Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Síða 17

Víkurfréttir - 27.01.2011, Síða 17
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 17VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 2011 . Spennandi vinnustaður í alþjóðlegu umhverfi SUMARSTÖRF Fríhöfnin ehf. annast rekstur 6 verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtækið í flugstöðinni með um 100 starfsmenn. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, fatnaður og sælgæti. Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum. Fríhöfnin leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í verslun fyrirtækisins á Keflavíkur- flugvelli. Leitað er að glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi. Starfið felst í sölu og áfyllingum í verslun. Einnig er óskað eftir starfsfólki á lager en unnið er í dagvinnu og er meirapróf æskilegt. Aldurstakmark er 20 ár. Hæfniskröfur: • Góður sölumaður með ríka þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní. Umsóknum skal skilað inn rafrænt á heimasíðu Fríhafnarinnar, sjá www.dutyfree.is fyrir fimmtudaginn 17. febrúar. Upplýsingar um starfið veitir Sóley Ragnarsdóttir, soley.ragnarsdottir@isavia.is, starfsmanna- þjónustu. AÐALFUNDARBOÐ Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar Unu í Garði verður haldinn þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Þorsteinsbúð, Gerðavegi 20b í Garði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. 4 Félag eldri borgara á Suðurnesjum Félag eldri borgara á Suðurnesjum var stofnað 3. mars 1991 og byggt á grunni Styrktarfélags aldraðra sem var stofnað árið 1974. Aðal hvatamaður að stofnun þess var Guðrún Sigurbergsdóttir. Fyrsti formaður Félags eldri borgara var Jónína Kristjánsdóttir. Síðan Sigfús Kristjánsson, þá Hilmar Jónsson og þá Trausti Björnsson, og nú síðast Guðrún E. Ólafsdóttir en hún lést fyrir ári síðan. Félagið er eins og nafnið bendir til frjáls félags- skapur fólks á öllum Suðurnesjum sem er 60 ára og eldri. Það vinnur að hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að standa fyrir ýmiskon- ar afþreyingu fyrir sína félagsmenn, svo sem félagsvist, bingó og bridge, tölvunámskeiðum í miðstöð félagsins á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Einnig stendur það fyrir ýmiskonar samkom- um, leikhúsferðum og ferðum, bæði innanlands og til annarra landa. Félagssvæðið eru öll Suðurnes og starfar það í Grindvík með aðsetur í Víðihlíð, Vogum í Álfta- gerði, Sandgerði í Miðhúsum og í Auðarstofu í Garði. Mikil áhersla er lögð á að allir eldri borgarar á Suðurnesjum sem vilja, gerist félagar. Það er styrkur okkar að Suðurnesjamenn standi saman um félagið. Þetta er stór hópur félags- manna sem telja nú þegar þetta er sagt yfir eitt þúsund og átta hundruð en voru rúmlega sjö hundruð árið 2002. Margar nefndir eru starfandi á vegum félagsins og sitja um áttatíu í stjórnum og nefndum á Nesvöllum, Víðihlíð, Álftagerði, Miðhúsum og Auðarstofu. Árlega er gefið út Aftanskin, rit sem upplýsir um atburði á vegum félagsins á viðkomandi ári og skrá yfir stjórn og nefndir þess. Félagsmenn njóta afsláttar af viðskiptum og þjónustu eftir því sem er nánar getið í félagsskírteini. Stjórn Félags eldri borgara er þannig skipuð í dag: Formaður: Eyjólfur Eysteinsson Reykja- nesbæ, varaformaður: Jórunn Guðmundsdóttir Sandgerði, gjaldkeri: Árni Júlíusson Reykja- nesbæ, ritari: Guðlaugur Atlason Vogum. Meðstjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir Reykja- nesbæ, Jón Ísleifsson Reykjanesbæ, Hildur Harðardóttir Reykjanesbæ. Varastjórn: Ólöf Ólafsdóttir Grindavík, Sigríður E. Jónsdóttir Reykjanesbæ, Elsa Eyjólfsdóttir Reykjanesbæ, Garðar Sigurðsson Reykjanesbæ, Halldór B. Halldórsson Garði. Í dag ber okkur að þakka þeim sem höfðu for- ystu um stofnun félags okkar. Það hefur dafnað og er núna með stærstu og öflugustu félögum aldraðra hér á landi. Eyjólfur Eysteinsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Minnst er 20 ára afmælis FEBS á árshátíð félagsins 6. febrúar D O J O . I S A I K I D O D O J O K Y N N I N G A R N Á M S K E I Ð Í A I K I D O FREKARI UPPLÝSINGAR Á DOJO.IS Frítt kynningarnámskeið í japönsku bardagalistinni aikido. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni á Ásbrú og eru allir velkomnir. Þriðjudaga kl. 19.00-20.00 Fimmtudaga kl. 19.00-20.00

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.