Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 78

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 78
78 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Þröstur Elliðason hefur náð góðum árangri í fiskrækt á Jöklusvæðinu í Jökulsárdal og Jökuls árhlíð eftir að Kárahnjúkavirkjun var reist Þröstur Elliðason, fisk­eldis fræðingur og for stjóri Strengja, hefur náð ótrúlegum árangri í fiskrækt á Jöklusvæðinu í Jökuls árdal og hefur veiðin marg faldast þar á undanförnum árum. Þar sem áður beljaði fram mórautt jökulvatn Jökulsár á Brú, sem neðar nefndist Jökulsá á Dal, um hrikalegan farveg rennur nú blátær berg- vatnsá stóran hluta ársins. Vatnsfall þetta nefnist í dag­ legu tali Jökla og það og hliðar­ árnar Laxá, Fossá og Kalda, sem renna í Jöklu í Jökuls árhlíð neðan brúarinnar á þjóðvegi 1, hafa verið vettvangur merki- legrar fiskræktartilraunar sem Þröstur hóf á árinu 2007. Markmiðið er að gera vatna ­ svæði Jöklu að gjöfulu laxveiði ­ svæði og hefur árangur verið fram ar vonum. Í fyrrasumar voru færðir til bókar 565 veiddir laxar á svæðinu en sl. sumar dró held ur úr veiðinni og veiddust 384 laxar. Sennilega skýrist þetta mest af því að Jökla fór á yfirfall í Hálslóni mánuði fyrr en í fyrra og var því óveiðandi að kalla frá þeim tíma, þótt berg­ vatns árnar, Laxá, Kaldá og Fögru ­ hlíðará hafi verið í góðu lagi. Eru það mikil umskipti frá því sem var þegar nokkrir tugir laxa veiddust árlega í hliðaránum. Jöfn stígandi hefur verið í lax- veiðinni öll árin frá 2007 en þá veiddust 122 laxar á svæðinu. Það er Veiðiþjónustan Strengir sem er leigutaki Jökluvæðisins og Fögruhlíðarár, sem rennur til sjávar skammt frá ósi Jöklu, en síðastnefnda áin var aðallega þekkt fyrir góða bleikjuveiði til skamms tíma. varð að blátærri bergvatnsá TexTi: eiríKur s. eiríKsson / Myndir: eiríKur s. eiríKsson oG fleiri BeLjanDi jöKuLFLjót Laxveiði

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.