Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 79

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 79
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 79 varð að blátærri bergvatnsá Þröstur Elliðason, fiskeldisfræð­ ingur og forstjóri Strengja, stjórn­ ar fiskræktarverkefninu en hann hefur á liðnum árum vakið at­ hygli fyrir góðan árangur á sviði gönguseiðasleppinga, fyrst í Ytri­Rangá, síðar í Breiðdalsá og nú síðast á Jöklusvæðinu. Við tókum Þröst tali og for vitn ­ uðumst um gang mála í Jökuls ­ árdal og Jökulsárhlíð en fyrst nokkur orð um Jökulsá á Brú/Dal. Hálslón tekur við jökulvatn inu Forsenda þess að hægt var að ráðast í fiskræktarverkefnið í Jöklu var tilkoma Kárahnjúka­ stíflu en með gerð hennar mynd aðist Hálslón ofan við Hafrahvammagljúfur og Kára ­ hnjúka. Stærð lónsins miðað við hámarksstöðu er 57 fer kíló metrar og í það safnast jökul vatnið sem veitt er um jarð göng að Fljóts- dalsstöð en raf orkuframleiðsla þar hófst 30. nóvember 2007. Á meðan Hálslón er að fyllast þornar efsti hluti Jöklu svo að segja upp en vatnsmagnið eykst svo eftir því sem neðar dregur vegna þeirra bergvatns­ áa og ­lækja sem renna í far veginn. Það er svo ekki fyrr en Hálslón fyllist og fer á yfirfall að Jökla fær sinn gamla jökullit. Við það spillast veiðimöguleikar í ánni en hliðarárnar í Jökuls ­ árhlíðinni standa eftir sem áður fyrir sínu. Undanfarin ár hefur Hálslón ekki farið á yfirfall fyrr en í sept­ ember en vatnsbúskapurinn á hálendinu ræður því hvenær lónið fyllist. Menn áttuðu sig á möguleikum Jöklu sem lax ­ veiðisvæðis á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar en það var Þröstur sem varð fyrstur til og tók vatnasvæðið á leigu árið 2007. Umfangsmiklar seiða- sleppingar „Við höfum staðið að göngu­ seiða sleppingum í hliðarán­ um Laxá, Fossá og Kaldá í Jökulsárhlíð auk Fögruhlíðarár og einnig höfum við sleppt göngu seiðum í hliðarárnar Hvanná og Hnefilsdalsá í Jökuls árdal. Í öllum þessum ám eru sleppitjarnir fyrir gönguseið­ in og einnig höfum við sleppt sumaröldum seiðum á góðum uppeldissvæðum flest árin. Fjöldi gönguseiða hefur verið á bilinu 25 til 65 þúsund seiði á ári, utan hvað við slepptum mun færri seiðum fyrsta árið. Fjöldi sumaralinna seiða hefur verið frá 10 og upp í 40 þúsund á ári. Fyrsta árið fékk ég undanþágu til að nota laxaseiði af stofni Breiðdalsár en eftir það hafa slepp ingarnar alfarið byggst á því að við höfum veitt lax í klak á vatnasvæði Jöklu og notað hann til undaneldis.“ Hátt hlutfall stórlax Ekki er annað hægt að segja en að árangurinn lofi góðu því metveiði hefur orðið á vatna ­ svæðinu á hverju sumri. Sum ­ arið 2007 veiddust 122 laxar, 185 ári síðar, 319 sumarið 2009, 349 sumarið 2010 og í fyrra nam veiðin 565 löxum. „Þetta var mest smálax, eða fiskur sem skilaði sér eftir eitt ár í sjó, til að byrja með en hlutfall stórlax eða svokallaðs tveggja ára fisks hefur aukist jafnt og þétt og í fyrra var hlutfallið 30 til 40%,“ segir Þröstur en það er óvíða hærra á landinu. Endur­ heimt stórlaxins hefur verið mönnum hugleikin á undanförn­ um árum enda stefndi í það á tímabili að tveggja ára laxinn hyrfi úr velflestum ám landsins. Við því hefur verið brugðist mjög víða með því að gera veiði­ mönnum skylt að sleppa öllum veiddum laxi yfir 70 cm að lengd. Vonast menn til þess að það stuðli að endurheimt stórlaxa ­ stofna í laxveiðiám landsins. Umdeildur fiskvegur Veiðisvæði Jöklu gæti verið rúmir 100 km að lengd en nátt­ úru fyrirbærið Steinboginn, sem er ekki langt fyrir ofan brúna á þjóðveginum og um 40 km frá ósi, hefur torveldað laxi för upp ána. Þegar vatnsmagn er lítið rennur áin undir Steinbogann í gljúfur fyrir neðan þannig að þar er hægt að ganga þurrum fótum yfir ána. Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur styr staðið um hvort leyfa skuli gerð fiskvegar í urðinni við hliðina á Steinboganum en leyfi fyrir þeirri framkvæmd hefur þó verið gefið út. Þegar ráðist var í fram- kvæmdir í vor þótti skyn samlegt að hafa fiskveginn heldur breiðari og dýpri en fram kvæmdaleyfið kvað á um og var því harðlega mótmælt af mörgum og þess krafist að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Að sögn Þrastar var brugð ist við því með að hverfa til fyrra fyrir komulags. „Vinnan við laxastigann er á fullu. Það er unnið samkvæmt upphaflegri áætlun og ef allt geng ur að óskum ætti því verki að ljúka í síðari hluta júlí ­ mánaðar.“ Sex stangir á 50 km veiðisvæði Leyfð er veiði með mest sex stöngum á dag á vatnasvæði Jöklu en núverandi veiðisvæði með hliðaránum er um 50 km langt. Veiðimenn hafa aðstöðu í hinu glæsilega veiðihúsi Hálsa- koti skammt frá Kaldá. „Þarna var félagsheimili sem við keyptum og breyttum í þjón ustuhús. Síðan voru sett upp nokkur smærri hús og þar er aðstaða fyrir veiðimenn í sjö tveggja manna herbergjum sem öll eru með snyrtingu og sturtu,“ segir fiskræktarfrömuðurinn Þröstur Elliðason. Framtíðin ein getur skorið úr um framhald fiskræktarverk­ efnisins í Jöklu og hvort lax nær fótfestu á efri hluta þessa víðfeðma vatnasvæðis. Veru­ legir hagsmunir eru í húfi því gjöfular laxveiðiár geta skapað miklar tekjur, jafnt fyrir veiði­ rétt areigendur sem og þá sem þjónusta veiðimenn heima í héraði. Árangurinn lofar góðu því metveiði hefur orðið á vatna­ svæðinu á hverju sumri. Sumarið 2007 veiddust 122 laxar en í fyrra nam veiðin 565 löxum. Vatnasvæði Jöklu Jökla og hliðarárn ar Laxá, Fossá og Kalda Veiðimaður með væna bleikju úr Jöklu en veiði á staðbundinni bleikju í efri hluta árinnar hefur aukist mikið hin síðari ár auk þess sem bleikjan hefur farið stækkandi. Kampakátur veiðimaður með fallegan lax úr veiðistaðnum Steinboganum í Jöklu. Veiðihúsið fyrir Jöklusvæðið er í Jökulsárhlíðinni steinsnar frá Kaldá. Mynd/ESE.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.