Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 83

Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 83
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 83 Af þessum ástæðum skipti svo miklu máli, bæði fyrir Sjálf-stæðisflokkinn og nýjan formann hans, að vel yrði staðið að brotthvarfi Geirs Hallgrímssonar af vettvangi stjórnmál anna og á þann veg að hann væri sáttur við. Það mistókst. Að einhverju leyti var ástæðan sú að Þorsteinn Pálsson hafði ekki skilning eða virtist ekki hafa skilning á mikilvægi þess að hin raunverulegu valdaskipti í Sjálfstæðisflokknum gengju fyrir sig á þann hátt að allir aðilar væru sæmilega sáttir. Kannski var hann of ungur, enda aðeins 35 ára gamall, þegar hann var kjörinn formaður og hafði þess vegna ekki öðlast nægilega lífsreynslu til þess að átta sig á að það var grundvallaratriði fyrir hann sjálfan og flokkinn að umgengni hans við forvera sinn væri hafin yfir gagnrýni. Á móti kemur að samtal hans við Matthías Johannessen, sunnu­ dag inn 6. október, þegar hann sagði að þau orð Geirs klingdu stöð ugt í höfðinu á sér að hann væri ósáttur við niðurstöðuna, bendir til þess að honum hafi ekki verið rótt. Og svo er auðvitað hugs anlegt að Þorsteinn hafi einfaldlega viljað hrista af sér allt Geirsliðið og vera því ekki háður um eitt eða neitt. Það er athyglisvert hvað eftirmenn eiga stundum erfitt með að halda eðlilegu sambandi við forvera sína og er þekkt sálfræðilegt fyrirbæri í samskiptum fólks. Niðurstaðan leiddi til þess að flokkskjarninn, sem hafði staðið að baki Geir í gegnum þykkt og þunnt, tók Þorsteini með fyrirvara. Það átti eftir að veikja hann í ólgusjó stjórnmál anna næstu árin, m.a. þegar ríkisstjórn hans sprakk í loft upp síðla sum ars 1988 og hafa veruleg áhrif í formanns kjörinu á milli Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar 1991. Með þeim Davíð og Geir tókst mikil vinátta. Gamlir liðsmenn Geirs Hall- grímssonar fundu að Davíð Odds son hafði sýnt Geir þá virðingu sem þeir töldu að Þorsteinn hefði átt að sýna honum. Þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvað Bjarni Benediktsson hafði mikinn tíma til að sinna mér og öðru ungu fólki í Sjálf stæð­isflokkn um á þeim árum. Ef eitthvað bjátaði á í þeim sam ­ skipt um leysti hann það með þeim hætti að við urðum enn sterkari stuðn ings menn hans eftir en áður. Mér sinnaðist við hann vegna húsnæðismála ungs fólks. Dag einn spurði Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hvort ég mundi þiggja boð í þingflokksveizlu Sjálfstæðisflokksins en innan flokksins fóru sögur af þeim veizlum. Ég þáði boðið. Þegar líða tók á kvöldið sá ég að Bjarni fór að nálgast mig og sagði svo aðrir hey- rðu: Þessi ungi maður er reiður út í mig. Gekk svo í burtu. Kom svo aftur og sat yfir mér í marga klukkutíma langt fram á nótt. Hvernig er hægt annað en að fylgja slíkum foringja?! Við, ungir menn í Sjálfstæðisflokknum, litum á Geir sem okkar „Kenn edy“, en John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, hafði hrifið ungt fólk um allan heim á forsetaferli sínum nokkrum árum áð ­ ur. Við Hörður Einarsson, síðar hæstaréttarlögmaður, höfðum staðið saman á torginu fyrir framan ráðhúsið í Schöneberg í Berlín og orðið vitni að því, ásamt hálfri milljón Berlínarbúa, hvers konar áhrif Kennedy hafði á fólk þegar hann flutti hina frægu ræðu sína: Ich bin ein Berliner. Meginverkefni vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, sem mynduð var sumarið 1971, voru tvö samkvæmt stefnuyfi r ­lýsingu ríkisstjórn arinnar. Annars vegar uppsögn varnar- samningsins við Bandaríkin og brottför varnarliðsins. Hins vegar útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur ári síðar, 1. september 1972. Að auki átti ríkisstjórnin eftir að lenda í miklum hremmingum vegna óðaverðbólgu sem fór af stað í stjórnartíð hennar, þótt hún nyti þess hins vegar mjög hvað mikil hækkun varð á íslenzkum fiskafurðum í Bandaríkjunum, sérstaklega á árinu 1973. Þetta var auðvitað rétt. Að baki heimboði Heaths til Ólafs lágu mikil samskipti á milli stjórnvalda í Washington, forráðamanna Atlants­ hafsbandalagsins og brezku ríkisstjórnarinnar. Í raun var sagt við Breta bæði í Washington og Brussel: Þið verðið að koma þessari deilu út úr heiminum. Það eru meiri hagsmunir fyrir okkur að hafa Íslendinga með okkur vegna legu landsins. Bandaríkjamenn skildu stöðuna á Íslandi rétt á valdatíma vinstri stjórnarinnar 1971–1974. Þeir gerðu sér grein fyrir að á meðan landhelgisdeilan væri óleyst var varnarstöðin í hættu. Hér var frá ­ bær bandarískur sendiherra, sem hafði tengsl inn í alla flokka og talaði af hreinskilni við Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, reyndar af slíkri hreinskilni að mér þótti stundum nóg um og hingað komu háttsett ir áhrifamenn frá Washington til þess að kynna sér stöðu mála. Ný ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tók við völdum 28. ágúst 1974. Tvennt veikti hana í upphafi, þótt þeir veikleikar væru ekki sjáanleg ir með berum augum í fyrstu. Annað var að Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, sem var dóms málaráðherra í hinni nýju ríkisstjórn, virtist ekki eiga auðvelt með að sætta sig við að annar maður kæmi í hans stað í forsætisráðu ­ neytið. Óánægja hans birtist í fyrstu í því að hann sjálfur og aðrir héldu því fram, að hann hefði myndað þessa ríkisstjórn „fyrir“ Geir. Með því að hafa frumkvæði að skýrri stefnumörkun (innsk. FV ríkis stjórnar Geirs Hallgrímssonar 1974 til 1978) um útfærslu í 200 mílur hristi Sjálfstæðisflokkurinn af sér mis tökin frá 1971. Aðrir flokkar gátu aldrei fyllilega sætt sig við þá forystu sjálfstæðismanna. Lengst gekk Ólafur (Innsk. Jóhannesson) í þessari viðleitni sinni, þegar hann gaf fyrirmæli um að láta klippa á togvíra brezks togara á sama tíma og forsætisráðherra Íslands sat á fundi með brezkum ráðamönnum í London í janúar 1976. Sú gerð Ólafs vakti, eins og við mátti búast, spurningar í hugum brezkra ráðamanna um það hver staðan væri innan ríkisstjórnar Íslands. Hinn veikleikinn, sem hin nýja ríkisstjórn lagði upp með, var að „Alllöngu áður en hann birti opinberlega ákvörðun sína um að hætta kallaði hann Þorstein og Davíð Oddsson, sem þá var nýlega orðinn borgarstjóri, á sinn fund og greindi þeim frá því að vilji hans stæði til þess að annar hvor þeirra tæki við flokksformennskunni. Vildi Geir að þeir gerðu það upp sín í milli hvor færi í framboð.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.