Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 54

Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 græðast. Enginn veit hvort þetta tekst. Nýjar flugvélar eru væntanegar, þrjátíu nýir áfangastaðir boðaðir og starfsfólki fækk að eina ferðina enn. Það þarf að lækka rekstrar kostnað um þriðjung til að standast samkeppnina. Orsök vandans er kunn. Á félaginu hvílir þung yfirbygging; staða þess gagnvart laun þegum er flókin því SAS er sett saman úr flugfélögum í þremur löndum með 35 stéttarfélögum. Og svo er flugflotinn of stór og of gamall og of bensínfrekur og þjónusta um borð of mikil. Keppinautarnir kasta ekki einu sinni brauðsneið í sína farþega. Hrægammar við dánarbeð Og nú eru spurningarnar: Tekst að bjarga SAS? Ef ekki, hver græðir á falli SAS? Við fyrri spurningunni er ekkert svar. Reynslan verður þar að skera úr. En það eru miklar vagaveltur varðandi síðari spurninguna. Hver græðir á falli SAS? Hver fyllir skarðið? Hvað verður um ein staka hluta félagsins? Verða farþegar einn daginn strandaglópar á flugvöllum um allan heim vegna þess að SAS – félag með þrjá stönduga ríkissjóði á bak við sig – er gjaldþrota og í höndum lánardrottna sinna? Óþarft og úrelt Ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Sænskur flugsérfræðingur að nafni Richard Björnelid hefur sagt að þetta sé ekkert mál. Tími hins opinbera skipulags á flugmálum sé liðinn og það fyrir nokkuð löngu. SAS sé óþarft og hverfi án mikillar röskunar. Samt verða líklega fjörbrot þegar og ef SAS hættir rekstri. Þá munu margir reyna að seilast eftir bita af kökunni. Augljósasta leiðin, ef allt fer í þrot að nýju, er að leysa félagið upp skipulega og koma fótum á ný undir félögin sem upp ­ haflega runnu saman sem Scandi nav ian Airlines System árið 1946. Þetta er ef til vill ekki fjarlægur mögu ­ leiki. Nú þegar er flug félagsins innanlands og á styttri leiðum á hendi dótturfélaga í hverju landi. Verði þetta niðurstaðan heldur mikið af rekstri SAS áfram án mik­ illa breytinga – og engir hrægammar bítast um leifarnar. Norðmenn búnir að tryggja sig? Umsvifamesti hluti SAS er nú í dóttur ­ félaginu SAS Norge. Þar eru flestir starfsmenn og flestir farþegar. Land ­ fræðilegar ástæður eru fyrir því að Norð ­ menn fljúga meira en nágrannarnir innan lands og utan. Ríkissjóður Noregs er í ábyrgðum fyrir SAS auk þess að eiga þar hlutafé. Eng inn veit hvaða veð voru tekin fyrir ábyrgðunum sem veittar voru í haust. Hitt er vitað að nokkrar dýrar flugvélar voru umskráðar til Noregs á sama tíma. Er það Plan­B hjá Norðmönnum að taka norska hlutann og reka hann sjálfstætt? Norska ríkisstjórnin hefur þegar sagt að samkeppni verði að haldast í fluginu. Stjórnin er á móti því að lággjaldafélagið Norwegian, undir sjórn Björns Kjos, nái fréttaskýring „Nú þegar er flug félags­ ins innanlands og á styttri leiðum á hendi dótturfélaga í hverju landi.“ Rickard Gustafson, forstjóri SAS.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.