Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 88
88 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
Á
rni Samúelsson,
bíókóngur með
meiru, segir lífs
sögu sína í Árni
Sam – Á fullu í
40 ár, sem nýkomin er út. Þar
kynnumst við einstökum fram
kvæmda manni sem breytti
kvik myndahúsamenningu
Ís lendinga, ekki aðeins með því
að bjóða alltaf upp á nýjustu
kvik myndirnar og vera stund
um með heimsfrumsýningar,
heldur breytti hinu hefðbundna
kvik myndahúsi með einum sal
í fjölsala kvikmyndahús með
fjöl breytt úrval kvikmynda. Ekki
gekk þessi hugdjarfa ætlun
hans, frekar en aðrar varðandi
kvik myndabransann, hljóðlega
fyrir sig þar sem hann barðist
við Félag kvikmyndahúsaeig
enda, sem höfðu skipt kökunni
á milli sín og biðu með að sýna
vinsælar kvikmyndir, í jafnvel
nokkur ár, til að geta fengið þær
ódýrt. Félagsmönnum var ekki
vel við hinn framkvæmdaglaða
Árna Samúelsson, sem hafði þó
yfirleitt betur í baráttunni og gerði
í raun Ísland að fyrirmyndar landi
hvað varðar kvikmyndasýningar,
svo eftir var tekið úti í hinum
stóra heimi. Í bókinni kynnumst
við einnig uppeldi og íþróttaferli
Árna, hvernig hann hóf sinn
bíórekstur í Keflavík sem og
um svifamiklum verslunarrekstri
hans og rekstri skemmtistaðar
í bæjarfélaginu, aðkomu hans
að sjónvarpi og útvarpi þar
sem fróðleikur kemur fram sem
kemur sjálfsagt mörgum á óvart
og kynnumst einnig fjölskyldu-
manninum Árna. Hér á eftir er
gripið niður í þrjá kafla í bókinni
sem skráð er af Sigurgeiri Orra
Sigurgeirssyni.
Höslum okkur völl í Reykjavík
Fyrirtækinu Edda Film, með rit
höfundinn og ritstjórann Indriða
G. Þorsteinsson í fararbroddi,
hafði verið úthlutað lóð við
Álfabakka 8 undir kvikmynda
fyrirtæki og kvikmyndahús, en
kvikmyndahúsamenningu landsmanna
Maðurinn sem BreYtti
Bókarkafli – Árni Sam – Á fullu í 40 ár
TexTi: HilMar Karlsson / Myndir: ýMsir
Fjölskyldan á 25 ára afmæli Bíóhallarinnar 2007. Talið frá vinstri: Björn Árnason, Elísabet Árnadóttir,
Alfreð Árnason, Guðný Ásberg Björnsdóttir og Árni Samúelsson.
bíókóngurinn