Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 87

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 87
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 87 eigin konu mína, en á einhvern sérkennilegan hátt færði þessi atburður okkur nær Guði,“ hefur verið haft eftir honum. Á þessu tímabili snæddi hann einu sinni hádegisverð með vini sínum, prestinum Paul Perk in, en í samræðum þeirra bar á góma hvernig siðlegur starfsmaður olíufyrirtækis ætti að vera. Welby gaf hugsunar­ laust hið staðlaða svar: „Einhver sem smyr ekki ofan á reikning­ ana og stingur mismuninum í eigin vasa og sefur heldur ekki hjá einkaritaranum sínum.“ Perkin sagðist vera ósammála. „Nei, sagði hann við mig, það er bara venjuleg, heiðvirð, almennileg manneskja. Og ég hafði ekkert svar við því. Þetta fékk mig til að hugsa af alvöru um siðferði.“ Árið 1987 sagði Welby upp starfi sínu í olíubransanum og ákvað að gerast prestur. Síðan Welby tók vígslu hefur hann snúið margsinnis aftur til Nígeríu, sem sáttasemjari og boðberi réttlætis. Reynsla hans gerir hann að happafeng fyrir Libor­rannsóknina. Hann er ólíklegur til að falla fyrir persónutöfrum og spuna al­ manna tengslafulltrúa. Hann veit að fólk getur gert alls kyns slæma hluti og samt verið aðlaðandi og sannfærandi. Welby er fimmtíu og sex ára og fimm barna faðir með þægi- lega nærveru. Hann er spurður út í Occupy­hreyfinguna á Bret- landi en hún hafði bækistöðvar sínar um tíma í kirkjunni; St. Paul’s­dómkirkjunni. Occupy­hreyfingin en-durspeglar djúpstæða tilfinningu um að það sé eitthvað að og við verðum að horfast í augu við það og reyna að finna út hvað það er og hvernig má bæta úr því,“ segir hann hæglátlega. Ég bið hann að útskýra nánar því ég er ekki alveg viss um að ég hafi heyrt rétt. Er biskup sannfærður um að það sé rétt hjá samtökum eins og Occupy, sem sumir kalla öfgasamtök, að það sé eitthvað að í samfélaginu? Og það stendur síður en svo á svarinu. „Auðvitað höfðu þau rétt fyrir sér. Fullkomlega. Og allt sem við heyrum nú styður þá skoðun.“ Þetta færir okkur aftur að Libor ­hneykslinu og bankar ann­ sókninni. Hann er varfærnari í orðavali þegar það ber á góma. „Málið er enn í rannsókn og sem meðlimur í rannsóknarnefnd inni verð ég að hafa opinn hug.“ En hvað finnst honum um rannsóknarferlið sjálft? Finnst hon um það ekki vandamál þegar stjórnmálamenn, sem hafa fengið myndarlega fjár­ styrki frá fjármálageiranum og hafa margir áður verið áhuga ­ menn um að losa um reglu­ verkið, sitji nú í dómarasæti í nefnd sem rannsakar stórfellt fjármálamisferli sem gæti auð ­ veldlega snúið að þeim sjálf um? Welby greiddi atkvæði með því að dómstólarnir myndu leiða rannsóknina svo mig grunar að hann deili þessum áhyggjum mín um. „Ég hef ekki trú á að þarna verði hagsmunaárekstrar,“ svarar hann og ég finn á honum að við munum ekki komast lengra með þetta. Ég ákveð því að ræða meira um fjármála­ geir ann sem slíkan, City og bankana. Er þetta ekki bara eitt risastórt samsæri gegn al mennri velferð? Hagnaðurinn er einkavæddur, tapið ríkisins. Hvað græðir samfélagið á þessu? Almenn velferð er einmitt eitt helsta hugðarefni Welbys bisk­ ups. Hann vitnar í bréf páfans Leós XIII, Rerum Novarum frá 1891, sem sinn helsta áhrifa- vald í siðlegri hugsun. Í þessu bréfi, sem er viðbragð við þrælk unarvinnu verkamanna í iðnvæddum samfélögum, held ur páfi því fram að verkefni ríkisins sé að annast alla þegna sína, sérstaklega þó þá sem hafa minnsta burðina: „Ríkinu ber skylda til að gæta hags- muna allra þegna sinna, hvort sem þeir eru hárrar stéttar eða lágrar. Meðlimir hinna vinnandi stétta eru borgarar að upplagi og hafa sömu réttindi og hinir auðugu, þeir eru raunverulegur hluti af samfélaginu og líf þeirra og fjölskyldna þeirra er það sem gerir samfélag að sam- félagi. Það er því skylda hins opinbera að huga að velferð og þægindum hinna vinnandi stétta; ella er brotið gegn því lögmáli réttlætisins sem áskipar að hver og einn skuli fá það sem honum ber.