Víkurfréttir - 27.01.2011, Side 13
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 13VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 2011
Atvinnumál á Suðurnesjum
HefUR fUlla tRú á HelgUvík
4 Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls í viðtali við Víkurfréttir
kvæmdum og höfum verið í
hægagangi síðan. Við höfum
verið að vinna í ákveðnum
þáttum varðandi verklegan
undirbúning og hefur verið
hópur manna að vinna í þeim
málum. Sömuleiðis hafa ver-
ið ákveðnar framkvæmdir í
gangi í samningi sem búið var
að gera við ÍAV en auðvitað
vonum við að geta farið á fulla
ferð sem fyrst. Hvað okkur
varðar að þá er okkur ekkert
að vanbúnaði að fara af stað.”
Margir vilja halda því fram
að það verði ekkert álver í
Helguvík. Er eitthvað til í því?
„Við erum að vinna mjög
ötullega að lausn við fjölda
aðila. Iðnaðarráðherra tók
ákveðið frumkvæði til dæmis
síðastliðið haust og sveitar-
félögin réðu ákveðinn verk-
efnisstjóra til að vinna að
úrlausn þeirra mála sem
ennþá eru óleyst þannig að
ég hef þá trú að það sé fullur
vilji þessara aðila til að leysa
þessi mál. En auðvitað þarf
að gera það sem allra fyrst.“
hilmar@vf.is
Ásdís Ragna
grasalæknir s: 899-8069.
NÁMSKEIÐ
Lækningajurtir gegn kvefi og flensupestum
Farið verður yr hvernig við getum sjálf tekist á við kvef- og
ensupestir og með hvaða hætti við getum styrkt okkur með
áherslu á heilsusamlegt mataræði, bætiefni og valdar jurtir fyrir
ónæmiskerð og áhrif þeirra á líkamann.
Uppskriftir að heimagerðum
kvefblöndum úr jurtum fylgja.
Kennsla er 2. febrúar kl. 18:00 til 19:30 hjá MSS.
Leiðbeinandi er
Ásdís Ragna Einarsdóttir,
grasalæknir.
Skráning á www.mss.is eða í s: 421 7500.
Tvær ungar stelpur héldu tombólu í verslunarmiðstöðinni
Krossmóa og seldu hluti til styrktar Rauðakross Íslands síð-
astliðinn föstudag. Stelpurnar Carnen Diljá Guðbrandsdóttir
og Elenora Rós Georgsdóttir söfnuðu 7.046 kr., styrktu Rauða-
krossinn og fengu viðurkenningu Rauðakrossins í staðinn til
minningar um framlag sitt.
Vi n nu m á l a s tof nu n á Suðurnesjum hefur haft
skrifstofu á Hafnargötu 55 í
Reykjanesbæ síðastliðin 10
ár. Nú standa breytingar fyrir
dyrum því skrifstofan mun
flytja á 2. hæð að Krossmóa
4 um næstu mánaðamót og
opnar á nýjum stað 1. febrúar
2011. Sú nýbreytni verður
jafnframt að Vinnumála-
stofnun og Vinnueftirlit rík-
isins verða með sameiginlega
skrifstofu. Vinnueftirlitið er
nú þegar til húsa í Krossmóa
4 en mun flytja af þriðju hæð
hússins niður á aðra hæð.
Fleiri breytingar hafa orðið hjá
Vinnumálastofnun á Suður-
nesjum nýlega því Ketill G.
Jósefsson sem verið hefur
forstöðumaður síðasta áratug
ákvað að snúa sér að öðrum
verkefnum um sl. áramót. Við
hans starfi tók Linda Ásgríms-
dóttir.
Breytingar hjá Vinnumála-
stofnun á Suðurnesjum
FRÉTTIR
Toyota Re y kja-nesbæ hefur ver-
ið í endurskipulagn-
ingu og sameinað
þjónustuverkstæðið
og aukahlutadeild-
ina. Í þessari endur-
skipulagningu voru
skipaðir nýir stjórn-
endur verkstæðisins
en Ævar Ingi Guðbergsson var skipaður
yfirmaður. Ævar hefur starfaði hjá fyrirtæk-
inu um tíma en einnig kom fyrrverandi
eigandi SBK til liðs við fyrirtækið, Ólafur
Guðbergsson.
Ólafur var annar eigandi SBK um langan tíma
en ákvað að selja sinn hlut á síðasta ári og
meðeigandi Ólafs var á sama máli. „Við ákváð-
um bara að selja þetta í sameiningu en ég
starfaði áfram hjá fyrirtækinu fram til septem-
ber á síðasta ári,“ en var ekkert búinn plana
hvað hann hugðist gera í framhaldinu. Við
breytingar á verkstæði Toyota opnaðist staða
og Ólafur stökk á hana og líkar vel.
Verulega hefur dregist saman í sölu á nýjum
bílum á síðustu árum
og seldust aðeins 35
nýir bílar á síðasta ári
á móti um 500 nýjum
bílum árið 2007. Þetta
er um 90% samdrátt-
ur í sölu nýrra bíla en
Toyota Reykjanesbæ
seldi þó um 750 bíla,
notaða og nýja á liðnu
ári. „Það er auðvitað samdráttur alls staðar
en samdrátturinn hjá okkur í seldum bílum,
bæði notuðum og nýjum var um 60%,“ sagði
Ævar Ingólfsson, framkvæmdastjóri Toyota
Reykjanesbæ.
Með samdrætti á sölu nýrra bíla minnkar á
móti þjónustuskoðunum enda færri bílar í
ábyrgð á götunum. „Við erum að fá minna af
bílum í þjónustuskoðanir en á móti erum við
að fá fleiri bíla í alhliða viðgerðir,“ sagði Ævar.
„Mest eru þetta viðgerðir á bremsum, ljósa-
búnaði og þessháttar en stundum koma fyrir
stórvægilegar bilanir og oftar en ekki er því
um að kenna að viðhald bílsins sé ábótavant,“
bætti Ævar við að lokum.
Endurskipulagning hjá
Toyota Reykjanesbæ
Viðskipti og atvinnulíf
Starfsfólk á sameinuðu þjónustuverkstæði og aukahlutadeild Toyota í Reykjanesbæ.
SJÁ EINNIG VIÐTAL VIÐ
RAGNAR Í SJÓNVARPI
VÍKURFRÉTTA Á VF.IS