Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 51

Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 51
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 51 sem þú getur bara haft skoðanir á eða áhyggjur af – en engin áhrif? • Hvort fer meiri orka í það hjá þér að hugsa um allt það sem þú átt eftir að gera – eða að demba þér bara strax í verkefnin og fagna því sem þú þegar hefur lokið? • Reynir þú að stýra krefj­ andi verkefnum og fund­ um inn á ákveðinn tíma dags sem þú telur að sé þinn besti tími – tími sem þú ert sérstaklega vel upplagður á? • Gætirðu hugsanlega stýrt orkunni þinni þannig að þú hefðir jafna orku allan daginn og að það væri alltaf „þinn tími“? Það er staðreynd að í núver­ andi efnahagsástandi krefjast margir vinnustaðir bættrar frammi stöðu og meiri afkasta af starfsfólki sínu, meðal ann­ ars með því að biðja það að sinna fleiri verkefnum en áður, til að mynda vegna fækkunar starfsfólks. Því miður virðist starfsfólk oft ekki kunna aðrar leiðir til að mæta þessum kröfum en með því að sleppa vinnuhléum og/eða með lengri vinnutíma, án þess að fá endilega greitt sérstaklega fyrir hann. Álag á vinnutíma og vinnutími hefur því verið að aukast eða lengjast hjá mörgum þrátt fyrir að mælingar hafi sýnt að fram- leiðni pr. vinnustund er minni hér á landi en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. Landsframleiðsla hér er vissu­ lega mikil í samanburði við mar- gar samanburðarþjóðir en við förum illa út úr þeim saman ­ burði þegar landsfram- leiðslan er skoðuð niður á unnar vinnu stundir. Lengri vinnudagur og aukið álag til lengri tíma er farið að leiða af sér langtímaþreytu, minni tryggð, aukin veikindi og fjarvistir. Það hefur augljóslega áhrif á rekstr arlegar niður stöður fyrirtækja. Hvað er þá til ráða? Árið 2007 birtist í Harvard Busi ness Review grein eftir Tony Schwartz og Catherine Mc Carthy með titilinn „Manage Your Energy, Not Your Time“ sem gæti útlagst sem „Stýrðu ork unni þinni, ekki tímanum þínum“. Þau eru bæði starfandi hjá „The Energy Project“ í New York og hafa unnið með fjölmörgum fyrirtækjum að því að skoða hvernig auka má eða endurnýja orku starfsfólks og vísa í grein- inni í fjölmörg áhugaverð dæmi og reynslusögur, m.a. frá Sony í Evrópu, Wachovia Bank í New Jersey, Ernst & Young o.fl. Greinin gengur mikið út á að minna okkur á að tíminn sé tak- mörkuð auðlind en orka okkar sé endurnýjanleg. Talað er um líkamlega, til finn­ ingalega, hugræna og andlega orku og ýmsar, oft á tíðum mjög einfaldar, leiðir nefndar sem við getum farið til að endurnýja orku okkar á hverju sviði. Athyglisvert er að ábyrgðinni á orku starfsfólks er varpað bæði á fyrirtækin og starfsfólkið sjálft. Starfsfólk er hvatt til að bera ábyrgð á sjálfu sér og gera sér grein fyrir því hvað það er kostn aðarsamt að hafa fólk í vinnu sem ekki hefur fulla orku til að sinna starfi sínu. Starfsfólk þarf því að sinna sjálfu sér og sinni heilsu vel, mataræði, svefni, hreyfingu, andlegu hliðinni, því sem gefur því orku og fleiru þvíumlíku þannig að það mæti úthvílt og fullt af orku til starfa á hverjum degi. Á sama tíma er starfsfólk hvatt til að huga að skilum á milli vinnu og einkalífs. Fyrirtækin verða svo að búa þannig að starfsfólki að það sé ekki keyrt áfram á síðustu orkudropunum og að því sé búin aðstaða og tækifæri til að endurnýja orku sína með reglu ­ legu millibili á vinnutíma. Einnig er talað um að það vera með of mörg verkefni í gangi í einu, þar sem hlaupa þarf á milli verkefna til að halda öllum boltum á lofti, verði til þess að öll verkefni taka allt að 25% lengri tíma, þar sem svo mikill tími og orka fer í að vera alltaf að koma sér inn í hlutina upp á nýtt (i.e. switching time). Það að vera með færri mál í gangi í einu og einbeita sér að núinu (i.e. mindfulness) geti því sparað heilmikinn tíma og pen inga, m.a. er sagt frá fram ­ kvæmda stjóra hjá Wachovia­ banka sem hefur stytt þann tíma sem það tekur hann að klára skýrslur um 67% með því ein ­ faldlega að slökkva á símum og loka að sér á meðan hann vinnur skýrslurnar, í stað þess að vera með allt í gangi á sama tíma. Þó að við sjáum það kannski ekki alveg fyrir að við getum í fljótu bragði fækkað hjá okkur verkefnum væri alla vega ráð að byrja að huga að orku sinni og hvernig má endurnýja hana og auka með því að sinna sjálfum sér vel líkamlega og andlega og taka sér tíma í að gera það sem gefur manni orku til að fást við það álag sem við flest búum við í leik og starfi. „Í staðinn fyrir að halda áfram að færa til verkefni í þeirri von að geta þannig „keypt“ tíma vil ég núna hvetja þig til að skoða frekar hvernig orkubúskapur þinn er. Hvað eyðir helst upp orkunni þinni og hvernig getur þú endurnýjað hana eða byggt upp að nýju.“ „Mikilvægt er að huga að orku sinni og hvernig megi endurnýja hana með því að sinna sjálfum sér vel líkamlega og andlega.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.