Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR8 Fjárhagsleg endurskipulagning Í framhaldi af samkomulagi stjórnvalda, atvinnulífsins og fjármálafyrirtækja getur opnast ný leið fyrir fyrirtæki þitt. Ráðmennt ehf. aðstoðar fyrirtæki sem þarfnast fjárhagslegrar endurskipulagningar eða viðsnúnings í rekstri meðal annars við: • Stöðumat, þar sem farið er yfir rekstur og stöðu félagsins og mat á eignum. • Gerð rekstraráætlunar fyrir áframhaldandi rekstur félagsins. RekstuR, sjóðstReymi, efnahaguR til næstu 3–5 áRa. Mikilvægt er að slíkar áætlanir séu vel rökstuddar, áreiðanlegar og vel gerðar. • Samantekt á skuldum og veðsetningu eigna félagsins ásamt mati á möguleikum á að standa undir núverandi skuldbindingum. • Verðmat á rekstrarvirði félagsins. • Gerð aðgerðaáætlunar um skuldaaðlögun og viðsnúning rekstrar, þar sem unnið er með fjármálastofnunum og öðrum aðilum sem kunna að eiga aðild að skuldaaðlöguninni. • Þátttöku í fundum með hagsmunaðilum sem kunna að tengjast skuldaaðlöguninni og undibúning þeirra. Bókhaldsþjónusta, ráðgjöf og uppgjör Markhópur Ráðmenntar ehf. er minni og meðalstórir rekstraraðilar, verktakar og einyrkjar. Ráðmennt veitiR peRsónulega og tRausta þjónustu. Þjónusta • Bókhald • Laun og tengd mál • Skattskil og ársreikningagerð markmið • Framúrskarandi þjónusta • Fullkominn trúnaður • Gagnkvæm virðing • Að standast tímasetningar BókhaldsÞjónusta fyrir rekstraraðila • FRAMTALSGERÐ • SKATTARÁÐGJÖF • REKSTRARRÁÐGJÖF ávinninguR þinn á að veRa meiRi en kostnaðuRinn við að ná honum góðuR unDiRBÚninguR, vÖnDuð vinna og heiðaRleiki eR nauðsynleguR til að skulDaaðlÖgun sÉ fæR leið Flugvallarbraut 752 • 235 Reykjanesbær • Sími: 533 1963 • GSM: 864 1963 Lítil Sandgerðismey var heldur betur að flýta sér í heiminn snemma á þriðjudagsmorgun. Móð- irin, Ólöf Guðbjörg Jóns- dóttir, var rétt komin inn um útidyrnar á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja þegar barnið kom í heiminn. Barnsfaðirinn, Helgi Ár- mannsson, hafði skutlað henni upp að dyrum við HSS og spurt hvort hann ætti að koma með henni inn. Ólöf sagði honum hins vegar að fara og leggja bílnum. Matthildur Birgisdóttir, starfsmaður í afgreiðslu Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, stóð vaktina á sím- anum hjá HSS þessa nótt og sá um að opna útidyrnar fyrir Ólöfu en stofnunin er ávallt læst á nóttinni. Sem betur fer sá Matthildur þegar Ólöf kom og gat því opnað strax. Annars hefði barnið komið í heiminn úti á stétt. Matthildur segir það sem gerðist vera sannkallað krafta- verk. Hún sé þó ennþá að átta sig á því sem gerðist, enda atburðarásin hröð. Hún hafi rétt náð að hringja upp á fæð- ingardeild eftir ljósmóður og þá hafi barnið verið komið í heiminn á gólfinu í afgreiðslu HSS. Ljósmóðirin hafi hins vegar verið snögg á staðinn og allt hafi farið á besta veg. Litla stúlkan hafi hins vegar verið fljótari í förum og hrein- lega rann út áreynslulaust að sögn móðurinnar. Litla prins- essan er annað barn þeirra Ólafar og Helga en fyrir eiga þau tveggja ára stúlku sem er búin að koma í heimsókn tvisvar sinnum að skoða litlu systur sína þegar Víkurfréttir heimsóttu hamingjusama fjölskyldu á fæðingardeild- ina. Þar var einnig Matthildur úr afgreiðslunni sem tók á móti Ólöfu og barninu fyrr um morguninn og fékk að halda á nýfæddu stúlkunni sem var 3970 grömm við fæðingu og 53 sentimetrar. Faðirinn, Helgi Ármanns- son, var pollrólegur þessa nótt og var að leggja bílnum á bílastæðinu við HSS á með- an Ólöf var að fæða barnið í afgreiðslunni. Honum var vitanlega brugðið þegar hann kom inn í afgreiðsluna og sá að barnið var komið í heim- inn. Hann átti frekar von á því að Ólöf væri komin upp á fæðingardeild og meiri rólegheit yrðu yfir fæðing- unni. „Þegar ég kom á staðinn var bara allt búið,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir. hilmar@vf.is Fæddi barnið á gólFinu í aFgreiðslu Hss „Hún bara rann út“ Afgreiðsla Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem barnið fædd- ist á gólfinu að eldsnemma að morgni þriðjudags. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi - Sjá einnig video á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.