Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Page 20

Víkurfréttir - 26.05.2011, Page 20
20 Fimmtudagurinn 26. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Margir hafa kynnst af eigin raun hve gott það er að krydda matinn sinn með ferskum kryddjurtum. Það er hægt að bæta einni vídd í þá ánægju með því að rækta kryddjurtirnar sínar sjálfur. Með því að eiga alltaf við hendina ferskar kryddjurtir verður matargerðin ánægjulegri og matur- inn bragðbetri. Það er þó að mörgu að hyggja þegar kryddjurtaræktun er annars vegar. Jurtirnar eru margbreytilegar og hver og ein þarf sinnu við hæfi, jarðvegurinn sem þær þrífast best í er mis- jafn, þær þurfa mismundandi birtu, raka og hitastig og vaxtartími þeirra er mislangur. Sumar er lengi að vaxa en aðrar vaxa úr sér og eru orðnar beiskar og bragðvondar áður en búið er að snúa sér við. Þegar plönturnar eru tilbúnar blasir við spennandi verkefni við að prófa sig áfram með notkun þeirra í matargerð. Þá er einnig hægt að nota þær til að búa til kryddblöndur og kryddlegi og svo má ekki gleyma því að þær eru margar hverjar mjög öflugar lækningajurtir. Kryddjurtir má einnig nota í smyrsl og sápur og olíur bæði til innvortir og útvortis notkunar. Leyndardómur kryddjurtanna er spennandi og skemmtilegur og að dunda sér við kryddjurtirnar nærir sálina ekki síður en önnur garðyrkja. Að rækta kryddið sitt kostar ekki mikið og ekki þarf að eiga garð til að geta það, einungis þarf fræ, mold og potta og svalir eða góðan glugga. Að undanförnu hafa verið haldin fræðslukvöld í Hús- inu okkar, þar sem fjallað hefur verið um hina ýmsu þætti garðyrkju, eins og matjurtaræktun, ræktun rósa, sumarblóma og ávaxtatrjáa og nú síðast jarðvegs- gerð. Í framhaldi af þessu býður Húsið okkar upp á fræðslukvöld um kryddjurtaræktun og hvernig nýta má þær á fjölbreytilegan hátt. Fræðslukvöldið verður þriðjudaginn 31. maí kl. 20.00. Einnig kemur á fund- inn Auður Jóhannesdóttir frá Lifa ehf. og mun hún kynna innigarðinn, lítið tæki,sem gerir mögulegt að rækta krydd og blóm í eldhúsinu. Aðgangseyrir er kr. 500 og verður hægt að kaupa kryddplöntur á hagstæðu verði. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir Á síðasta ári gerðu s v e i t a r f é l ö g i n á Suðurnesjum og Iðnaðarráðu- neytið með sér vaxtarsamning. Markmiðið með s a m n i n g n u m er að efla sam- keppnishæfni atvinnulífsins á Suðurnesjum og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Verkefnastjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja úthlutaði í lok síðasta árs 25,3 millj. kr. til 15 verkefna á svæðinu. Verkefnin sem hlutu styrk voru af ýmsum toga, í ferða- þjónustu, sjávarútvegi, fatahönnun, hugbúnaðarverkefni, rannsóknar- verkefni og fleiri verkefni sem skoða má á heimasíðu Vaxtarsamnings. Gert er ráð fyrir að allt að 50 til 60 ný störf skapist á tímabilinu sem tekur að styrkja stoðir verkefnanna sem fengu styrk. Ferðaþjónustan Verkefnastjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja hvetur ferðaþjónustuna á Suðurnesjum til að vinna saman að því að byggja upp ferðaþjón- ustuklasa sem mundi hafa það hlutverk að kynna Suðurnes og kosti svæðisins í ferðamennsku, menningartengdri ferðaþjónustu og afþreyingu hvers konar. Með þeim hætti hefði Vaxtarsamningur Suðurnesja möguleika á að koma að uppbyggingu og þróun klasans með stuðningi. Í Grindavík er klasi ferðaþjónustufyrirtækja og hefur verið til í nokkurn tíma, Grinda- vík Experience. Fyrirtækin í klas- anum eru ólík hvað þjónustu við ferðamenn snertir, en sjá að sam- eiginlega geta þau gert mjög margt í markaðssetningu svæðisins með sameiginlegu átaki. Stjórn Vaxtar- samnings vill sjá klasasamstarf myndast á öðrum svæðum Vaxtar- samnings í ferðaþjónustu og koma að slíku samstarfi með stuðningi, líkt og gert var með Grindavík Experience. Til framtíðar litið eru hagsmunir ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum þeir að einn stór og öflugur klasi í geiranum verði til og kæmi þá klasinn sterkur að því að kynna svæðið í heild sinni. Þannig