Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Side 23

Víkurfréttir - 27.01.2011, Side 23
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 23VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 2011 SPORT Elstu stelpurnar hjá Fimleika- deild Keflavíkur standa fyrir opinni fimleikaæfingu fyrir stráka í Fimleikaakademí- unni. Æfingin verður 28. janúar frá kl. 20:30 til 22:00 og er þátttökugjald aðeins 500 kr. sem er ekki hátt verð fyrir að prófa flottasta fimleikahús á landinu. Aðeins komast 30 strákar að og er þegar orðið fullt á æfinguna. Æfingin er opin strákum fæddum 1996 og fyrr en aðeins tveir strákar æfa nú hjá félaginu á þessum aldri. „Þetta er góð leið til að fá stráka til að prófa þessa íþrótt en okkur hefur skort stráka á þessum aldri í félagið,“ sagði Selma Kristín Ólafsdóttir, ein af stelpunum sem halda þessa æfingu. En hvernig kom þessi hugmynd? „Við vorum með kærasta- og vinaæfingu í vetur og þá kom þessi hug- mynd upp þar sem mikið af strákunum skemmtu sér kon- unglega. Svo samtvinnaðist þetta fjáröflun hjá félaginu en við stefnum á æfingaferð á næstunni svo þetta er bara jákvætt.“ Fullt er á fyrstu æfinguna og voru viðbrögðin góð hjá strákunum. Það er ljóst að nú þurfa strákarnir að sýna hvað í þeim býr en stelp- urnar stefna á fleiri æfingar. „Þetta er bara byrjunin en út af mikilli eftirspurn ætlum við að halda þessu áfram og hafa þessar föstudagsæfingar fyrir strákana á meðan þeir mæta,“ sagði Selma Kristín. styÐjum strÁkan til sigurs TOYOTAHÖLLIN föstudaginn, kl. 19:15, 28. janúar Íþróttasamband fatlaðra hefur valið þrjá iðkendur hjá Nes – íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum í hóp íslenskra keppenda sem taka þátt í alþjóðaleikum Specal Olympics í Aþenu, Grikk- landi dagana 25. júní – 4. júlí 2011. Þetta eru þeir Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Hallgríms- son og Jakob Gunnar Bergsson. Íþróttasamband Íslands sendir 38 keppendur á leikana í 8 íþróttagreinum; boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi. Sigurður og Guðmundur keppa í knattspyrnu og Jakob Gunnar í frjálsum íþróttum en alls taka 7.500 keppendur þátt í leikunum frá 180 löndum í 22 keppnisgreinum og eru leikarnir haldnir fjórða hvert ár. SpKef sparisjóður mun styrkja grindvískan fótbolta næstu tvö árin en samstarfssamningur þess efnis var undirritaður nýlega af þeim Einari Hann- essyni, sparisjóðsstjóra og Jón- asi Þórhallssyni, varaformanni knattspyrnudeildar UMFG og stjórnarmanni til áratuga. Samningurinn er til tveggja ára og felur í sér að líkt og undan- farið verða auglýsingar frá SpKef sparisjóði á glæsilegum knattspyrnuvelli Grindvíkinga sem og á treyjum þeirra. „Við hjá SpKef viljum sýna í verki stuðning okkar við frá- bært íþróttastarf þeirra Grind- víkinga enda er starfssvæðið Þrír NES íþróttamenn til Aþenu STRákARNiR fjöl- mENNA í fimlEikA Miklar sviptingar hafa verið í körfunni á Suðurnesjum í þessari viku þar sem leikmenn hafa kom- ið og farið. Fyrst er að nefna þegar Sverr- ir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkurkvenna fékk til liðs við grænar miðherjann Juliu Demirer en hún spilaði með silfurliði Hamars á síðustu leiktíð. Það dugði þó ekki fyrir seinasta deildarleik þeirra þar sem þær töpuðu fyrir KR með 10 stigum í DHL-höllinni. Daginn eftir ósigur Njarð- víkurkvenna kom í ljós að