Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 8

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 8
8 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 2 V Í S B E N D I N G • 4 4 T B L 2 0 1 2 Röð 12 Röð 11 Röð 10 Bæjarfélag Eink.12 Eink.11 Eink. 10 Meðaltal Staða 1 1 1 Garðabær 9,0 8,7 8,1 8,6 ** 2 4 5 Akureyri 7,2 7,1 6,2 6,8 * 3 2 6 Snæfellsbær 6,8 7,4 5,5 6,6 * 4 6 4 Hornafjörður 6,7 6,8 6,2 6,6 * 5 5 14 Akranes 6,7 7,0 4,6 6,1 + 6 3 3 Dalvíkurbyggð 6,7 7,3 6,4 6,8 * 7 9 7 Eyjafjarðarsveit 6,3 5,9 5,5 5,9 8 7 18 Þingeyjarsveit 6,0 6,3 4,3 5,5 9 11 2 Seltjarnarnes 5,7 5,4 7,5 6,2 + 10 13 8 Vestmannaeyjar 5,4 5,1 5,4 5,3 11 16 20 Fjallabyggð 5,4 4,8 3,9 4,7 12 24 12 Ölfus 5,4 4,0 4,9 4,8 13 15 27 Fjarðabyggð 5,1 4,9 3,0 4,3 14 20 31 Borgarbyggð 5,1 4,2 2,8 4,0 15 10 11 Húnaþing vestra 5,1 5,5 4,9 5,2 16 18 26 Árborg 5,0 4,6 3,0 4,2 17 8 21 Reykjavík 5,0 5,9 3,8 4,9 18 26 19 Mosfellsbær 4,8 3,6 4,2 4,2 19 22 15 Hveragerði 4,6 4,1 4,6 4,4 20 17 33 Vogar 4,5 4,6 2,8 4,0 21 38 17 Vesturbyggð 4,4 2,0 4,3 3,6 22 23 32 Kópavogur 4,3 4,1 2,8 3,7 23 21 9 Rangárþing eystra 4,2 4,1 5,1 4,5 24 12 10 Bláskógabyggð 3,9 5,4 4,9 4,7 25 33 22 Garður 3,9 2,8 3,3 3,3 26 14 29 Norðurþing 3,9 5,0 2,9 3,9 27 19 16 Skagafjörður 3,8 4,3 4,5 4,2 28 29 35 Hafnarfjörður 3,7 3,0 2,3 3,0 29 25 23 Ísafjarðarbær 3,7 3,7 3,3 3,6 30 27 25 Grindavíkurbær 3,7 3,6 3,0 3,4 31 28 30 Stykkishólmur 3,6 3,5 2,9 3,3 32 30 34 Rangárþing ytra 3,4 3,0 2,7 3,0 33 34 28 Reykjanesbær 3,4 2,5 2,9 2,9 34 39 36 Álftanes 3,1 1,7 2,2 2,3 35 37 38 Fljótsdalshérað 2,7 2,1 1,0 1,9 36 36 24 Sandgerði 2,5 2,4 3,2 2,7 hægar en tekjurnar og staðan batnaði nærri 10% á þennan mælikvarða. Lengi vel hefur mælikvarðinn skuldir á íbúa verið talinn gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélags. Í árslok 2011 var hún svipuð og á fyrra ári og nam 1,845 þúsundum króna en var um 1,840 þúsund krónur á mann að meðaltali yfir landið allt árið 2010. Að raungildi er þetta minnkun um 5%. Nettóskuldir, þ.e. skuldir að frádregnum veltufjármunum, voru 519 milljarðar króna í árslok. Að þessu sinni er fyrst og fremst horft á nettóskuldir á íbúa. Nokkur sveitarfélög, einkum á Suðurnesjum, eiga talsverðar peningaeignir og eðlilegt að tekið sé tillit til þess þegar horft er á stöðuna. Skuldugasta sveitarfélagið samkvæmt þessum mælikvarða (sjá töflu 3) er Reykjanesbær með 2,7 milljónir í skuld á íbúa. Salan á skuldabréfinu fyrrnefnda lækkar skuldirnar í 2,5 milljónir á íbúa og Reykjanesbær er því enn skuldugasta sveitarfélagið. Í höfuðborginni eru nettóskuldir um 2,4 milljónir króna á íbúa, en skuldir Orkuveitunnar eru afar háar. Sandgerði, Fjarðabyggð, Álftanes og Fljótsdalshérað eru öll með skuldir upp á 2,1 til 2,3 milljónir króna á mann. Þetta hlutfall segir ekki allt. Sum sveitarfélög hafa staðið í miklum framkvæmdum og vænta þess að fá meiri tekjur til baka en hin. Einnig má horfa á hlutfall skulda af tekjum ársins. Hlutfallið sýnir hversu lengi sveitarfélögin væru að borga skuldir sínar ef þau þyrftu ekkert að sinna rekstri eða nýjum framkvæmdum. Hér er miðað við að hlutfallið sé ekki hærra en 100%. Eftirlitsnefndin hefur miðað við að hlutfallið fari ekki yfir 150%. Hjá mörgum sveitarfélögum er hlutfallið hærra en 200% í árslok 2011 (sjá töflu 3) sem er mjög alvarlegt veikleikamerki. Fólksfjöldi Sveiflur hafa verið í mannfjölda að undanförnu. Fólki fjölgaði um 0,5% á árinu 2010 og um 0,3% árið 2011. Þó voru flutningar frá landinu meiri en til þess. Fækkun ber það með sér að íbúarnir telji að betra sé að búa annars staðar og getur verið til vitnis um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í sveitarfélaginu sem fækkar í. Það er heppilegt að fólksfjöldi aukist hóflega. Ef hann eykst of hratt er hætt við að erfitt verði að veita öllum nýju íbúunum þjónustu strax. Gatnagerð og aðrar framkvæmdir vegna nýbygginga geta líka komið niður á fyrri íbúum. Tekjur og afkoma Tekjur sveitarfélaganna á