Víkurfréttir - 01.09.2011, Síða 16
16 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Parinu unga er því ekkert að van-
búnaði, þau eru full eftirvæntingar
enda styttist óðfluga í að stóri dag-
urinn renni upp. Brúðkaupið fer
fram á Ljósanótt 2. september nk.
og verður gestum hátíðarinnar boð-
ið að fylgjast með hluta af undir-
búningi s.s. förðun, hárgreiðslu og
ljósmyndun á veitingastaðnum í
Duushúsi og hefst undirbúning-
urinn þar kl. 10.00 og stendur til ca
14.00. Að lokinni athöfn í Njarð-
víkurkirkju ca kl. 17.00 keyra þau í
gegnum bæinn að Duushúsum þar
sem ljósmyndarinn tekur nokkrar
myndir af nýgifta parinu.
Þátturinn Ísland í dag á Stöð 2
hefur fylgt parinu eftir við undir-
búninginn en sjá má þættina inni
á visir.is.
Prýði – í höndum meistara er nafn
á hópi þjónustuiðngreina innan
Samtaka iðnaðarins. Um er að ræða
samstarfsvettvang fimm fagfélaga.
Hlutverk Prýði er annars vegar að
stýra sameiginlegu markaðsstarfi
út á við og hins vegar öflugu fag-
starfi og stefnumótun í mennta-
málum.
Tilgangur Prýðis með verkefninu
er fyrst og fremst að kynna þá fag-
mennsku sem félagsmenn búa yfir
og undirstrika mikilvægi þess að
versla við fagmann í viðkomandi
fagi.
Fagfélögin sem standa að baki Prýði
eru: Meistarafélag í hárgreiðslu,
Ljósmyndarafélag Íslands, Félag ís-
lenskra gullsmiða, Félag íslenskra
snyrtifræðinga og Klæðskera- og
kjólameistarafélagið.
Hvernig finnst parinu svo að gifta
sig í sviðsljósinu ef svo má að orði
komast? „Fyrst og fremst erum
við að taka þátt í þessu verkefni
og mjög gaman að koma að þessu.
Auðvitað hefur þetta verið sýnt í
sjónvarpinu en heilt yfir hefur
þetta bara verið þægilegt og ekkert
aukið á stressið sem fylgir undir-
búningnum. Verkefnið eitt og sér
fannst okkur vera spennandi þegar
við vorum beðin um að taka þátt í
þessu. Okkur finnst mikilvægt að
verslað sé við fagfólk en það hefur
kannski færst í aukana á þessum
Stóri
dagurinn
á morgun
›› Magnús og Guðrún í brúðkaupsverkefninu Prýði:
rúðkaupsverkefnið
Prýði, hópur þjón-
ustuiðngreina innan
SI, hefur verið í full-
um gangi í sumar.
Tilvonandi brúðhjón,
Magnús Sverrir Þor-
steinsson og Guðrún Sædal
Björgvinsdóttir, standa í ströngu við undir-
búninginn og hafa notið aðstoðar fagmanna
innan Prýði. Þau hafa rætt við ljósmyndarann
Írisi Pétursdóttur um fyrirkomulag mynda-
töku, farið í margvíslegar snyrtimeðferðir hjá
snyrtistofu Huldu og hjá Ragnheiði á snyrtistof-
unni Coco, mátað föt hjá klæðskerunum Birnu
Huld í Reykjanesbæ sem saumar brúðarkjólinn
og Berglindi í Klæðskerahöllinni sem sér um
jakkafötin á Magnús. Síðan var ákveðin brúð-
argreiðsla í samráði við hárgreiðslumeistara á
stofunni Hár og rósir. Fjóla gullsmiður sér svo
um að hjálpa þeim að velja réttu hringana.
síðustu og verstu að fólk reyni að
sleppa vel og telur að betra sé að
versla ekki við fagfólkið.“
Þau segjast fyrst núna finna fyrir
smá fiðringi en fram að þessu hefur
ekki gefist tími til þess. Það hefur
allt verið á fullu í því að undirbúa
og skipuleggja. „Nú fer þetta hins
vegar að skella á og þá eykst stressið
aðeins, annað væri óeðlilegt“ segja
brúðhjónin verðandi, Magnús
Sverrir Þorsteinsson og Guðrún
Sædal Björgvinsdóttir, sem ganga
munu í hnapphelduna á Ljósanótt.
eythor@vf.is
Fjóla Þorkelsdóttir gullsmiður
í Keflavík leggur brúðhjón-
unum til hringana. Hér eru þau
Guðrún og Magnús að velja sér
hringa fyrir stóra daginn.
Berglind í Klæðskera-
höllinni sér um að sauma
fötin á Magnús fyrir
brúðkaupsdaginn.
Sigurrós Antonsdóttir í Hári og rósum sér um
hárgreiðslu brúðarinnar. Hér eru þær Sigurrós
og Rósa Haraldsdóttir að prófa greiðslu á
Guðrúnu fyrir stóra daginn.
Sjónvarpsþátturinn Ísland í dag á Stöð 2 hefur fylgst með verkefninu og
gert nokkur innslög í þáttinn um samstarfsverkefnið Prýði.