Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 41

Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 41
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 41 þér tíma til að hitta og ræða við stjórn endur og starfsmenn. Yfir þig hellist mikið magn upplýsinga og lykilatriði er að ná að greina hvað skiptir máli og tileinka sér það. 3. Rannsakaðu aðstæður – Það er ekki til ein uppskrift sem tryggir árangur. Það er nauðsynlegt að rannsaka aðstæður í hverju til ­ felli fyrir sig og klæðskerasníða lausnina í takt við tækifæri og ógnanir. Það getur verið varasamt að koma inn með fyrirfram ákveð ið plan. Gefðu þér tíma til að kanna og meta aðstæður og aðlagast ef þörf krefur. 4. Smásigrar eru mikilvægir – Smásigrar auka traust og skapa trúverðugleika. Þeir auðvelda þér að fá fólk til fylgis við þig og hugmyndir þínar þar sem fólk upplifir að góðir hlutir séu að gerast. Þetta getur reynst nauð syn­ legt til að undirbúna jarð veg inn fyrir viðameiri breytingar. Það er því mikilvægt að grípa strax tækifæri til að vinna að úrbótum, með hagræðingu eða með því að auka tekjur eða draga úr kostnaði og gera árangurinn sýnilegan. 5. Tryggðu þér stuðning – það er mikilvægara en nokkuð annað að yfirmenn þínir, stjórn, forstjóri eða framkvæmdastjóri, séu með þér í liði og að þú njótir stuðnings. Væntingar þeirra til þín þurfa því að vera alveg skýrar og áform þín þurfa að vera þeim ljós. Þetta þýðir að það er nauðsynlegt fyrir þig að hafa greiðan aðgang að þeim og eiga mörg og góð samtöl um aðstæðurnar, væntingar þeirra, leiðir og aðföng. Eins þarftu stuðn ­ ing varðandi persónulega þróun ef til dæmis þú vilt sækja þér við ­ bótarþekkingu eða þjálfun. 6. Vertu í takt og samkvæmur sjálfum þér – Því meiri ábyrgð sem þér er falin í fyrirtækinu því meiri ábyrgð berð þú á því að samræmi sé í framtíðarsýn, stefnu, skipulagi, ferlum og hæfni starfsfólks. Ef ljóst er að gera þarf breytingar á einhverjum þessara þátta til að ná árangri er nauð­ synlegt að horfast í augu við það, ræða um það opinskátt og taka á málum, jafnvel þó að það geti reynst mikil áskorun. 7. Byggðu upp teymið – Ef þú ert að taka við teymi sem fyrir er þá er nauðsynlegt að vega og meta bæði liðsmenn og skipulag. Það kann að vera nauðsynlegt að gera breytingar í takt við áherslur og markmið. Hæfni þín til að velja rétta fólkið er mikilvæg og hversu hratt þú horfist í augu við erfiðar ákvarðanir varðandi mönnun og gerir breytingar skiptir miklu máli. Uppbyggingu teymis þarf að skipuleggja og vinna kerfisbundið og stefnumiðað. 8. Sæktu þér liðsauka – Árangur þinn mun ekki eingöngu ráðast af því hversu vel þér tekst að vinna með þínum yfir­ og undir­ mönnum. Stuðningur annars starfsfólks í fyrirtækinu og aðila utan fyrirtækisins er einnig mjög mikilvægur. Það er því mikil­ vægt að greina sem fyrst hvar er mikilvægt fyrir þig að eiga stuðn­ ingsmenn og liðsauka. Leggja þarf áherslu á að byggja upp og rækta tengsl og samband við þessa aðila með góðum samskiptum. 9. Haltu jafnvægi – Vegna álags­ ins sem fylgir því að vera í stjórnunarstöðu, takast á við ný verkefni og gera breytingar er nauðsynlegt að vera í góðu andlegu jafnvægi. Hættan á að gera mistök, missa yfirsýn, einangrast og taka slæmar ákvarð­ anir eykst ef andleg og líkamleg heilsa er ekki góð. Það er því mikil vægt að huga að eigin heilsu og gefa sér reglulega tíma fyrir fjölskyldu og vini, til að hreyfa sig, borða hollan mat og hvíla sig, þrátt fyrir að álag sé mikið og lítill tími aflögu. 10. Hugsaðu um aðra – Það er líka mikilvægt að hugsa um fólkið í kringum sig. Hvernig getur þú hjálpað því að vaxa og ná sínum besta árangri? Hvort sem það eru undirmenn, yfir­ menn eða jafningjar. Því meiri árangri sem þau ná, því meiri verður árangur þinn. Allt hefur þetta keðjuverkandi áhrif. Varð andi góðan árangur þá er það tvímælalaust eitt af því áhrifamesta, þegar upp er staðið, hvernig þér tekst að virkja fólkið með þér. Hægara sagt en gert Það er ekki margt á þessum lista sem kem ur á óvart. Það sem kemur á óvart er hversu fáum tekst að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum þegar á hólminn er komið. En hvers vegna? Ég er sammála þeim sem halda því fram að við horfum of sjaldan í spegilinn. Afleiðingin er sú að við þekkjum okkur ekki sérlega vel. Eigin styrkleika og veikleika og hvaða áhrif okk­ ar eigin hæfni hefur á árangur. Athyglin er á fólkinu í kringum okkur, yfirmönnum, undirmönnum og jafningjum, jafnvel fyrrverandi stjórnendum eða aðstæðum í umhverfinu. Okkar eigin frammistaða er ekki það sem fær mesta athygli. Með því að taka okkur tíma reglulega, undirbúa okkur betur, vega og meta stöð­ ugt eigin frammistöðu, draga lærdóm af því sem er að gerast og horfa markvisst fram á veginn getum við aukið líkur á góð um árangri. Það vita allir að íþróttafólk dregst aftur úr ef það æfir ekki. Mörgum stjórnendum reynist vel að nýta sér aðstoð stjórnendaþjálfara (Executive Coach) eða leiðbeinanda (Mentor) við þessar aðstæður og mörg erlend stórfyrirtæki gera það að skilyrði þegar nýir stjórnendur taka við störfum. Það væri þó bæði ósanngjarnt og ósatt að fullyrða að þeir sem ekki nýta fyrstu 100 dagana vel eigi ekki möguleika á að ná góðum árangri síðar. Mistök eru oft lykill­ inn að mikilvægum lærdómi. Mörg um sem farið hafa illa af stað hefur tekist að rétta úr kútnum. Því fylgir þó óneitanlega meiri áhætta og það getur tekið lengri tíma að koma málum áfram. Það leikur því enginn vafi á að góð byrjun gefur góða forgjöf, gerir eftirleikinn auðveldari og minni tími fer til spillis. Því ættu ekki bara stjórnendur heldur líka stjórnmálamenn að huga að þessu um þessar mundir. BæKuR um FysTu 90-100 Dagana: the new Leader’s 100-day action Plan. Höfundur: George B. Bradt o.fl. the first 90 days: Critical success strategies for new Leaders at all Levels. Höfundur: Michael Watkins. Your first 100 days in a new executive job: Powerful first steps on the Path to Greatness. Höfundur: Robert Hargrove. Your first 100 days: How to make maxim um impact in your new leadership role. Höfundur: Niamh O’Keeffe.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.