrir báða þessa hópa skapast í hundruða
vís og fá hærri laun en almennt gerist. Norðurál er með álver á
Grundartanga og því er mark takandi á þessum tölum.
Það væri ánægjulegt að sjá forsætisráðherra standa upp á Al-
þingi, berja í borðið og segja að það sé ekki hægt að horfa á
íbúa og fyrirtæki á vonarvöl á Suðurnesjum. Stjórnvöld verða
að hætta að draga lappirnar í þessu stóra máli. Það er alvarlegt
þegar forstjóri Norðuráls segir að annar ríkisstjórnarflokkur
með stuðningi hins standi hreint og beint gegn byggingu álvers.
Vonandi hefur hann rangt fyrir sér.
Eftir uppákomuna á Alþingi í gær verður manni samt spurn:
Er Stjórnlagaþing virkilega stærra mál en ófremdarástand á
Suðurnesjum?