Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 89
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 89 þeir félagar sáu sér ekki fært að byggja og skiluðu lóðinni. Edda film, sem var tengt Framsóknar- flokknum og Sambandinu, framleiddi meðal annars kvik- myndirnar Sölku Völku og 79 af stöðinni. Álfabakki 8 var í raun eina lóðin sem var á lausu í Reykja ­ vík sem hentaði undir eins bíla stæðafreka starfsemi og kvik myndahús er og sótti ég um hana 1980. Þótt nokkrir meðlimir í Félagi kvikmynda ­ húsaeigenda hefðu fallið í freistni og keypt af mér eina og eina mynd í laumi var félagið í heild sammála um að það væri engum til framdráttar að ég kæmist inn á markaðinn í Reykja vík. Varnarleikurinn sem þeir gripu til var að sækja um lóðina til málamynda og fengu þeir formann félagsins, Grétar Hjartarson í Laugarásbíói, til þess. Ég sá ekki fram á að mér tækist að knýja fram sigur einn og óstuddur og fór á fund Alberts Guðmundssonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Hann var þá borgarfulltrúi og alþingismaður. Við Albert náð um strax vel saman, enda gamlir Valsarar. Albert sagðist myndu gera það sem í hans valdi stæði til að ná hagstæðum úrslit um, eða niður ­ stöðu, fyrir mig. Skömmu síðar hringir Albert og segir: „Þetta er mikil barátta, maður.“ „Höfum við yfirhöndina?“ spurði ég. Albert vildi ekkert um það segja. „Þeir vildu vita hvenær þið gætuð byrjað fram kvæmdir.“ „Strax,“ svaraði ég kaldur. Vissi náttúrlega ekkert um það; hafði ekki kannað með lánafyrir­ greiðslu að neinu ráði. Líður nú og bíður. Albert hringir og segir: „Þetta var erf­ iður leikur. Það fór þrjú tvö“ „Þrjú tvö fyrir hvern?“ sagði ég. „Okkur,“ sagði Albert, „málið er í höfn.“ Ég vissi ekki hvert ég ætlaði af gleði. Það sem gerði útslagið var að Laugarásbíósmenn höfðu svarað sömu spurningu að þeir gætu byrjað framkvæmd ir eftir tvö til þrjú ár. Þegar það fréttist að okkur hefði verið úthlutað lóðinni var því spáð að við færum strax á hvínandi hausinn. Satt var það, þetta var risastórt verkefni. Ég skil vel þá sem spáðu á þá leið fyrir okkur. En ég var áræðinn og tók mestu áhættu lífs míns fyrr og síðar. Ferskt popp Flestir vita að straumhvörf urðu í matarmenningunni á Íslandi þegar Pétur afi Arnaldar Bjarna­ sonar vinar míns fór að fram leiða kornvikur og selja í búðir og bíó. Fljótlega breidd ist siðurinn um landið eins og frá sögn Sigríðar Arnljótsdóttur í blaðinu Frjáls þjóð frá 1955 ber með sér. Tvær ungar frænkur hennar komu í heimsókn og vildu kenna henni að poppa. Sigríður var yfir sig hrifin og vildi fyrir enga muni þegja yfir þessum nýja lærdómi sínum. „Eftir stutta stund byrja miklir smellir og skellir í pottinum, en varazt skyldi að taka hlemminn af til að forvitnast um, hvað sé að gerast, þá á maður á hættu að fá allt framan í sig. Hins veg ar er gott að skaka pottinn dálítið til að hindra að festist við pottinn. Þegar smellirnir hætta er potturinn tekinn af vélinni, og nú er óhætt að líta á matseldina. Ég hef sjaldan orðið eins hissa og þegar ég tók hlemminn af fyrsta pottinum – hann var sem sagt fullur af hvítu ilmandi popp korni.“ Ekki urðu minni straumhvörf nokkrum áratugum síðar þegar Björn sonur minn opnaði popp­ horn í Nýja bíói í Keflavík. Það var söluturn hinum megin við götuna sem seldi ferskt popp og gestir keyptu þar, bæði í hléinu og fyrir sýningar, og komu með í bíóið. Það tók spón úr aski okkar þannig að Björn setti upp poppvél, popppott í kassa með gulum hatti og hurð ­ um og seldi nýpoppað popp og ískalt kók. Það gekk ljómandi vel. Byltingin fór hægt af stað og það var að mörgu leyti mér að kenna að svo var. Ég hafði litla trú á því að selja heitt popp í bíó. Var ánægður með Maxí­poppið í skrjáfandi plastpok um frá Rafni Benediktssyni. Eftir að Björn var orðinn yfir­ maður Bíóborgarinnar hélt hann áfram að leggja til að við keypt­ um poppvélar. Bæði hafði hann reynslu af poppframleiðslunni í Keflavík og hafði séð slíkt tæki á Showest­sýningunni í Las Vegas sem við höfðum þá nýverið byrj­ að að sækja. En það var einn hængur á. Poppvélin sem þurfti að anna Bíóborginni var miklu stærri en vélin í Keflavík og dýr eftir því. Mér leist ekkert á að eyða svona miklu fé í poppvél. Ég borða ekki einu sinni popp. Björn hélt áfram að færa rök fyrir poppvélarkaupunum. Þeg ar það gekk ekki fór hann að heimta hana, þá að biðja um hana og að lokum að suða stanslaust. Að lokum gaf ég mig og sagði: „Hættu þessu suði drengur og kauptu þessa vél.“ Ég hefði betur sagt já á fyrsta degi vegna þess að poppið varð um leið gríðarlega vinsælt og skilaði fjárfestingunni fljótt til baka og vel það. Ísland hefur ekki verið samt síðan, og ekki aðeins Ísland, heldur Svíþjóð líka. Einu sinni komu hingað sænskir bíómenn í pílagrímsför. Þeir féllu kylliflatir fyrir poppvél­ inni og poppvæddu Svíþjóð í kjölfarið. Sú saga gekk víst um mig að ég hefði verið svo ánægður með poppvélina í Bíóborginni að ég hefði klappað henni á kvöldin. Það getur vel verið að ég hafi klappað vélinni í eitt eða tvö skipti, en ekkert meira en það. Kringlubíó Ragnar Atli Guðmundsson stjórnarformaður Kringlunnar og Bolli Kristinsson í versluninni Sautján komu að máli við okkur og viðruðu þá hugmynd að opna bíó í verslunarmiðstöðinni. Um þetta leyti var eignarhalds­ félag Kringlunnar að taka Albert Guðmundsson var mér innan handar þegar ég sóttist eftir lóð undir kvikmyndahús í Álfabakka. Þessi mynd er tekin af okkur í París, en hann var þá sendiherra Íslands í Frakklandi. „Við Albert náð ­ um strax vel saman, enda gamlir Vals­ arar. Albert sagðist myndu gera það sem í hans valdi stæði til að ná hagstæðum úrslit um, eða niður ­ stöðu, fyrir mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.