Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Síða 7

Víkurfréttir - 27.01.2011, Síða 7
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 7VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 2011 Hjá Isavia ohf. starfa um 600 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að sjá um rekstur flugstöðva, uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands- og millilandaflug auk yfirflugþjónustu yfir Norður-Atlantshafið. Isavia ohf. leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna. Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Umsóknum skal skilað rafrænt inn á heimasíðu Isavia www.isavia.is fyrir fimmtudaginn 17. febrúar. Upplýsingar um störfin veitir Sóley Ragnarsdóttir, soley.ragnarsdottir@isavia.is, starfsmannaþjónusta. Slökkvilið Starfið felst í almennum slökkviliðsstörfum á Keflavíkurflugvelli og á Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf upp úr miðjum maí og starfa út september- mánuð. Hæfniskröfur: • Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigður, reglusamur og háttvís, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldinn lofthræðslu eða innilokunarkennd • Iðnmenntun sem nýtist í starfi eða sambærilega menntun og reynslu • Æskilegt að hafi lokið 80 stunda fornámi fyrir slökkviliðsmenn • Æskilegt að hafa aukin ökuréttindi • Hafa hreint sakavottorð Upplýsingar um störfin veitir Ólafur Ásmundsson slökkviliðsstjóri, olafur.asmundsson@isavia.is. Flugvernd Starfið felst í vopna- og öryggisleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við eftirlit á flughlöðum á Kefla- víkurflugvelli. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní og nýir umsækjendur þurfa að geta sótt 8 daga námskeið áður en þeir hefja störf. Hæfniskröfur: • Góð þjónustulund • Nákvæm og öguð vinnubrögð • Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu • Hæfni í mannlegum samskiptum • Hafa góða sjón og rétta litaskynjun • Hafa hreint sakavottorð • Heiðarleiki • Aldurstakmark 20 ár Spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi Isavia ohf. óskar eftir að ráða öfluga einstaklinga í sumarstörf í slökkvilið og flugvernd

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.