Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 19
Í stuttu máli heimila skuldi ekki í eigin húsnæði og styrkir sá hópur meðaltal eiginfjár heimilanna. Undirstrikar það líka hversu lítið eigið fé mörg heimili hafa í eignum sínum og hversu við kvæmur sá hópur er fyrir viðvarandi verð ­ bólgu – en spáð er að hún fari ekki undir 5% á næstu árum. 13 milljóNir út um gluggaNN Fjölskylda, sem keypti íbúð árið 2007 á 40 milljónir króna og lagði fram 16 milljónir í formi eiginfjár með því að selja gömlu íbúðina og tók 24 milljónir í verðtryggt lán hjá Íbúða lána­ sjóði, á sáralítið í íbúðinni núna. 16 millj óna eigið fé fjölskyldunnar í húsnæðinu er nánast horfið. Verðtryggða lánið stendur núna í um 35 milljónum. Verð íbúðarinnar lækkaði veru ­ lega eftir hrun en hefur slefast upp vegna aukins framboðs af peningum á innanlands- markaði og líklegast fengjust um 38 milljónir fyrir íbúðina núna ef um góða eign er að ræða, þ.e. eigið fé gæti legið á bilinu tvær til þrjár milljónir. Þessi fjölskylda glímir við tvenns konar vanda; greiðsluvanda af stökkbreyttu, verðtryggðu láni og eiginfjárvanda; eigið féð er svo til gufað upp og fjölskyldan getur sig hvergi hreyft. 16 milljóna eigið fé að mestu farið út um gluggann, en milljónirnar rötuðu að vísu til lánardrottna; Íbúðalánasjóðs, líf­ eyrissjóða og banka. Þegar svona náttúruhamfarir verða þarf enginn að vera hissa á að fólk rísi upp og krefjist þess að verðtryggingin sé afnumin. ÍbúðaláNasjóður gjaldþrota Stór hluti vandans núna er sá að Íbúðalána­ sjóður er gjaldþrota þrátt fyrir að vera með „verðtryggðar tekjur“. Ríkissjóður þurfti að leggja til 33 milljarða á síðasta ári. Nýlega var ákveðið að setja 13 milljarða til viðbótar. IFS Greining, sem vann skýrslu um stöðu sjóðsins, telur þörf á enn hærra ríkisfram- lagi, eða samtals 48 milljörðum á næstu þremur til fimm árum. Á meðan er erfitt fyrir Íbúðalána sjóð að afskrifa umfram það sem hann neyðist til með að taka gjaldþrota eignir og viðurkenna þegar orðinn hlut, þ.e. töp uð útlán. þeir sem voru varkárir Það er kaldhæðni örlaganna að þeir sem voru varkárir í íbúðakaupum, lögðu fram eigið fé og keyptu íbúðir á hefðbundnum, verðtryggðum lánum hjá Íbúðalánasjóði virð ­ ast núna ekki fá neina leiðréttingu á lán um á meðan þeir sem fóru út á ystu nöf og yfir- skuldsettu sig hafa fengið leiðréttingu. Ekki virðist vilji til að breyta lánum hjá þeim sem hafa einhverja greiðslugetu. Svo má auðvitað hártoga og segja að allir sem keyptu íbúðir á bóluárunum 2005 til 2008 hafi „ekki verið varkárir“ vegna þess að íbúðaverð var svo hátt. Á móti má segja að það að koma þaki yfir höfuðið sé grunnþörf. stýrivextir hækka ÍbúðaláNiN Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri ráðgjafar­ fyrirtækisins Analytica, skrifaði grein í Morgun blaðið nýlega þar sem fram kom að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarið ár hefðu aukið kostnað heimila í landinu um þrjá milljarða. Yngvi bendir á að vaxtahækkunarlota Seðlabankans hafi hafist í ágúst í fyrra. Verð ­ tryggð íbúðalán námu í lok ágúst sl. 210­220 milljörðum og yfirdráttarlán um það bil 90 mill- jörðum. Af þessu má leiða að kostn aðarauki heimilanna nemi um það bil 2,2 milljörðum króna vegna óverðtryggðra íbúða lána og um 900 milljónum króna vegna yfir dráttarlána. 5 til 10% vextir oFaN á verðtryggiNgu Því er oft haldið fram að það hafi lítinn tilgang að festa vísitöluna í verðtryggðum samning- um vegna þess að óverðtryggðir vextir yrðu þá í staðinn á bilinu 20% ef verðbólgan væri í kringum 10%. Forsendan er alltaf sú sama; að hér á landi séu vextir himinháir og virðist engu breyta þótt hér hafi orðið djúp kreppa og enn sé langt í land með að landsframleiðslan verði svipuð og áður. Dæminu er alltaf stillt upp hvort fólki vilji hafa 5 til 10% vexti ofan á verðtryggingu eða óverðtryggða vexti sem taki mið af verðtrygg­ i ngunni. Málið er einfalt; það þarf að lækka fjármagns­ kostnað heimila og fyrirtækja. Bæði fjármagns ­ kostnað verðtryggðra lána og óverðtryggðra. Út á það gengur leikurinn. Ef lækka á fjármagnskostnað á Íslandi þá minnka að sjálfsögðu fjármagnstekjur lán veit­ enda, þ.e. banka, sparifjáreigenda, lífeyris ­ sjóða, Íbúðalánasjóðs og annarra. Það segir sig sjálft! Til þess er leikurinn gerður. er verðbólgaN vaNdiNN? Þegar rætt er um verðtryggingu, verðbólgu og eignabruna heimila heyrist oft að verð ­ tryggingin sé ekki vandinn heldur verðbólg­ an. Mikið rétt. En færa má rök fyrir því að verðtryggingin sé verðbólguhvetjandi þótt í fyrstu virðist það hagfræðileg glýja. Þegar rætt er um verðtryggingu lána er eðlilegt að í sömu andrá sé rætt um hvað vísitala launa og verð fasteigna hafi hækkað mikið á sama tímabili. En takið eftir orðinu hækkun í þessu sambandi. Hvað laun og eignir hafa hækkað mikið. Færa má rök fyrir því að kerfið sjálft sé verðbólguhvetjandi; með innri spíral. Verð tryggingin hækkar lánin á föstum útlánastabban um og það kallar á launahækk­ anir sem aftur skrúfa upp verðbólguna og íbúðaverð. Það er of ódýrt að yppta bara öxlum og segja að verðbólgan sé vand- inn – og hækka svo laun eins og ekkert sé. Laun eru sá þáttur sem er mesti áhrifavaldur verðbólgu. Fjárhagsstaða þeirra sem keyptu íbúðir á árunum fyrir hrun er í rúst. Eigið fé heimila í hús næði minnkaði um ríflega 340 milljarða króna á árunum 2007 til 2011 og skuldirnar jukust á sama tíma um 420 milljarða króna vegna verðtryggðra lána í mestu kreppu lýð­ veldisins. Fjölskylda, sem keypti íbúð árið 2007 á 40 milljónir króna og lagði fram 16 milljónir í formi eiginfjár með því að selja gömlu íbúðina og tók 24 milljónir í verðtryggt lán hjá Íbúða lána sjóði, á sáralítið í íbúðinni núna. 16 millj óna eigið fé fjölskyldunnar í húsnæðinu er nánast horfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.