Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 9

Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 9
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 9 Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is L iv Bergþórsdóttir, fram ­ kvæmdastjóri Nova, var valin mark aðs ­ maður ársins 2012 og þess má geta að þrjú fyrirtæki, sem hún hefur unni ð hjá, hafa unnið til mark aðs verð­ launa. „Fyrsta starfið mitt við mark aðs­ mál var hjá Sláturfélagi Suður ­ lands en þar var unnið gott og fag legt markaðsstarf. SS var valið markaðsfyrirtæki ársins 1997 hjá Ímark en ég get ekki sagt að hlutverk mitt hafi skipt máli í því samhengi. Þetta var 100 ára gamalt fyrirtæki, þetta var fyrst og fremst góður skóli og ég blaut á bak við eyrun. Finnur Árnason var sölu­ og markaðs­ stjóri SS á þeim tíma, en hann er nú forstjóri Haga. Hann er að mínu mati besti markaðsmaður lands ins. Ég hóf síðan störf hjá Tali þegar það félag var stofnað. Þar kynnt­ ist ég aftur fjölda snillinga sem kenndu manni margt. Þórólfur Árnason var frábær stjórnandi og þar lærði maður að vaxa sem stjórnandi og setja starfsfólkið í fyrsta sæti.“ Nova var stofnað árið 2006 og hefur Liv verið framkvæmdastjóri frá upphafi. Fyrirtækjamenningin þykir vera markaðshneigð og síðastliðin tvö ár hafa viðskipta­ vinir Nova verið ánægðustu viðskiptavinirnir á Íslandi sam- kvæmt Íslensku ánægjuvoginni auk þess sem Nova er í hópi fyrirmyndarfyrirtækja VR þar sem ánægja starfsmanna er mæld. Nova var valið markaðsfyrirtæki ársins 2009 og aftur tilnefnt til verðlaunanna árið 2011. Þá hlaut Liv í fyrra stjórnunarverðlaun Stjórnvísi á sviði markaðsmála.  „Ég er fyrst og fremst þakklát starfsfólki Nova og viðskiptavin­ um fyrirtækisins fyrir hversu vel hefur gengið.“  Góður undirbúningur Liv segir það vera samspil margra þátta sem geri það að verk um að fyrirtæki nái árangri. „Þetta snýst um að láta allt sem fyrirtækið gerir vinna vel saman, það er ekki eitthvað eitt sem skiptir máli heldur allt. Liðsheild in, andinn og stemningin í hópn um skiptir gríðarlega miklu máli. Í fyrirtæki eins og Nova skiptir miklu máli að þessir tveir annars ólíku heimar, tæknihluti fyrirtækisins og markaðshluti þess, vinni vel saman. Jóakim Reynisson er framkvæmdastjóri tækni­ sviðs Nova og við höfum unnið saman ásamt fleira góðu fólki að uppbyggingu Nova: Jóakim er markaðssinnaðasti tæknimaður sem ég hef unnið með.“ Liv segir að áður en fyrirtækið hóf starfsemi sína hafi undirbún­ ingur verið mikill. „Stefna okkar og markmið voru skýr og við vissum hvað við ætluðum okkur. En samkeppnin er hörð og það þýðir ekkert að slaka á og halda að maður hafi náð einhverjum árangri. Þetta er langhlaup.“ markaðsmaður ársins ÍMARK valdi Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra Nova, markaðsmann ársins 2012. Liv segir að samspil margra þátta ráði velgengni fyrirtækisins. 2012liv Í stuttu máli Liv Bergþórsdóttir. „Í fyrirtæki eins og Nova skiptir miklu máli að þessir tveir annars ólíku heimar, tæknihluti fyrirtækisins og markaðshluti þess, vinni vel saman.“ „Það þýðir ekkert að slaka á og halda að maður hafi náð ein- hverjum árangri.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.