Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 76

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 76
76 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Árnason reka fimm fataverslanir á Akureyri. Ein þeirra er í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi, hinar fjórar í miðbæ Akureyrar. Hjá þeim starfa um þrjátíu manns í allt, þar af tíu í fullri vinnu, aðrir í hlutastörfum. Guðrún hefur staðið í verslunarrekstri um langa hríð, hún fagnar þrjátíu ára kaupmannsafmæli sínu í vor en fyrstu verslun sína opnaði hún í miðbæ Akureyrar 2. maí 1983. É g ætlaði aldrei út í þennan bissness, var í allt öðru og ekki á þeim buxunum að skipta um starf,“ segir Aðalsteinn, en hann kom inn í reksturinn eftir að þau Guð rún kynntust um miðjan tí unda áratuginn. Verslun þeirra á Glerártorgi heitir Gallerí stelpur og er eins og nafnið gefur til kynna sér verslun með kvenfatnað. Við Ráðhústorg­ ið eru þrjár af versl unum þeirra; Gallerí, sem að hluta er rekin í samstarfi við NTC í Reykjavík, GS Akureyri og Outlet Akureyri. Í þeirri síðastnefndu er til sölu fjölbreyttur og ódýr fatnaður á bæði kynin. GS Akureyri er kven ­ fataverslun þar sem m.a. eru í boði dönsk og spænsk merki og flytja þau fatn aðinn að hluta til sjálf inn. Áður ráku þau verslun undir nafninu Fargo þar sem Out- let Akureyri er nú og segj ast að líkindum opna hana á ný síðar. reka fimm fataverslanir á akureyri hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og aðalsteinn Árnason: TexTi oG Myndir: MarGréT ÞÓra ÞÓrsdÓTTir „Álagningin er minni hér fyrir norðan, þó svo að við þurfum að greiða aukalega fyrir flutning frá Reykjavík og til Akureyrar.“ versLun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.