Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 22

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 22
22 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 uMsjÓn: svava jÓnsdÓTTir M ár Guðmundsson seðlabankastjóri taldi á árleg um fundi Viðskipta­ ráðs um peninga­ mál, sem haldinn var í nóvember, að hrein skuldastaða þjóðarinnar væri á bilinu 50­100% af vergri landsframleiðslu (VLF). Ýmsir sérfræðingar í fjármálageiranum telja hina raunverulegu skulda­ stöðu nálægt efri mörkunum á þessu bili. Reynist rétta talan í nám unda við 100% af VLF er Ísland meðal skuldsettustu þróaðra þjóða heims og með svipað erl ent skulda hlutfall og t.d. Írland og Portú gal. Ljóst er að efna hags ­ leg ar byrðar þjóðarinnar af slíkri skuld væru mjög miklar. Vextirnir einir gætu hæglega numið 80­90 ma. króna árlega eða ná lægt 10% af gjaldeyristekjum þjóð ar­ innar af útflutningi á vörum og þjónustu. Því miður hefur hrein gjaldeyris­ öflun þjóðarinnar, viðskiptajöfn­ uð urinn, dregist mjög saman á yfirstandandi ári. Fari svo sem horfir mun hann tæpast duga til þess að greiða vexti af hinni er­ l endu skuldastöðu. Þar með má segja að skuldastaðan sé ekki sjálfbær við ríkjandi aðstæður. Til að erlend skuldastaða uppundir eina VLF sé sjálfbær þarf afgang­ ur á viðskiptum við útlönd að vera miklu hærri en hann virðist ætla að verða á þessu ári. Það gerist tæpast nema með veru­ lega lægra gengi krónunnar. Niðurstaðan er því sú að í dag, meira en fjórum árum eftir banka­ hrunið svokallaða, er Ísland enn í alvarlegri skuldakreppu. Skuldastaðan nú er líklega ekki sjálfbær nema með nýrri almennri kjaraskerðingu í formi enn frekari gengislækkunar.“ Hversu alvarleg er erlenda skuldastaðan? „Reynist rétta talan í nám unda við 100% af VLF er Ísland meðal skuldsettustu þróaðra þjóða heims og með svipað erlent skulda hlutfall og t.d. Írland og Portú gal.“ skoðun RagnaR ÁRnason – prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.