Víkurfréttir - 01.09.2011, Síða 26
26 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Íslenska
sjávarútvegssýningin
2
0
11
Smárinn, Kópavogur • September 22-24
www.icefish.is
Eini viðburðurinn sem nær til íslenska
sjávarútvegsins í heild sinni
* Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum
* Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011
Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á
www.icefish.is til þess að spara 20%!
Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til
vinnslu og dreifingar á fullunnum afurðum
Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma
+44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com
Íslenska sjávarútvegssýningin er
atburður á vegum Mercator Media
Samstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa Opinber íslensk útgáfa Opinbert flugfélag/loftflutningafélag
& hótelkeðja
Icefish 2011_140wx90h_Aug22nd_Icefish 22/08/2011 08:10 Page 1
Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á söluturn-
inum Bitanum á Iðavöllum en
þar hefur eigandinn Anton Már
Ólafsson komið sér upp mynda-
legri ísbúð sem býður upp á fjöl-
breytt úrval af öllu því helsta
sem ísbúðir á höfuborgarsvæð-
inu bjóða upp á.
Anton segist hafa verið með þessa
flugu í hausnum í dágóðan tíma
og telur það vel geta gengið að
vera með alvöru ísbúð á Suður-
nesjunum. „Hér getur fjölskyldan
komið og allir fá eitthvað við sitt
hæfi. Við erum með gamaldags-
ís, súkkulaði, jarðarberja, og svo
blandaðan ís en það hefur ekki
verið í boði hjá okkur áður,“ sagði
Anton þegar blaðamaður Víkur-
frétta heimsótti Bitann.
„Það er sjálfsafgreiðsla í krapinu
og ég hef reynt að stíla inn á fjöl-
breytni. Við erum með gríðarlegt
úrval af sælgæti og dýfum sem
ekki hafa verið til hérna áður. Ég
hef skynjað það að eftir þessar
breytingar, en við skiptum yfir í
Kjörís, að bæjarbúum líkar sá ís
mun betur,“ Anton segist jafn-
framt vera ánægður með sumarið
á Bitanum og hann hefur orðið var
við aukinn straum ferðamanna þó
þeir mættu koma í auknum mæli
niður til Reykjanesbæjar.
„Viðbrögðin hafa verið frábær
og jafnvel betri en ég þorði að
vona. Áður var ein ísvél en nú eru
komnar tvær sem og það eru sex
útfærslur í boði og meðal ann-
ars svokallaður tvistur þar sem
tveimur bragðtegundum er bland-
að saman. Suðurnesjamenn hafa
því loks eignast alvöru ísbúð þar
sem úrvalið er eins og best verður
á kosið,“ sagði Anton að lokum.
Suðurnesjamenn hafa
eignast alvöru ísbúð
Viðskipti og atVinnulíf
Ljósanótt, menningar- og fjöl-skylduhátíð í Reykjanesbæ
verður haldin í tólfta sinn frá 1.
til 4. september. Reykjanesbær
hefur ávallt haft það að leiðarljósi að Ljósanótt sé fjölskylduhátíð og
við skipulagningu hennar er lögð áhersla á að dagskráratriði höfði
til fólks á öllum aldri. Hátíðarhöldin hafa alla jafna farið vel fram og
ánægjulegt að sjá að fjölskyldur úr öllum áttum sameinast með okkur í
Reykjanesbæ á þessum tímamótum.
Í tengslum við hátíðina verður rekið athvarf í öryggismiðstöð að Hafnar-
götu 8. Að athvarfinu standa Fjölskyldu- og félagsþjónustan, Útideildin,
Lögreglan og Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ. Athvarfið
verður starfrækt föstudags- og laugardagskvöld eftir að skipulagðri dag-
skrá lýkur. Börn og ungmenni sem eru ein á ferli og/eða eru undir áhrifum
áfengis eða vímuefna verða færð í athvarfið. Mikilvægt er að foreldrar og
unglingar standi saman og taki ábyrga afstöðu gagnvart unglingadrykkju
hvort sem um er að ræða á Ljósanótt eða ekki. Lögreglan mun vera með
öflugt eftirlit gagnvart unglingadrykkju á Ljósanótt þar sem ekki verður
samþykkt að unglingar séu með áfengi um hönd. Þessar aðgerðir eru fyrst
og fremst til verndar fyrir börnin okkar en jafnframt til stuðnings for-
eldrum í uppeldishlutverki sínu.
Mikilvægt er að foreldrar standa saman um að virða útivistartímann því
það er sannreynt að ákveðin hætta fylgir því að börn séu eftirlitslaus úti
eftir að rökkva tekur. Þann 1. september breytist útivistartími barna og skv.
barnaverndarlögum skulu þá börn 12 ára og yngri ekki vera lengur úti en
til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára
skuli ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22.00.
Foreldrar og unglingar sýnum ábyrgð í verki og segjum Nei við unglinga-
drykkju og eigum góðar fjölskyldustundir á Ljósanótt.
Hátíðarkveðjur
María Gunnarsdóttir
Forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar
›› María Gunnarsdóttir skrifar:
Stöndum saman og
segjum nei við unglinga-
drykkju á Ljósanótt
›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:
Fróðlegur fyrirlestur hjá Mið-stöð símenntunar á Suður-
nesjum á þriðjudaginn 6. sept.
um veðurfar á Suðurnesjum. Fyr-
irlesari er Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur og veðurbloggari
með meiru.
Í fyrirlestrinum verður farið í ein-
kenni veðurlags á Suðurnesjum.
Rakið hver eru áhrif fjalla og fjarða
á hita, vind, úrkomu og snjóalög.
Skoðað hversu mikil áhrif sjórinn
og sjávarhitinn hefur á veðurfar og
hvaða afleiðingar hlýnandi veður
hefur fyrir Reykjanesið.
Einnig verður fjallað um hvaða gagn
má hafa af veðurspám og hvernig
þekking fólks á staðbundnu veðri
getur aukið gagnsemi þeirra.
Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn
6. september kl. 19-22 hjá MSS,
Krossmóa 4, 3. hæð. Skráning er á
www.mss.is
Veðurfar á Suðurnesjum
býður gestum Ljósanætur í kjötsúpu á
hátíðarsvæðinu frá kl. 19 til 20.30 á
föstudagskvöldinu.
Gleðilega Ljósanótt!
skolamatur.is
ÆFINGAR UMFN
Ængar heast samkvæmt ængatöu
mánudaginn 5. september.
Skráning fer svo fram þriðjudaginn
13. september kl. 18:00 í íþróttamiðstöð
Njarðvíkur. Ængataan er birt á
heimasíðu félagsins www.umfn.is.
Auglýsingadeild í síma 421 0001
Fréttadeild í síma 421 0002
Afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
Víkurfréttir
Ekki er vika án
Víkurfrétta!