legðist ferðaþjónustan á eitt að fá ferðafólk inn á svæðið sem nyti síðan þjónustu fyrirtækja á Suður- nesjum. Næsta úthlutun Verkefnastjórn Vaxtarsamnings hefur ákveðið að næsta úthlutun fari fram í október nk. Nú hafa fyrirtæki sem hafa hugsað sér að sækja um styrk, tíma til að undir- búa umsókn sína vel. Áherslan er lögð á uppbyggingu klasa, þriggja fyrirtækja eða fleiri, verkefni þar sem byggt er á styrkleikum og tækifærum svæðisins og fram- gang rannsókna og þróunar á sviði, flugs og öryggis, heilsu, tækni og orku, sjávarútvegs, matvæla og ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að umsækjendur fylgi reglum Vaxtar- samnings í uppbyggingu og þróun klasasamstarfs, nýsköpun, rann- sóknum og samstarfi fyrirtækja og háskóla. Vaxtarsamningur verður kynntur með auglýstum fundum í septem- ber jafnframt er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Vaxtar- samnings http://vaxtarsamningur. sss.is Auk þess sem undirrituð veitir fúslega aðstoð og upplýsingar í síma 420-3288 og á skrifstofu SSS, Iðavöllum 12, Reykjanesbæ. Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri. Að krydda tilveruna og matinn! Vaxtarsamningur Suðurnesja Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir skrifar Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri skrifar Lumar þú á frétt? 24 tíma vaktsími fréttadeildar VF er 898 2222 FUNDARBOÐ Félag Stofnfjáreigenda í Sparisjóði Keflavíkur heldur fund 26. maí nk. kl. 18:00 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Dagskrá samkvæmt samþykktum samtakanna. Kynning á rannsóknarvinnu stjórnar. Staða lánamála stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfjárbréfum og ýmis önnur mál verða rædd sem hvíla á félögum samtakanna. Stofnfjáreigendur FRAMKVÆMDASTJÓRI Fimleikadeild Keavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf.  Viðkomandi þarf að hafa góða mleikaþekkingu til að sjá um þjálfun sem og vera með yrumsjón yr öllum hópum félagsins.  Starð felst m.a. í því að sjá um alla daglega umsýslu, skráningu iðkenda, niðurröðun í hópa og sjá um öll mót á vegum félagsins. Einnig aðstoða við ráðningu þjálfara, vera tengiliður við stjórn félagsins og FSÍ. Viðkomandi þarf að geta hað störf í byrjun ágúst.  Umsóknarfrestur er til og með 31. maí.  Sendið umsókn á helga.h.snorradottir@holtaskoli.is eða inga-svenni@simnet.is   Stjórn Fimleikadeildar Keavíkur STARFSFÓLK ÓSKAST Konur með reynslu í snyrtingu og pökkun óskast til starfa nú þegar. Áhugasamar hafið samband í síma 893 7942 eða 771 1300. AG Seafood ehf sérhæfir sig í framleiðslu á frystum og ferskum sjávarafurðum. Aðsetur fyrirtækisins er á Hrannargötu 4 Reykjanes- bæ. ZATRUDNIE Poszukujemy pracowitej kobiety do nowo otwartej przetworni owocow morza przy Hrannargata 4 w Keflaviku. Osoby zain- teresowane prosimy o wizyte w zakladzie w piatek w godz. 12:00 - 13:00 lub o kontakt teleficzny: 893 7942 lub 771 1300. Hér í bæ sem annars staðar hafa bankar leyst til sín skuldsett einbýlishús. Nú standa þau auð og yfirgefin og eng- inn þau annast. Svo virðist sem bankar hafi engar skyldur til við- halds lóða. Tré eru étin af lús og ormum. Hekkin standa út á gang- stétt með kalkvisti. Enginn slær blettinn, enginn reitir arfa. Þetta er bönkum til skammar. Hildur Harðardóttir leiðsögumaður Ragnar Zophaniasson, Jenný Ólafsdóttir, Birna Zophaniasdóttir, Herbert Árnason, Arnar Gunnlaugsson, Örn Kristinsson, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Helgi Grétar Kristinsson, Svanfríður Gísladóttir Unnar Kristinsson, Borghildur Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Steinunn G. Kristinsdóttir, Pétur Axel Pétursson, Eygló H. Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Vilborgar Björnsdóttur Hulduhlíð, Eskifirði, áður Hjallavegi 1c, Njarðvík Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hulduhlíðar á Eskifirði, fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð. Megi blessun Guðs fylgja ykkur öllum. Skammist ykkar bankar

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.