Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 88

Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 88
88 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Á rni Samúelsson, bíókóngur með meiru, segir lífs ­ sögu sína í Árni Sam – Á fullu í 40 ár, sem nýkomin er út. Þar kynnumst við einstökum fram ­ kvæmda manni sem breytti kvik myndahúsamenningu Ís lendinga, ekki aðeins með því að bjóða alltaf upp á nýjustu kvik myndirnar og vera stund­ um með heimsfrumsýningar, heldur breytti hinu hefðbundna kvik myndahúsi með einum sal í fjölsala kvikmyndahús með fjöl breytt úrval kvikmynda. Ekki gekk þessi hugdjarfa ætlun hans, frekar en aðrar varðandi kvik myndabransann, hljóðlega fyrir sig þar sem hann barðist við Félag kvikmyndahúsaeig­ enda, sem höfðu skipt kökunni á milli sín og biðu með að sýna vinsælar kvikmyndir, í jafnvel nokkur ár, til að geta fengið þær ódýrt. Félagsmönnum var ekki vel við hinn framkvæmdaglaða Árna Samúelsson, sem hafði þó yfirleitt betur í baráttunni og gerði í raun Ísland að fyrirmyndar landi hvað varðar kvikmyndasýningar, svo eftir var tekið úti í hinum stóra heimi. Í bókinni kynnumst við einnig uppeldi og íþróttaferli Árna, hvernig hann hóf sinn bíórekstur í Keflavík sem og um svifamiklum verslunarrekstri hans og rekstri skemmtistaðar í bæjarfélaginu, aðkomu hans að sjónvarpi og útvarpi þar sem fróðleikur kemur fram sem kemur sjálfsagt mörgum á óvart og kynnumst einnig fjölskyldu- manninum Árna. Hér á eftir er gripið niður í þrjá kafla í bókinni sem skráð er af Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni. Höslum okkur völl í Reykjavík Fyrirtækinu Edda Film, með rit ­ höfundinn og ritstjórann Indriða G. Þorsteinsson í fararbroddi, hafði verið úthlutað lóð við Álfabakka 8 undir kvikmynda ­ fyrirtæki og kvikmyndahús, en kvikmyndahúsamenningu landsmanna Maðurinn sem BreYtti Bókarkafli – Árni Sam – Á fullu í 40 ár TexTi: HilMar Karlsson / Myndir: ýMsir Fjölskyldan á 25 ára afmæli Bíóhallarinnar 2007. Talið frá vinstri: Björn Árnason, Elísabet Árnadóttir, Alfreð Árnason, Guðný Ásberg Björnsdóttir og Árni Samúelsson. bíókóngurinn

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.