Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 18

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 18
18 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Eigið fé heimilanna í húsnæði minnk aði um ríflega 340 milljarða króna á árunum 2007 til 2011. Á sama tíma jukust skuldirnar um 420 milljarða króna. Útlit fyrir áframhaldandi 5 til 6% verðbólgu næstu árin og enn meiri eignabruna heimila vegna verðtryggingarinnar. Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta sem hefur aukið fjármagnskostn­ að heimila um þrjá milljarða króna á aðeins ári. L íkja má eignabruna heimila við náttúruhamfarir. Það er sama hvað hver segir, vandi þeirra sem keyptu húsnæði á bóluárunum fyrir hrun er þjóðfélagsvandi sem líkja má við náttúruhamfarir og að þúsundir fjölskyldna sem keyptu íbúðir á hæsta verði fyrir hrun búi á hamfarasvæðum. Fjárhagsstaða þeirra sem keyptu íbúðir á árunum fyrir hrun er í rúst. Eigið fé heimila í hús næði minnkaði um ríflega 340 milljarða króna á árunum 2007 til 2011 og skuldirnar jukust á sama tíma um 420 milljarða króna vegna verðtryggðra lána í mestu kreppu lýð veldisins. Slæm eiginfjárstaða húseigenda þeirra, sem keyptu íbúðir á bólu árunum, skýrist af háu íbúðaverði á árunum 2005­8 og háum verð tryggð um lánum til að kaupa þessar íbúðir. Færa má rök fyrir því að greiðsluvandi margra væri mjög mikill þótt ekki hefði komið til hruns ins – og jafnvel að þúsundir fjöl­ skyldna ættu í erfiðleikum við þær aðstæður. Vandinn er tvenns konar; greiðsluvandi af stökkbreyttum, verðtryggðum lánum og eigin fjárvanda. Eigið féð er svo til gufað upp – það fór að vísu til lánardrottna – og fjöl skyldur geta sig hvergi hreyft. Þegar neyðarlögin voru sett haustið 2008 hefði verið affærasælast að frysta vísitölu neyslu verðs í öllum lánasamningum – eða að minnsta kosti setja þak á hana, t.d. að hún gæti í mesta lagi hækkað um 2%. Það segir sig sjálft að einhliða verðtrygging gengur ekki upp í mikilli verðbólgu. Gífurleg­ ar eignatilfærslur verða frá lántakendum til þeirra sem lána – og eftir standa þúsundir fjölskyldna með fjárhaginn í rúst. Vandi lántakenda er núna sá sami og var hjá lánardrottnum fyrir tíma verðtrygg ing ar­ innar þegar lántakendur högnuðust á óða­ verðbólgu. Á sama tíma hafa þeir, sem tóku gengisbundin lán hjá bönkunum í út ­ lán a bólunni, fengið nokkra hæstaréttardóma sér í hag þannig að stökkbreytingin hefur gengið til baka. Frá upphafi árs 2008 hefur lánskjaravísi­ talan hækkað um rúmlega 42%. Margir hafa orðið að bæta vöxtum ofan á höfuðstólinn vegna greiðsluerfiðleika og lánin hafa hækk­ að enn meira. Laun hafa ekki hækkað svona mikið. Launavísitala hefur að vísu hækkað um 33%, en á höfuðborgarsvæðinu hafa laun hækkað minna. Margir þurftu að taka á sig kjaraskerðingu í upphafi kreppunnar með 10 til 15% launalækkun, yfirvinna minnkaði og atvinnuleysi jókst. FjórðuNgur heimila skuldar ekki Gróft á litið má áætla að um fjórðungur Í stuttu máli Er náttúruhamfarir Eignabruni heimila TexTi: jÓn G. HauKsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.