Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 stefanía Katrín Karlsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri matorku: margrét guðmundsdóttir, forstjóri icepharma: Stefanía Katrín Karlsdóttir, stofnandi og fram ­kvæmda stjóri Matorku, fjallaði um tækni greinar og menntun. Hún sagði að í dag væru um 11% nem enda í hugbún aðarverkfræði konur, 34% í stærðfræði og 15% í tölvun ar­ fræði. „Ég veit ekki af hverju konur sækja ekki í meira mæli í tækni ­ nám,“ sagði Stefanía, „en ég hef þá skoðun að val ungmenna á námi sé mikið tengt staðal ­ ím ynd um; áhrif frá foreldrum og umhverfi.“ Stefanía sagðist vilja sjá konur alls staðar í tæknigreinunum – hún vill sjá konur stofna fyrirtæki og stjórna þeim. „Ég vil ekki að áherslan sé nær eingöngu, eins og hefur verið undanfarið, að konur eigi að vera í stjórnum fyrirtækja í eigu annarra. Mér finnst það ekki vera nógu góð nálgun heldur ætti hún vera á að eiga fyrirtæki.“ Stefanía benti á að um 7% fram kvæmdastjóra í bygginga­ og mannvirkjagerð væru konur og 14% í upplýsinga­ og tækni- geiranum. 25% framkvæmdas- tjóra í vísindalegri og tæknilegri starfsemi væru konur. Stefanía hvatti konur að setja markið á að stofna fyrirtæki, eiga fyrirtæki og stjórna þeim. Jafn framt væri mikilvægt að hvetja dætur sínar til að fara í tækninám. „Ég er þeirrar skoð ­ unar að ef við fjölgum stelpum í tækni­ og raungreinanámi séu meiri líkur á að þær hasli sér völl sem sérfræðingar í því að taka hugmyndir og þróa þær áfram og stofni fyrirtæki.“ Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Ice pharma og for maður Félags atvinnu rekenda, fjall­ aði í fyrirlestri sínum um konur og stjórnun og lagði áherslu á mikil- vægi þess að frum kvöðlar gerðu sér grein fyrir fyrirtækja rekstrinum sem slíkum. „Mér hefur skilist að það hái mörg um frumkvöðlum að þeir kunna ekki að reka fyrirtæki og lenda í vandræðum þegar upp er stað ið þar sem þeir halda að þeir geti gert allt sjálfir.“ Hún sagði að hafa yrði í huga hverjir væru valdir sem fjármögnunaraðilar og meta hvort hafa ætti fjölskyldu ­ meðlimi og vini í þeim hópi þar sem það gæti haft alvarlegar af ­ leiðingar ef reksturinn gengi svo ekki sem skyldi. „Það þarf að hafa verkaskipt­ ingu í huga – að sinna því sem maður er góður í og sem maður kann en fá aðra í lið með sér sem kunna hitt. Tannlæknirinn minn benti mér til dæmis á að hann væri í fyrirtækjarekstri en hefði í fimm eða sex ára háskólanámi ekki lært neitt um fyrirtækjarekstur.“ Margrét taldi upp þá þætti sem henni finnst skipta máli hvað varð ar frumkvöðlastarf: Hug mynd, markaðsrannsóknir ef þær eru raunhæfar, áætlanir, fjármögn­ un, ákvarðanataka, hraði, gildi, árangur, nálægð stjórnenda, upplýsingaflæði, traust, umbun og rekstrarþekking. Hvað varðar konur sem frum- kvöðla sagði Margrét að viss hætta væri á að þær ætluðu að gera allt sjálfar. „Konur færast kannski svolítið mikið í fang og þurfa að passa sig á að gera það ekki. Það þarf líka að muna eftir að fagna sigrum og umbuna þótt það sé verið að ná litlum áföng- um. Ég held að karlmenn séu oft miklu betri í því að halda upp á það sem vel er gert.“ 15% nemendA í TölV unaR- FRæði konur áætlAnir, upplýSingA flæði, TRausT, rekStrArþekking … „Ég vil ekki að áherslan sé nær eingöngu, eins og hefur verið undan­ farið, að konur eigi að vera í stjórnum fyrirtækja í eigu annarra.“ Stefanía Katrín Karlsdóttir. Margrét Guðmundsdóttir. „Konum sem frumkvöðlum hættir til að færast kannski of mikið í fang og gera allt sjálfar.“ svana gunnarsdóttir, fjárfest­ ingastjóri frumtaks: Svana Gunnarsdóttir, fjár-festingastjóri Frumtaks og frumkvöðull, fjallaði um reynslu og feril frum- kvöðuls. Hún sagði að það eina sem fólk gæti verið öruggt um væri að aðstæður væru síbreyti- legar og ekkert væri öruggt. Það tæki á að vera frumkvöðull og krefðist mikillar þrautseigju og þolinmæði. „Erfiðleikar frumkvöðla eru að það reynist oft erfitt að koma nýj­ um hugmyndum í framkvæmd,“ sagði Svana benti á að það væri eðlislægt að vera frumkvöðull og að þeir þyrftu að læra aðferðir til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Svana kom með ýmis ráð svo sem að samningatækni hefði mikið að segja um hvernig til tækist. Hún talaði um mikil vægi tengslanets, nauðsyn þess að halda áfram að læra, finna leið beinanda sem hefði reynslu, þekk ingu og tengslanet og hún benti á mikilvægi þess að gefa sér tíma í að skoða vandlega hvernig teymið yrði sem sterk­ ast, hvar veikleikar viðkomandi væru: Frumkvöðull á að styrkja sig í því sem hann er bestur í og ráða aðra í að sinna öðrum þáttum. Þá talaði Svana um jafnvægi í lífinu og að fá næga hvíld. „Tölfræðin segir að yfir 90% frumkvöðla segjast vinna meira en fjörutíu tíma á viku en ég held að þessi mikli vinnutími skili sér engan veginn í aukinni framlegð.“ Svana sagði gott fyrir fyrirtæki að hefja rekstur á Íslandi. „Fram- farir í tækni hafa opnað Ísland fyrir endalausum tækifærum og netið hefur komið okkur í nálægð við umheiminn og auðveldað mjög alþjóðavæðingu. Við þurf um að vinna náið saman sem sam­ félag. Það þarf að gera Ísland frum kvöðlavænna, til dæmis með skattaívilnunum fyrir fjárfesta, það þarf að létta á persónu legum ábyrgðum og hafa meira um- burðarlyndi gagn vart gjaldþrot­ um.“ endAlAuS TæKiFæRi á íSlAndi Svana Gunnarsdóttir. „Það þarf að gera Ísland frumkvöðlavænna til dæmis með skattaíviln­ unum og hafa meira umburðarlyndi gagnvart gjaldþrotum.“ frumkvöðLar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.