Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 27.01.2011, Blaðsíða 14
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR14 Olgu Guðmundsdóttur, Njarðavöllum 6, Njarðvík, (áður Smáratúni 9, Keflavík), sem andaðist 1. janúar sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunaheimilisins Garðvangs Garði fyrir góða umönnun og starfsfólks deildar A-7 Landspítalans fyrir ómetanlegan stuðning og kærleik. Árni Guðgeirsson, Erna Árnadóttir, Þorsteinn Geirharðsson, Guðgeir Smári Árnason, Rebekka Jóna Ragnarsdóttir, Halldóra Ásgeirsdóttir, Þröstur Árnason, Victoría Solodovnychenko, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ✝ Heiða Aðalsteinsdóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði, fimmtudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. janúar kl. 11:00. Fyrir hönd aðstandenda Halldóra L Júlíusdóttir, Ólafur Arnbjörnsson, Kristín Ó Muller, Phil Muller, Örn Sævar Júlíusson, Pétur Viðar Júlíusson, Kristín Þ Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ✝ Leifur Sædal Einarsson, Heiðarhorni 6, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, föstudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 28. janúar kl. 14:00 Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ✝ Bjarni Jónsson, húsasmíðameistari, Aðalgötu 1, Keflavík lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, fimmtudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 31. janúar kl. 13:00. Ásta Árnadóttir, Arnar Bjarnason, Guðrún Eiríksdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Hörður Gíslason, Sigríður Júlía Bjarnadóttir, Björn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smit- sjúkdómum í fiski var form- lega tekin í notkun sl. þriðju- dag í Fræðasetrinu í Sand- gerði. Samstarfsaðilar verk- efnisins eru Tilraunastöð HÍ í meinafræðum að Keldum og Sandgerðisbær. Undir- búningur og framkvæmdir hafa staðið yfir í um það bil eitt ár. Sjúkdómar eru mikið vanda- mál í fiskeldi á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Árið 2009 tók Landsamband fiskeldistöðva saman ítarlega skýrslu um stöðu fiskeldis á Íslandi. Þar var ályktað að rannsóknir á sjúkdómum og vörnum gegn þeim væri eitt allra brýnasta verkefnið í framtíðaruppbyggingu fisk- eldis á Íslendi. Það er því mikið gleðiefni að loks sé komin góð aðstaða til smittilrauna með fisk. Skortur á henni hefur komið í veg fyrir að hægt væri að sinna brýnum verkefnum á þessu sviði. Í hinu nýja rannsóknarrými er unnt að vinna að tveimur óháðum rannsóknum í senn. Í rýminu eru 23 ker 170 til 1000 4 Fræðasetrið í Sandgerði Ný aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski lítra. Hægt er að stilla bæði hita (0 – 20°C) og seltu (0-34‰) eldisvatnsins. Tvö rannsókna- verkefni, undir stjórn vísinda- manna á Keldum, verða sett af stað næstu daga. Innlendum og erlendum vís- indamönnum gefst nú kostur á að stunda rannsóknir í hinni nýju aðstöðu, og nýta hina fjöl- breyttu aðstöðu sem er í hús- næðinu en þar eru fyrir Botn- dýrarannsóknastöðin, Nátt- úrustofa Reykjaness og Há- skólasetur Suðurnesja. Fjöldi doktors- og mastersritgerða hafa verið skrifaðar eftir rann- sóknavinnu hjá þeim stofn- unum sem eru í húsinu. Fjöl- margir aðilar hafa komið að fjármögnun verksins, Mennta- málaráðuneytið, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landssamband fiskeldisstöðva, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Fræðasetrið í Sandgerði og Sandgerðisbær. Auk þessa lagði Íslandsbleikja á Stað í Grindavík til fóðrara. Fiskeldi er vaxandi atvinnu- grein, ekki síst eldi á bleikju og þorski. Smitsjúkdómar í fiski eru stórt vandamál í fisk- eldi. Staðgóð þekking á smit- sjúkdómum er forsenda fyrir arðvænlegu fiskeldi. Skortur á rannsóknaraðstöðu sem þess- ari hefur komið í veg fyrir að hægt væri að sinna mjög brýnum rannsóknum, svo sem bóluefnarannsóknum og faralsdsfræðilegum rannsókn- um á ýmsum bakteríum sem sýkja fiska. Fyrstu tvö verkefnin sem fara í gang og eru farin í gang eru annars vegar faraldsfræðilegar rannsóknir á nýrnaveiki í laxi og hins vegar tilraunir með bóluefni fyrir bleikju. Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun sl. þriðjudag í Fræðasetrinu í Sandgerði. Bleikja í glasi. Þessi á örugglega eftir að fá flensu!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.