Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 24

Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 skoðun þau hafa orðið Hlutabréf á alþjóðleg­um markaði hækkuðu frá byrjun júní til miðs september 2012 en þá tók við lækkun til 16. nóvem- ber. Þann dag varð snarpur snúningur til hækkunar sem hélt áfram í þriðju viku nóvember. Í lok þeirrar viku var enn ekki hægt að sjá fyrir hve langvinnur þessi nýi hækkunarleggur yrði en líkur benda til þess að hann haldist um sinn. Tímabilið frá nóvember til apríl er fjárfestum á Wall Street að jafnaði hagstætt og það eitt eykur líkur á ávinn­ ingi á næstu vikum. Alþjóðlegar stofnanir svo sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD hafa vissulega lækkað fyrri spár sínar um hagvöxt fyrir árin 2012 og 2013 og vissulega eru skuldir hins opinbera íþyngj­ andi bæði í Evrópu og í Banda­ ríkjunum. Þjóðarbúskapur víða í Asíu og Suður­Ameríku stendur þó í blóma auk þess sem rekstur fyrirtækja á hlutabréfamarkaði er traustur ekki síður í Evrópu og Bandaríkjunum en annars staðar. Sá styrkur er án efa ein skýring á hækkandi verði hluta- bréfa þrátt fyrir barlóm, ásamt því að vextir eru lágir í sögulegu samhengi og því lánsfjárkostn­ aður fyrirtækja í lágmarki.“ Sigurður segir að á þessu ári sé útlit fyrir að hækkun verði mest í kauphöllum í Evrópu og Bandaríkjunum, líklega 10% eða hærri. Dreifing á milli kaup­ halla er mikil í Asíu. Hækkun frá áramótum til síðari hluta nóvember er mest á Indlandi og í Hong Kong, nærri því 20%, en í Shanghai í Kína hafa hlutabréf lækkað um yfir 8% á árinu. Hlutabréf eru leiðandi hagvísir í heimsbúskapnum og virðast benda til batamerkja sem hag- fræðingar hafa enn ekki komið auga á. Mest hækkun í Evrópu og Bandaríkjunum siguRðuR B. sTeFÁnsson – sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Einar Einarsson og Páll Ásgeir Guðmundsson hjá Capacent rýndu í þær breytingar sem hafa orðið á neyslu og lífsstíl Íslendinga undanfarin ár á há- degisfyrirlestri ÍMARK í október. Fyrirlesturinn var afar vel sóttur enda kom þar margt athyglisvert fram í skemmtilegri kynningu þeirra félaga. Til dæmis það að í kjölfar hrunsins breyttust gildi Íslendinga á margan hátt. Við urðum afhuga alþjóðlegu samstarfi, fjölskyldan varð okkur mikilvægari og við sem þjóð þokuðumst frá efnishyggju í átt að hughyggju, frá nútímalegum gildum til hefðbundinna gilda. Ný legar tölur sýna að bæði þessi breyting og þróun sé að ganga til baka. Þá vakti einnig athygli að þeir Einar og Páll Ásgeir stilltu upp hvernig væntingavísitalan á Íslandi hefur þróast frá því fyrir hrun. Eðlilega tók hún dýfu í kjöl­ far hrunsins en er að rísa á ný. Það sem vakti athygli er að þegar línurit yfir sölu á þvotta vélum var lagt yfir línurit væntinga­ vísi tölunnar kom í ljós að þar á milli er nánast 100% fylgni. Enn at hyglisverðara var þó að þegar línurit yfir fylgi Sjálfstæðisflokks­ ins í könnum Capacent var lagt yfir kom líka í ljós nánast 100% fylgni. Af þessu má líklega læra að stjórnmálaflokkar þurfa að fylgjast með væntingavísitölunni – nú, eða sölu á þvottavélum!“ Væntingavísitalan, stjórnmálaflokkar og þvottavélar ÁsmunDuR Helgason – markaðsfræð ingur hjá Dynamo AUGLÝSINGAR Einkunnarorðið er „auðmýkt“ ingRiD KuHlman – framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman segir að bækurnar Good to Great eftir Jim Collins og Built to last eftir Collins og Jerry I. Porras séu tvær af bestu stjórnendabókum sem gefnar hafa verið út. „Höfundar skoðuðu fyrirtæki sem hafa náð miklum árangri og báru þau saman við næstbestu fyrirtækin í sama geira.“ Ingrid segir það vera áhugavert sem kemur fram um stjórnendur þeirra fyrirtækja sem ná miklum árangri. Þeir séu í fyrsta lagi mjög auðmjúkir og engar „stjörnur“ í eðli sínu. Þeir eru ekki á forsíðum blaðanna og fara lítið í viðtöl. „Þeir eru miklir vinnuhestar og gera sjálfa sig ekki að aðalatriðinu í fyrirtækinu. Það hefur þau áhrif að næsti stjórnandi á miklu aðveldara með að taka við keflinu. Einkunnarorð þessara stjórn­ enda eru „auðmýkt og ábyrgð“. Þegar illa gengur líta þeir í spegilinn og taka alla ábyrgð á sig og þegar vel gengur benda þeir á aðra; segja t.d. að þeir séu með gott starfsfólk, að það skýri árangurinn, eða að þeir hafi verið heppnir og geti ekki þakkað sér þetta góða gengi. Hjá saman- burðarfyrirtækjunum töluðu stjórn endur hins vegar meira um hvað þeir sjálfir væru stórkostlegir snillingar þegar vel gekk en svo kenndu þeir öðrum um þegar illa gekk.“ Ingrid segir að fyrrnefndu stjórnendurnir séu miklar fyrirmyndir og haldi ró sinni á erfiðum tímum en séu ákveðnir í að gera það sem þurfi að gera til dæmis á erfiðum tímum. „Það sem hægt er að læra af þessum stjórn endum er að líta í spegilinn, axla ábyrgð og sýna öðrum auðmýkt.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.