Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 36
36 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 nefnt við Hönnu Birnu að það sé ekki í anda samstöðustjórnmála að fara í formannsslag rétt fyrir kosningar. Í ljósi reynslunnar hefur Hanna Birna sjálfsagt talið brýnt að lýsa nærri strax yfir stuðningi við Bjarna eftir að ljóst var að hún hafði feng ið glæsi leg an stuðn ing í prófkjörinu í Reykjavík. Bjarni hlýtur að kunna að meta það við hana og gefa henni svigrúm í samræmi við sterka stöðu hennar meðal kjósenda Sjálfstæðis flokksins. almenningur óþreyjufullur eftir lausnum En varðandi Sjálfstæðisflokkinn og stöðu hans í næstu kosningum er það að segja að blikur á lofti í efnahagsmálum heimsins – sem og Íslands – gera að verkum að almenningur er býsna óþreyjufullur eftir lausn um. Eldra fólk hefur áhyggjur af því að ungt og efnilegt fólk sé að flytja úr landi og komi ekki aftur. Yngra fólkið er sligað af skuldum og lifir af launum sem tæpast duga til að standa undir fyrri væntingum um lífskjör. Þá er skort ur á gjaldeyri, sá gamli vandi, enn á ný eitt helsta efnahags­ vanda málið. Sjálf stæðis flokk urinn boðar að þennan vanda megi leysa með því að auka fjárfestingu til að skapa störf og meiri út flutningstekjur. Það kann þó að reynast hæg ara sagt en gert í umhverfi gjaldeyrishafta. Kjósendur eru líklegir til að vilja heyra Sjálfstæðisflokkinn útfæra betur hugmyndir um lausnir í efnahagsmálum og um stöðu Íslands í Evrópu. Samkvæmt skoðanakönnunum núna virðast marg ir kjós endur vilja gefa Sjálfstæðisflokknum nýtt tækifæri en þó getur brugðið til beggja vona; flokkurinn kemst ekki til áhrifa nema aðrir þing flokkar vilji starfa með honum í ríkisstjórn. Það þurfa talsmenn hans að hafa í huga þegar þeir leggja til atlögu við stjórnar­ flokkana í kosn ingabaráttunni. SAMFYLKINGIN Framboðslistar Samfylkingarinnar liggja nú fyrir. Stærsta breytingin hjá þeim er sú að Jóhanna Sigurðar dóttir hverf ur af þingi og hættir sem formaður. Nýr for maður verður kosinn í póstkosningu fyrir næsta landsfund sem haldinn verður í febrúar. Nýverið gaf Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kost á sér í embættið en um hríð átti Árni Páll Árnason, fyrr verandi ráðherra, einn sviðið sem formannsefni. Ekki er talið líklegt að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. Formannskosningarnar munu ekki bara snúast um persónulega kosti frambjóðendanna heldur er líka tekist á um það innan Sam ­ fylkingarinnar hvort flokkurinn eigi að vera vinstri­ eða miðju flokkur. Til dæmis hefur Árni Páll lýst þeirri skoðun að Samfylkingin eigi að ganga óbundin til kosninga en ekki festa sig í kosningabandalagi við VG. Það er í nokkurri andstöðu við skoðun Jóhönnu sem hefur sagt að Samfylkingin eigi bara að vera í stjórnar samstarfi sem tryggi vinstristjórn í landinu. Guðbjartur tekur undir þetta sjónarmið Jóhönnu enda er talið að hann njóti stuðnings hennar sem og margra forystumanna Samfylkingarinnar sem standa nærri Jóhönnu. Árni Páll skilgreinir Samfylkinguna sem frjálslyndan miðjuflokk sem standi vörð um velferðarkerfið en í því orðalagi felst stuðningur við frjálst markaðshagkerfi. Aftur á móti hefur Jóhanna ítrekað lýst yfir andúð sinni á íhaldinu og sérhagsmunaöflunum en þau orð notar fólk af vinstri vængnum gjarnan um hagsmuni atvinnulífsins sem það telur að eigi frekar að stjórnast af félagslegum sjónarmiðum en hagnaðarvoninni. Árni Páll á það líka sameiginlegt með Hönnu Birnu Kristjáns­ dótt ur að tala fyrir samvinnustjórnmálum á þingi og vill auka samráð við hagsmunaaðila til að greiða fyrir lausn deilumála. Það sjónar mið á sér hins vegar takmarkaðan stuðning meðal þeirra stjórnarliða sem vilja gagngerar breytingar á samfélaginu. Þeir telja að niðurstaða kosninga sem tryggi ríkisstjórn meirihluta á þingi feli í sér umboð til að breyta í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna og án samráðs við hagsmunaaðila eða þá sem eru í minnihluta. Þetta fólk er ekki líklegt til að styðja Árna Pál í formannskosningunum heldur sameinast um Guðbjart í þeirri von að hann standi vörð um vinstri áherslurnar í stefnu flokksins. forsíðuefni „Blikur eru á lofti í efnahags­ málum heimsins – sem og Ís­ lands – sem gerir að verkum að almenningur er býsna óþreyju fullur eftir lausnum. Eldra fólk hefur áhyggjur af því að ungt og efnilegt fólk sé að flytja úr landi og komi ekki aftur.“ Árni Páll Árnason. Sterk staða í formannskjöri eftir sigurinn í Kragan­ um. En núverandi forysta Samfylkingar virðist ekki styðja hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.