Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 40

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 40
40 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Oft er talað um að fyrstu 90­100 dagarnir í starfi stjórn ­enda skeri úr um hvort þeir muni verða farsælir í starfi eða ekki. Þetta er sá tími sem gefst til að sanna sig í nýjum verk efnum eða á nýjum vettvangi. Sagan geymir fjölmörg dæmi um þetta og ritaðar hafa verið ótal bækur um það hvernig stjórn endur eiga að bera sig að við þessar aðstæður. Fyrstu 100 dagar Roosevelts Árið 1932 atti Franklin D. Roosevelt kappi við Herbert Hoover í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin gengu á þess um tíma í gegnum mikla lægð í kjölfar kreppunnar miklu 1929. Þriðjungur þjóðar­ innar var án atvinnu og erfitt hafði reynst að fá hjól atvinnulífsins til að snúast á ný. Roosevelt gekk fram í kosningabaráttunni með skýr markmið sem hann nefndi Nýja samninginn eða The New Deal og hafði betur. Eftir að Roosevelt komst til valda hófst hann strax handa við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Á tíma bilinu 8. mars til 16. júní tókst honum ásamt sínu fólki að koma 15 mikilvægum stefnumálum gegnum þingið sem lögðu grunn að endurreisn efnahagslífsins. Síðar hefur verið vitnað til þessa tímabils sem fyrstu 100 daganna (First 100 Days). Þótt Roosevelt ætti eftir að vinna stærri sigra síðar á ferlinum hafa menn metið það svo að þessi fyrstu skref hafi markað upphafið að áframhaldandi velgengni hans. Samræmi milli orða og athafna skapar traust og trúverðugleika sem auðveldar mönnum að fá fólk til fylgis við sig. Það sem skiptir máli Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um það hvernig stjórnendur eiga að bera sig að fyrstu 90­100 dagana, eða fyrstu þrjá mánuðina í nýju hlutverki, vilji þeir ná árangri. Einnig er að finna ógrynni upp lýsinga í greinum á netinu um þetta málefni. Michaels Watkins, sem skrifaði bókina The First 90 Days, er á þeirri skoðun að það sé ekki einungis hæfni stjórnandans sem ræður úrslitum um hvort honum tekst að ná árangri eða ekki. Mistökin felast einnig í því að menn meta ekki stöðuna eða umhverfið rétt eða þá skortir sveigjanleika til að bregðast rétt við aðstæðum. Verkefni eru ólík og aðstæður breytilegar og því verður að meta aðstæður og gera nýjar áætlanir í hvert sinn. Watkins ráðleggur stjórnendum að huga að 10 mikilvægum atriðum vilji þeir auka líkur á góðum árangri. Flestar þær uppskriftir sem ég hef rekist á í þessu sambandi ber að sama brunni og fela í sér svipaðar áherslur. 10 mikilvæg atriði 1. Skiptu um hlutverk – Það getur verið mikil áskorun að hætta í fyrra starfinu og þeim verkefnum sem því fylgdu og stíga inn í það nýja, sérstaklega ef staðan er innan sama fyrirtækis. Einnig er ekki sjálfgefið að stjórnendur átti sig á því að aðferðir sem gáfust vel í fyrra starfi eru ekki endilega lykillinn að árangri á nýjum vett vangi. Það er því mikilvægt að endurmeta aðstæður og gera áætlanir og hegða sér í samræmi við aðstæður á nýjum stað. 2. Lærðu hratt – Það er mikilvægt að læra eins hratt og kostur er um allt sem skiptir máli um fyrir tæk ið, markaði, vörurnar, tækn ina, kerfin og skipulagið. En líka um fyrir ­ tækis menninguna og pólitíkina í fyrirtækinu og í kring um það. Í þessu felst að þú þarft að gefa Sigrún Þorleifsdóttir stjórnunarráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. Fyrstu 100 dagarnir stjórnun Stjórnendur á tímamótum: Það eru tímamót í lífi allra stjórnenda þegar þeir taka við nýju starfi, nýjum verkefnum eða þegar nýtt ár gengur í garð. Slík tíma mót fela í sér tækifæri. Oftar en ekki byggist starfsframi stjórn andans á því hvernig haldið er á spilum við þessar aðstæður og hvaða árang- ur næst. En hvernig geta stjórnendur undirbúið sig og aukið líkur á góðum árangri? Franklin D. Roosevelt. Fyrstu 100 dagarnir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.