íbúa eru nokkuð mismunandi. Mestar eru þær í Snæfellsbæ, 1.074 þúsund krónur á mann og litlu minni í Fjarðabyggð eða 1.008 þús. kr. á mann. Þessi tvö sveitarfélög voru einnig tekjuhæst árið 2010. Tekjurnar eru innan við 600 þúsund krónur á íbúa í Vogum, Garði, Hafnarfirði og Kópavogi. Það er að sjálfsögðu ekki markmið í sjálfu sér að sveitarfélög afli mikilla skatttekna, á næstunni er augljóst að sveitarfélög verða mörg bæði að draga úr þjónustu og fullnýta skattstofna. Eðlilegt má telja að afgangur af rekstri sé nálægt 10%. Allmörg sveitarfélög voru með milli 10 og 15% af tekjum í rekstrarafgang. Útsvarsprósenta var víðast hækkuð úr 13,28% í 14,48%. Ekki er hægt að segja að mikil fjölbreytni sé í útsvarsprósentunni árið 2011. Lægst var hún hjá stærri sveitarfélögum 13,66% í Garðabæ og hæst 14,48%, en það er hún hjá flestum sveitarfélögum á landinu. Draumasveitarfélagið Í umfjöllun sinni um sveitarfélög hefur Vísbending útnefnt draumasveitarfélagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega samkvæmt nokkrum mælikvörðum (sjá skilgreiningar um einkunnir í kassa á bls. 4). Einkunnagjöfin endurspeglar erfitt árferði. Aðeins eitt sveitarfélag nær einkunn yfir 8,0, en það er Garðabær með 9,0, sem er ágætiseinkunn. Garðabær er því draumasveitarfélagið þriðja árið í röð. Tafla1: Einkunnir 36 stærstu sveitarfélaganna Útreikningar Vísbendingar Í stuttu máli Einkunnagjöfin endurspeglar erfitt árferði. Aðeins eitt sveitarfélag nær einkunn yfir 8,0, en það er Garðabær með 9,0, sem er ágætiseink unn. Næsthæst er Akureyri með 7,2 í einkunn. Sex sveitar félög fá milli 6,0 og 7,0, Snæfells bær með 6,8, Hornafjörður, Akranes og Dalvík með 6,7, Eyjafjarðarsveit með 6,3 og Þing eyjarsveit með 6,0. Níu sveitarfélög til viðbótar ná einkun- ninni 5,0. Eðlilegt er að spyrja hvað það sé sem gerir Garðabæ gott sveitarfélag? Útsvarsprósent­ an er lægri þar en annars staðar. Hjá fjöl­ skyldu með fimm milljón króna árstekjur var útsvarið 41 þúsund krónum lægra í Garða bæ en í Hafnarfirði. Þetta jafngildir um það bil 2% hærri ráðstöfunartekjum. Afkoma er hófleg og skuldir sem hlutfall af tekjum eru 67%. Það eina sem veikir bæjarfélagið í þessari einkunnagjöf er að veltufjárhlutfall er 145%, sem er fullhátt því að öllu jöfnu væri betra að greiða niður skuldir eða lækka útsvar meira þegar peningastaðan er rúm. Á botninum eru Fljótsdalshérað, Sandgerði og Álftanes með einkunn frá 2,5 til 3,1. Staða allra þessara sveitarfélaga er mjög þröng. Álftanes fær þó lækkun skulda við samein­ ingu við Garðabæ. Verður Garðabær enn draumur? Vísbending veltir því fyrir sér áhrifum sam ein­ ingar Garðabæjar við Álftanes og er ljóst að einkunn sameiginlegs bæjarfélags ins lækk ar verulega frá því sem Garðabær stendur í núna en verður komin upp fyrir 9,0 árið 2016 ef áætlanir ganga eftir. Blaðið tekur tölur úr áætlun Garðars Jónssonar ráðgjafa, en hann skrifaði skýrslu um áhrif sameiningarinnar á fjármál sam einaðs sveitarfélags. Með því að setja þær inn fæst, að á næsta ári lækkar einkunnin úr 9,0 í 5,5. Á árinu 2014 hækkar hún hins vegar á ný og fer í 8,7 og verður komin í 9,1 árið 2016, ef áætlanir Garðars ganga eftir. Samkvæmt því hafa íbúar beggja sveitarfélaga grætt á sameiningunni. tímaritið Vísbending: Tímaritið Vísbending útnefnir á hverju ári draumasveitarfélagið en það er það sveitarfélag sem er best statt fjár hags ega samkvæmt nokkrum mæli­ kvörð um. Garðabær er drauma­ sveitarfélagið; þriðja árið í röð. Drauma- sveitar- félagið Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, barðist mjög fyrir sameiningunni við Álftanes. Eðlilegt er að spyrja hvað það sé sem gerir Garðabæ svo gott sveitarfélag. Útsvarsprósentan er lægri þar en annars staðar. Hjá fjölskyldu með fimm milljón króna árstekjur var útsvarið 41 þúsund krónum lægra í Garðabæ en í Hafnarfirði. Munar um minna. gunnar ein r son, bæjarstjóri Í garðabæ Gunnar Einarsson.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.