“ Þegar Welby er boðið að ræða almennt um Rerum Novarum er auðvelt að sjá eftir hvaða hug sjónum hann mun starfa við bankarannsóknina. „Þegar einn hópur dregur til sín og einokar það sem gæti gagnast öllum er það afar djúp spilling. Þetta á við um fjármálageirann, um verðbréfasalana og um kirkjurnar sem halda því öll fram að þeirra leið sé sú eina rétta.“ Þetta er frekar áhrifa­ mikið efni. Hann heldur áfram: „Fjármálageirinn er ósegjanlega valdamikill. Því lengur sem ég rannsaka hann því meðvitaðri verð ég um spillingarmátt auð­ æfanna.“ En felst lausnin í því að skilja að fjárfestingabankana og þjónustubanka? Eitt stærsta vandamálið í bankakerfinu að margra mati er hin hættulega tvöfeldni bankanna sem annars vegar mikilvægar þjónustus- tofnanir við almenning og hins vegar áhættusæknir fjárhættu­ spilarar á markaði. Welby er ekki sannfærður um að þetta sé svona einfalt og bendir á að þýskir bankar, eins og til dæmis Deutsche Bank, hafi alltaf blandað saman fjárfestingum og þjónustuhlutverki án þess að lenda í vandræðum. Hann telur ástæðuna vera þá að þýsk stjórnvöld hafi gert kröfu um meira eigið fé og stærri varas- jóði til að verjast áföllum og tapi og einnig hafi reglu verkið verið betra. Á sama hátt hafi kanadískir bankar, eins og Tor­ onto Dominion and RoyalBank of Canada, ekki lent í vanda vegna þess að eftirlitsaðilar hafi haft meiri völd þegar kom að útborgun fjármagns. „Og að við leyfðum endurskoðendum að fela hluta af skuldastöðu bankans með því að hagræða tölum og skuldum þannig að tapið leit út fyrir að vera á núlli á upp gjörsblaði þegar það í raunveru leikanum hljóp á gríðarlegum fjárhæðum.“ Welby segir að skiptin frá opn­ um og mannstýrðum viðskipt­ um, þar sem kallari hrópaði tölur yfir verðbréfamarkað, yfir í rafræn viðskipti hafi tekið mann­ lega þáttinn úr jöfnunni. „Það er tvennt ólíkt að horfa í augun á einhverjum og vera óheiðarleg­ ur um leið og að vera falskur í síma eða tölvupósti.“ Welby er sammála heimspek­ ingnum Emmanuel Levinas sem hélt því fram að andlit þeirra sem við skiptum við sé hinn sanni völlur mannlegrar skuld- bindingar. Það að horfa beint í andlit þess sem þú skiptir við sé best til þess fallið að halda heiðarleika sínum. Biskupinn reynir eftir minni að vitna til bréfs frá hagfræðingn­ um John Maynard Keynes til rithöfundarins Virginíu Wolf: „Við erum lánsama kynslóðin, við erfðum kostina við trú feðra okkar en sluppum við sið ferðis ­ skyldurnar. Næsta kynslóð verður þræll lasta sinna og lang ana eins og hundar. Við eyði lögðum kristin dóminn og þau munu greiða fyrir það.“ Ég bendi á að Stephen Green (séra Stephen Green sen nú er lávarður, viðskiptaráðherra og höfundur bókarinnar Góð gildi, sem fjallar um fjármál og siðferði) var bankastjóri í HSBC ­bankanum á meðan þar var stundað peningaþvætti fyrir mexíkanska eiturlyfjabaróna og að hinn rammkaþólski John Var- ley hafi verið stjórnarformaður Barclays­bankans. Kristin trú ein og sér virðist ekki vera nægi leg vörn gegn fjármálamis­ ferli eða öðrum og alvarlegri mistökum. Welby vill ekki taka einstaka nafngreinda einstaklinga út og heldur fram þeim möguleika að yfirmenn stórfyrirtækja viti ekki alltaf hvað gengur á hjá fyrirtækjunum. „Stundum er ekkert annað í stöðunni en að treysta undirmönnum sínum.“ En þetta er samt stór spurning fyrir mann eins og Welby með þroskaða tilfinningu fyrir synd­ um jafnt stórfyrirtækja og eins- taklinga. „Keynes sá breysk­ leika mannanna en ekki nógu skýrt. Hann hélt að við gætum fengið nóg og verið sátt. Það er alveg ljóst að það gerist ekki hér í fjármálahverfinu. Mögu- leikinn á því að græða fjallháar upphæðir hefur afar spillandi áhrif á mannssálina.“ „Ég hef enga trú á algóðum einstakl­ ingum,“ heldur hann fram. „En ég trúi því að utanað­ komandi áhrif geti að einhverju leyti stýrt fólki í hvort það tekur réttar eða rangar ákvarðanir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.