Víkurfréttir - 27.01.2011, Side 18
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR18
DVD
MARKAÐUR
DVD-mynda sölumarkaður
Er að Baldursgötu 14 á móti Skyndibarnum.
Opið alla daga frá 13.00 - 18.00 út janúar.
Mikið magn titla, gott verð.
Verið velkominn.
VOT TAÐAR LÍFR ÆNAR HÚÐVÖRUR
N Ý T T Í H E I L S U H Ú S I N U
K E F L A V Í K
L A V E R A H Ú Ð V Ö R U R
2 0 % K Y N N I N G A R A F S L Á T T U R
Á N P A R A B E N O G A N N A R A
A U K A E F N A
S N Y R T I F R Æ Ð I N G U R V E R Ð U R
Á S T A Ð N U M , F Ö S T U D A G I N N
2 8 . J A N Ú A R , K L . 1 4 -1 8
HRINGBRAUT 99 KEFLAVÍK
Matreiðslumeistarar Lava, veitingastaðar Bláa lónsins höfðu umsjón með veitingum á viðburði Iceland
Naturally sem fram fór í Scandinavian House í New York.
Bleikja, lax, humar, lamb og skyr var á meðal þess sem beið
gesta. Hátt í 250 gestir sóttu viðburðinn og var fjöldi blaða-
manna á meðal þeirra. Tískusýning 66°North á 2011 línu
fyrirtækisins var aðalatriði viðburðarins. Íslensk tíska, mat-
ur og drykkir sem voru í höndum Reyka Vodka féllu í góðan
jarðveg á meðal gesta viðburðarins.
Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari Lava, og Magnús
Héðinsson yfirmaður veitingasviðs Bláa lónsins voru ánægðir
með viðburðinn og viðbrögð gesta við íslenskum mat. „Það var
mjög ánægjulegt að finna hversu mikinn áhuga gestir höfðu á
matnum sem við bárum fram þetta kvöld. Ferskleiki og hrein-
leiki er einkennandi fyrir íslenskt sjávarfang og gestirnir kunnu
vel að meta gæði matarins,“ sagði Viktor.
Matreiðslumeistarar
Lava í New York
Viktor Örn Andrésson,
yfirmatreiðslumeistari
Lava, veitingastaðar
Bláa lónsins.
UppáHaLdS...
Kvikmynd: Inception.
Sjónvarpsþættir: How I Met Your Mother.
Hljómsveit: Muse.
Skemmtistaður: Coco-Bongo í Mexíkó.
Vefsíða: www.surfthechannel.com en þar getur maður horft á sjónvarpsþætti frítt.
Staður: London í Englandi.
Drykkur: Pinacolada
Skyndibiti: Of dannaður fyrir skyndibita.
Lið í enska boltanum: Liverpool, því miður.
Fag í skólanum: Stærðfræði.
Kennari: Gunnlaugur Sigurðsson stærðfræðikennari. Hann er mjög ástfanginn af sínu fagi.
SpURNINgaR…
Hvert er framtíðarstarfið?
Vonandi verð ég læknir en það er alla
vega stefnan og þá lýtalæknir.
Hvor er betri í fótbolta, Messi eða Ronaldo?
Lionel Messi því hann er ekki svona mik-
il Hollywood-stjarna eins og Ronaldo.
Hvaða fimm vefsíður skoðar þú
mest (fyrir utan facebook)?
Mbl.is, visir.is, pressan.is, surfthec-
hannel.com og fotbolti.net.
Hvert var áramótaheitið í ár?
Ég set mér ekki áramótaheit. Þetta
er of mikil hjátrú að mínu mati þó
þetta sé bara markmið fólks þá stend-
ur aðeins brot af því við það.
Borðar þú þorramat?
Nei, eiginlega ekki. Alla vega ekki súrsaðan
mat. Annars borða ég harðfisk, sviðasultu og þessháttar.
Hvað gerir formaður MORFÍs?
Hann heldur utan um keppnina, tímaramma, dagsetningu fyrir úrslitakeppnina
og að allt fari eftir lögum keppninnar. Þetta starf er hrikalega skemmtilegt og ekk-
ert erfitt né tímafrekt. En þegar koma upp deilumál eins og um daginn þegar MH
og FVA voru að deila um hvaða dag þeir ættu að keppa, þá drógum við um dagsetn-
ingu sem varð óvart aðfangadagur svo við þurftum að fresta keppninni.
FS-ingur vikunnar er...
Bjarki Brynjólfsson
Bjarki Brynjólfsson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni en hann tekur virkan þátt í félagslífi skólans
og er metnaðarfullur námsmaður. Bjarki er 18 ára og
stundar nám á náttúrufræðibraut. Hann vinnur einnig
með skóla hjá föður sínum við þrif á Verkfræðistofu
Suðurnesja en hefur lítinn sem engan tíma til að stunda
íþróttir. „Er einfaldlega of svalur fyrir þær,“ sagði Bjarki.
Bjarki tók útskriftarferðina einni önn á undan útskrift-
inni en hún var til Mexíkó og er hann nýkominn heim.
Einnig er Bjarki formaður MORFÍs ræðukeppninnar sem
er stór hluti af félagslífi menntaskóla á Íslandi.
Skyggnilýsingarfundur
Þórhallur Guðmundsson miðill verður með opinn
miðilsfund sunnudaginn 30. janúar kl. 20:30
í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík.
Húsið opnar kl. 20:00.
Aðgangseyrir kr. 1500,-
Allir velkomnir.
Stjórnin.
FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA ER ALLAN
SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222