Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2011, Page 24

Víkurfréttir - 01.09.2011, Page 24
24 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR Happy-face til góðgerðarmála ›› Listakonan Lína Rut: ›› Suðsuðvestur: UMSJÓNARMAÐUR Í KARLAKLEFA ÓSKAST Við leitum að karlmönnum sem: • eru heilsuhraustir, stundvísir, einstaklega samviskusamir og þjónustulundaðir • eru eldri en 25 ára • búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu, önnur tungumál mikill kostur • geta tileinkað sér þá gæða- og öryggisstaðla sem við störfum samkvæmt og hafa næmt auga fyrir því sem betur má fara Bláa Lónið er eitt helsta aðdráttarafl íslenskrar ferðaþjónustu með um 80% markaðshlutdeild á ferðamarkaði og yfir 400.000 gesti á ári. Innan raða þess starfa úrvals starfsmenn sem búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum, eru agaðir og fágaðir í framkomu og sinna starfi sínu af mikilli samviskusemi. Lögð er mikil áherslu á upplifun gesta, gæði þjónustunnar og umhverfisins og skiptir hreinlæti þar höfuðmáli. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður. Starfið felst í að hafa umsjón með ásýnd búningsklefa og sturtu- aðstöðu karla. Starfið krefst vilja til að veita framúrskarandi þjónustu, mikillar hæfni í mannlegum samskiptum og almenns líkamlegs hreystis þar sem gestafjöldi er mikill og í mörg horn að líta. Um framtíðarstörf er að ræða í 2-2-3 vaktakerfi. Möguleiki er á hluta- störfum með öðru skipulagi. Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir í síma 420-8800 á milli kl. 13 og 15 virka daga. Umsóknir skulu eingöngu sendar í gegn um heimasíðu Bláa Lónsins: www.bluelagoon.is/Um-fyrirtaekid/Atvinna/. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk. Að Baldursgötu 14 hefur lista-konan Lína Rut aðsetur en hún hefur í gegnum tíðina fengist við myndlist og skúlptúra og m.a. sýnt á Ljósanótt undanfarin fjög- ur ár. Á komandi Ljósanótt mun Lína vera með sýningu á vinnu- stofu sinni þar sem fólk getur not- ið myndlistar hennar og skúlptúra auk þess sem hún bryddar upp á nýjung þetta árið. Hún hefur búið til Happy-face kall sem hún hyggst selja og hluti af ágóðanum mun renna til góðgerðarmála. „Núna um helgina er ég að fara að kynna þennan kall sem heitir Happy-face og hugsunin er sú að þú getir keypt þér fallega vöru og styrkt gott málefni um leið. Aðallega hafði ég hugsað um að styrkja fötluð og veik börn,“ segir Lína en fígúran mun kosta 14.500 og mun hluti af söluverðinu fara til góðgerðarmála eins og áður segir. Einnig er Lína að kynna til leiks ný gjafabox sem hægt er að hengja lokin af upp á vegg sem málverk. „Ég held að þarna sé ég með eitthvað nýtt í höndunum, ég veit ekki til þess að svona sé til,“ segir Lína en gjafaboxin má endurnýta og geyma má alls kyns dót í þeim. Lína kemur aðeins að verkefninu Klikkaður kærleikur þar sem sam- eina á tónleika og listasýningar af ýmsu tagi. Þar lánar hún Spiral hönnun mynd af Happy-face kall- inum og þær munu þrykkja hana á boli og selja til styrktar góðra mál- efna. „Þetta er bara fyrsta skrefið með Happy-face og það eru margar hugmyndir í gangi. Ég vil senda þessa fígúru á flakk. Nú t.d. lána ég þeim hjá Spiral hönnun hann og þær nýta hann eins og þær vilja. Nú á haustmánuðum þá mun Happy- face taka þátt í vekefni sem teng- ist félagi krabbameinssjúkra barna sem heitir Kraftur, þau munu þá nýta mína hönnun og selja eins og þeim lystir. Svo er annað spennandi verkefni en þar ætlar fatahönn- uðurinn Hildur Sumarliðadótt- ir að koma á Ljósanótt og kynna barnafatalínu sem andlit Happy- face prýðir.“ Lína á sjálf tvo sérstaka drengi sjálf og segir hugmyndina um að styrkja börn með sérþarfir hafa blundað lengi í sér. „Þó maður geti ekki gert mikið þá vill maður samt hjálpa. Mig langaði að gera eitthvað sem væri að skila inn pen- ingum allt árið. Ég hef tekið þátt í því að gefa listaverk og þá selst það á ákveðna summu sem hverfur bara í einhverja hít því þörfin er svo mikil. Þannig að ég hugsaði um að gera eitthvað sem tikkar inn allt árið,“ segir Lína. Lína var önnum kafin við undir- búning á komandi sýningu þegar blaðamann bar að garði en hún hafði ekki haft tíma til að punta sig enda birtist útsendari Víkurfrétta óvænt inn á vinnustofu til hennar. Þegar kom að því að stilla sér upp fyrir myndatöku þá vildi hún endi- lega bregða aðeins á leik og setti upp nýtt andlit, ánægt og risastórt bleikt andlit. Lína segist vona að vörurnar nái að safna fjármunum til styrktar fötl- uðum, langveikum börnum og for- eldrum þeirra á Íslandi. Hún mun kappkosta við að hanna og framleiða fallegar og nýtanleg- ar vörur þannig að kaupandinn styrki gott málefni um leið og hann eignast fallega og/eða skemmtilega vöru. Að endingu vonar Lína að Happy-face eigi eftir að vaxa og dafna og eigi eftir að finna sér marga samstarfsaðila í framtíðinni. Föstudaginn 2. september kl. 18:00 opnar sýningin S.L.Á.T.U.R. (samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) í Suð- suðvestur, Keflavík. Á sýningunni verða ný verk eftir þá Pál Ivan Pálsson, Jesper Pedersen, Þráin Hjálmarsson, Magnús Jensson, Hallvarð Ásgeirsson Herzog, Þorkel Atlason, Guðmund Stein Gunnarsson og Áka Ásgeirsson. Verkin eru á ýmsu formi og taka mislangan tíma. Dagskrá helgarinnar: Opnun/Gjörningar: föstudag kl. 18:00 Sýning: laugardag kl 11:00-18:00 Tónleikar: laugardag kl. 15:00 Sýning opin á sunnudag frá kl.12:00 – 16:00 Sýning, gjörningar og tónleikar á Ljósanótt Gleðilega Ljósanótt!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.