Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Page 14

Víkurfréttir - 26.05.2011, Page 14
14 Fimmtudagurinn 26. maí 2011VÍKURFRÉTTIR UMSJÓNARMAÐUR HEIÐARSKÓLA Heiðarskóli óskar eftir að ráða umsjónarmann til starfa frá 1. ágúst nk. Umsjónarmaður hefur m.a. yfirumsjón og eftirlit með mannvirkjum skólans, umsjón með öllum tækjum og tæknilegum búnaði og gerir tillögur og/eða áætlanir um viðhald og breytingar. Hann hefur og eftirlit með ræstingum og þrifum húsnæðisins. Þá sér umsjónarmaður um margskonar útréttingar og innkaup fyrir skólann. Umsækjandi þarf að búa yfir þekkingu á viðhaldi húsa og tækja, stundvísi, frumkvæði og snyrtimennsku. Vera jákvæður og góður í mannlegum samskiptum. Iðnmenntun er æskileg. Næsti yfirmaður umsjónar- manns er skólastjóri. Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12, eða í gegnum mittreykjanes.is. Umsóknarfrestur er til 9. júní n.k. Starfsþróunarstjóri. VINNUSKÓLINN AUGLÝSIR Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður eldri borgurum og öryrkjum upp á sláttuþjónustu sumarið 2011. GJALD FYRIR HVERJA UMFERÐ ER 3000 kr. Öryrkjar skrái sig hjá Þjónustumiðstöð Fitjabraut 1c gegn framvísun örorkuskírteinis. Skráning fyrir eldri borgara í síma 420-3200 MENNINGARDAG- SKRÁ FYRIR BÖRN Þorgrímur Þráinsson mun lesa upp úr bók sinni Ertu Guð, afi? á Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 26. maí kl. 17:00. Auk þess verða veitt þátttökuverðlaun í Bókaverðlaunum barnanna 2011 og sumarlestur Bókasafnsins kynntur. Allir velkomnir. STAÐARVITUND - STAÐARÍMYND Málþing um menningu verður haldið í Bíóasal Duushúsa laugardaginn 28. maí nk. kl. 11.00-15.00. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Rjúkandi heitt kaffi á könnunni og samlokur í hádegishléi. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í framgangi menningar- og menningarferðaþjónustu á Suðurnesjum. Menningarfulltrúar á Suðurnesjum og verkefnastjóri hjá SSS Skólaslit vorannar og braut-skráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardag- inn 21. maí. Að þessu sinni út- skrifuðust 64 nemendur; 47 stúdentar, 8 sjúkraliðar, 6 braut- skráðust af starfsbraut, 5 úr verknámi, tveir luku starfsnámi og einn meistaranámi. Auk þess luku þrír skiptinemar námi sínu í skólanum. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur náms- brautum. Konur voru 38 og karlar 26. Alls komu 39 úr Reykjanesbæ, 10 úr Grindavík, 5 úr Sandgerði og Garði og tveir úr Vogum. Einn kom frá Hellissandi, Ólafsvík og Vopnafirði. Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skóla- meistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Andri Þór Ólafsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Hanna María Kristjánsdóttir kennslustjóri flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Nýstúdentarnir Bjarki Brynjólfsson, Finnbjörn Benónýs- son og Guðbjörg Guðmundsdóttir fluttu tónlist við athöfnina ásamt Högna Þorsteinssyni, kennara við Tónlistarskóla Reykjanebæjar. Við at höf nina vor u ve it t ar v iðurkenningar f yr ir góðan námsárangur. Andri Þór Ólafs- son, Bergur Theódórsson, Bjarki Rúnarsson, Ósk Jóhannesdóttir og Þröstur Leó Jóhannsson fengu viðurkenningu fyrir störf sín í þágu nemenda skólans. Bjarni Valur Agnarsson fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur á starfsbraut og Helga Steindórsdóttir, Magnús Einarsson Smith og Telma Ýr Sig- urðardóttir fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í vinnustað- anámi á sjúkraliðabraut. Arnþór Sigurðsson og Stefán Már Jónas- son fengu gjöf frá Vélstjórafélagi Suðurnesja fyrir góðan árangur í vélstjórnargreinum. Þær Guðbjörg Guðmundsdóttir og Rakel Eva Æv- arsdóttir fengu viðurkenningu fyrir árangur í fata- og textílgreinum og Íris Rut Jónsdóttir fyrir bókfærslu. Mary Sicat fékk gjöf frá Háskól- anum í Reykjavík fyrir framúrskar- andi árangur í raungreinum og hún fékk einnig viðurkenningar fyrir árangur sinn í frönsku og efnafræði. Bjarki Brynjólfsson fékk verðlaun frá Íslenska stærðfræða- félaginu og Verkfræðistofu Suður- nesja fyrir góðan árangur í stærð- fræði. Hann fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir frönsku, stærð- fræði og efnafræði. Bjarki fékk einnig viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Þá fengu skiptinem- arnir Anna Saeki, Eva Vandyck og Loic Worbe gjöf til minningar um veru sína í skólanum og á Íslandi. Um árabil hefur Sparisjóðurinn í Keflavík veitt nemendum skól- ans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og hefur Lands- bankinn nú tekið við keflinu. Það var Einar Hannesson útibússtjóri sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd Landsbankans. Að þessu sinni hlaut Bjarki Brynjólfsson viðurkenningar fyrir góðan árangur í tungumálum og fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum. Bjarki hlaut einnig viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og fékk að launum 100.000 kr. styrk frá Landsbankanum. Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktar- sjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaup- félagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélags- stjóra og fyrsta formanni skóla- nefndar Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þau Guðbjörg Jóhannesdóttir, Hanna Kristrún Jónsdóttir, Lárus Konráð Jóhannsson og Sóley Bjarnadóttir fengu öll 20.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í ræðumennsku og góðan árangur í lífsleikni. Sabína Sif Sævarsdóttir fékk 30.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í söng- keppni framhaldsskólanna. Þá fékk nemendafélag skólans 100.000 kr. sem viðurkenningu fyrir öflugt og fjölbreytt félagslíf. Foreldrafélag var stofnað við skól- ann síðastliðinn vetur. Við útskrift- ina afhenti félagið nemendafélagi skólans grill að verðmæti 166.000 til að nota á sal skólans. Við lok athafnarinnar veitti skóla- meistari Axel Gísla Sigurbjörnssyni gullmerki FS en hann hefur starfað við skólann í 25 ár. Það hefur Kristján Ásmundsson skólameist- ari einnig gert og sæmdi Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari hann einnig gullmerki skólans. Að lokum sleit Kristján Ásmunds- son skólameistari vorönn 2011. 64 útskrifast – 47 stúdentar ›› Vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2011: Þau hlutu verðlaun og viðurkenningar við útskriftina á laugardaginn. VF-myndir: Oddgeir Karlsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.