Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 23 Árangur er spurning um hugarfar T homas Möller segir að eitt einkenni fyrirtækja sem hafa náð árangri sé árangurssinnað hugarfar innan fyrir tækisins. „Það er hægt að ná undraverðum árangri með hvatn ingu, sigurvissu hugarfari, skýrum fókus, jákvæðu um ­ hverfi og árangursumræðu í fyrirtækinu. Jákvætt og árang ­ urssinnað starfsfólk smitar út frá sér og dregur að sér viðskipti og ný tækifæri,“ segir Thomas. „Árangur sést til dæmis þegar viðskiptavinurinn fer ánægður frá okkur og kemur aftur og aftur. Það er árangur þegar starfs maður stendur sig vel og fær hrós fyrir. Árangur næst þeg ar svartsýnn maður verður bjartsýnn, eigendur fyrirtækja fá ásættanlegan arð, nýjar vörur seljast vel, veltuhraði birgða og fjármagns eykst og gæði þjónustunnar aukast í kjölfar umbótastarfs.“ Thomas segir að umhverfið og jákvæð samkipti móti hvern og einn frá barnsaldri. „Félagstengsl móta okkur svo og samstarfs- fólkið og starfsandinn í vinnunni. Fyrirlesarinn Jim Rohn sagði eitt sinn að við værum meðaltalið af þeim fimm einstaklingum sem við hefðum varið mestum tíma með. Yfirmenn okkar hafa mikil áhrif enda eru þeir oftast fyrir­ mynd starfsmanna. Þá er það einn mikilvægasti eiginleiki góðs stjórnanda að vera glöggur á góða starfsmenn og láta þá vita af sínum hæfi ­ leikum. Stephen Covey bendir á þetta í síðustu bók sinni „Átt­ unda venjan“. Hegðun okkar er afleiðing hugsana okkar. Því má segja að hugurinn beri okkur alla leið, ekki bara hálfa leið eins og máls hátturinn segir.“ Thomas segir að sá sem vill ná árangri ætti að einbeita sér að lausnum, sýna alltaf frumkvæði, búa yfir seiglu, finna tækifærin, setja sér markmið, axla ábyrgð, vera hvetjandi, hafa jákvæð áhrif á aðra og bæta stöðugt hæfni sína. THomas mölleR – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN Valdimar Sigurðsson segir að það sé hlutverk fyrir tækja að minna neyt­endur á langanir þeirra og þarfir. Niðurstöður rannsókna í markaðsfræði sýni t.d. að fólk gleymi yfirleitt að kaupa það sem það langar mest í og velji því eitt­ hvað annað. „Þetta er svolítil þversögn en þetta kemur fram þegar farið er í gegnum það sem fólk hefur keypt í verslunum. Neytendur velja til dæmis mat sem þeim finnst góður en ekki endilega þann sem þeir hefðu helst viljað væru þeir minntir á það. Þeir velja oft annan mat þegar það er kerfisbundið farið yfir innkaupin og fólki leyft að velja matvæli af lista. Við gleymum að kaupa það sem okkur langar mest í þannig að við kaupum það sem við finnum. Við sjáum ekki allt sem við horfum á, heldur sjáum við með minninu. Ef ákveðnar hillur verslana eða hlutar heimasíðna hafa ekki geymt neitt spennandi í einhvern tíma minnkar athyglin og við hættum að gefa þeim gaum, líkt og þær séu ekki til. Um 80% af því sem ber fyrir augu okkar í verslunum eru pakkn­ ing ar og áreitin eru svo mörg að ómeðvitaða hugarstarfið velur aðeins nokkur atriði til að birta í meðvitund. Ef lesandinn trúir mér ekki getur hann prófað að slökkva á „sjálfstýringunni“ næst þegar hann fer í verslun.“ Það er innan við ár þang að til ákvæði um kynjajafnvægi í stjórnum bæði lífeyrissjóða og stærri fyrirtækja taka gildi eða 1. september 2013. Í rauninni er það styttra því á aðalfundunum á komandi vetri og vori þurfa félög að sjá til þess að a.m.k. 40% stjórnarmanna séu af hvoru kyni.“ Niðurstöður könnunar, sem gerð var í haust, leiddi í ljós að þá vantaði um tvö hundruð konur í stjórn stærri fyrirtækj­ anna og tvo karla reyndar og segir Margret að um helmingur fyrirtækjanna hafi ekki verið kominn á það stig að uppfylla skilyrðin. Hún segir að í raun- inni hafi það sama verið upp á teningnum hjá lífeyrissjóðunum en þar vantaði ennþá tuttugu konur og einn karl. „Konunum hefur verið að fjölga á síðustu árum og eru sterkar vísbendingar um að bæði lögin og samningur sem Samtök atvinnulífsins, Við skipta ­ ráð og Félag kvenna í atvinnu ­ lífinu gerðu með sér árið 2009 hafi haft áhrif. Það styttist þó mikið í þetta og fljótlega á nýja árinu hefst aðalfundatíð og skiptir máli að fyrirtækin hugi strax að því á hvaða hátt þau ætla að uppfylla þessi skilyrði. Þetta er ekki flókið í minni félögum eða félögum þar sem eigendur eru fáir því eigendur komast einfaldlega að sam- komulagi um hvernig valið er í stjórn en í stærri félögum og lífeyrissjóðum getur þurft að koma til breytinga á samþykkt­ um eða eitthvert sérstakt sam- komulag á milli eigenda eða aðildarfélaga til að tryggja að lögin verði uppfyllt. Það þarf því að taka til hendinni sem fyrst til að standast þessi lög innan tímamarka.“ Á réttum stað á réttum tíma DR. ValDimaR siguRðsson – dósent við við skiptadeild HR maRgReT FlóVenz – stjórnarformaður KPmgEndurskoðun MARKAÐS- HERFERÐIN Styttist í kynjakvóta í stjórnum félaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.