karlaflokkurinn þeirra var að bæta við sig tveimur útlend- um leikmönnum. Þetta voru þeir Jonathan Moore sem er 202 cm framherji og Nenad Tomasevic sem er 193 cm og spilar sem bakvörður. Stuðn- ingsmenn segja þetta björg- unaraðgerðir en velunnarar félagsins sjá um kostnaðinn á leikmönnunum. Seinna þann dag kom það í ljós að Lazar Trifunovic hætti hjá Keflavík en það var samkomu- lag á milli hans og stjórnar körfuknattleiksdeildar Kefla- víkur. Það er óhætt að segja að brotthvarf hans úr Keflavík- urliðinu sé skarð fyrir skildi. Lazar hefur spilað 7 leiki fyrir Keflavík í deildinni á þessu tímabili, en 8. leikurinn hans var gegn Stjörnunni og spil- aði hann einungis rúmar 40 sekúndur þar sökum meiðsla. Í þessum 7 leikjum sínum hef- ur hann skorað 25 stig og hirt 11 fráköst að meðaltali. Hæst var stigaskor hans í leik gegn Fjölni, en þar skoraði kappinn 36 stig. Hann var einnig val- inn maður Stjörnuleiks KKÍ á dögunum, sem segir margt um spilamennskuna hjá þess- um strák. Njarðvíkingar sitja enn á öðru botnsæti deildarinnar með 8 stig en þeir töpuðu síðasta leik með aðeins einu stigi í Hólm- inum gegn Snæfelli. Það var frekar sárt tap því Njarðvík átti alla möguleika á að vinna leik- inn. Keflavík er í toppbaráttuni og situr í 3. sæti með 20 stig og vann sannfærandi sigur á Stjörnunni síðasta leik en Tho- mas Sanders fór þar á kostum ásamt Magnúsi Gunnarssyni sem fann gamla skyttuformið þegar setti hann 7 þriggja stiga körfur. Grindavík er á toppi deild- arinnar, jafnt Snæfelli með 24 stig. Grindavík var þó ekki í vandræðum í síðasta leik gegn Tindastóli en Grindavík sigr- aði örugglega með 11 stigum. Orðið á götunni er líka að Helgi Jónas sé búinn að finna sér Kana til að flytja til lands- ins og sé bara spurning hversu snemma hann komi í búning. Síðustu leikir í Iceland Express deild kvenna fór fram á síðustu dögum en þar eins og áður er sagt, lá Njarðvík fyrir KR 70- 60. Keflavík sýndi sína verstu hliðar gegn Hamar þegar þær sóttu þær heim í Hveragerði en þær töpuðu með 32 stigum, 95-63. Hamarsstúlkur hrein- lega spörkuðu þeim úr Hvera- gerði með þessum sigri sínum. Grindavík er í næst neðsta sæti í deildinni en þær töpuðu einnig síðasta leiknum sínum eins og hin Suðurnesjaliðin tvö, 63-73 gegn Snæfelli. Karlarnir eiga nokkrar umferð- ir eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Næstu leikir eru þannig að Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld, Grindavík fær Hauka til sín í heimsókn einnig í kvöld og Keflavík fær svo Hamar í Toyotahöllina á morgun. þar okkur afar mikilvægt. Við vonum auðvitað að Grindvík- ingum, sem og öðrum félögum á starfssvæðum okkar, gangi sem best og þessi stuðningur kemur sér vonandi vel. SpKef sparisjóður og fyrirrennarar hans hafa ætíð lagt áherslu á góð samskipti við samfélagið á hverjum stað fyrir sig og ekki er að búast við neinum breyt- ingum hvað þetta varðar af okkar hálfu,“ sagði sparisjóðs- stjóri. SpKef sparisjóður er um þess- ar mundir að ganga frá fleiri samstarfssamningum af svip- uðum toga og mun á næstunni kynna þá nánar og hvað þeir fela í sér. SPkEf STyRkiR UmfG OG bOðAR flEiRi STyRki Sviptingar í leikmanna- málum hjá Suðurnesjaliðum Shayla Fields og Njarðvík- urstelpur fengu liðsstyrk. Lazar stóð sig vel og verður saknað hjá Keflavík.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.