Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 96

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 96
96 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 A pplicon er hugbún­ að arfyrirtæki sem sérhæfir sig í inn­ leiðingu, ráðgjöf, þjónustu og þróun á lausnum fyrir SAP­, Vigor­ og Microsoft­viðskiptahugbúnað. Fyrirtækið, sem er í eigu Ný­ herja, hefur starfsstöðvar á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð og í heild starfa um 150 manns hjá fyrirtækinu. Guðjón Karl Þórisson er sölu­ og markaðs­ stjóri. „Starf mitt er fjölbreytt og skemmtilegt. Ásamt því að starfa í stjórnendateymi félagsins og koma að stefnumótun tek ég þátt í alþjóðlegu samstarfi með systurfélögum og stærstu birgj­ um okkar að markaðssetningu hér heima og ber ábyrgð á mark aðsmálum sem og tekju­ öfl un með sölu verkefna og hug búnaðarleyfa. Það er gríðarlega gaman að starfa í hugbúnaðargeiranum þessa dagana en mjög hröð þró un er á sviði viðskiptagreind­ ar, fjármálalausna sem og snjall símavæðingar og hefur fyrirtækið unnið að því að fóta sig á þeim markaði. Alþjóðleg áhersla félagsins er í fjármála­ geiranum en auk þess að þjón usta fjármálastofnanir og tryggingafélög hér heima með hugbúnaðarlausnum eru starfs- menn þessa dagana uppteknir við að ljúka innleið ingu á banka- lausnum fyrir fjár málastofnun í Svíþjóð og eru bundnar vonir við aukna sölu á bankalausnum fyrirtækisins í kjölfarið á því verk efni. Á íslenska markaðn­ um stöndum við mjög sterk í fjárhagslausn um, mannauðs­ lausnum, lausn um fyrir opinbera geirann og orkugeirann með öflugum hug búnaði frá SAP og Vigor. Einnig er mikil vakning hér heima gagnvart viðskiptagreind og snjallsímalausnum þar sem Applicon stefnir að því að vera í fararbroddi í sölu, ráðgjöf og þjón ustu á þeim markaði í fram ­ tíðinni.“ Guðjón Karl er uppalinn Borg­ firðingur, ættaður úr Skaftafells­ og Þingeyjarsýslum. Hann er í sambúð með Halldóru Gunnars­ dóttur, fyrirtækjaráðgjafa hjá Íslandsbanka, og saman eiga þau tvo drengi. „Ég lauk prófi í rekstrarfræði frá Viðskipta­ háskólanum á Bifröst árið 2000 og síðar BSc­prófi í alþjóða­ markaðs fræðum frá Tæknihá­ skólanum árið 2005 og hef starfað við ýmislegt í gegnum tíðina. Áður en ég fór í há skóla vann ég einn vetur á skíða svæði í Austurríki og naut þess að ferðast um Evrópu. Það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Eftir háskóla hef ég starfað í hugbúnaðargeiranum en áður en ég gekk til liðs við Applicon var ég hjá Landsteinum og síðar Landsteinum Streng við sölu á viðskiptalausnum. Ég hef verið í stjórn golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ undanfarin ár en þar hefur mikil uppbygg­ ing átt sér stað og stendur klúbburinn á tímamótum þetta árið. Mikill kraftur í starfinu og framundan er uppbygging á ung­ linga­ og afreksstarfi auk þess að styrkja og bæta aðstöðu við nýjan 18 holu völl klúbbsins. Ásamt því að njóta þess að eyða tíma með fjölskyldunni, ferð ast, stunda skíði, badmin- ton, fótbolta og ýmsa líkams- rækt má segja að golfið sé stærsta áhugamálið. Ég spila golf heima á sumrin og reyni að komast í golfferðir erlendis í góðum félagsskap þegar færi gefst. Sumrinu var varið í golfferð með góðum félögum til Spánar í vor, en ég naut þess einnig að vera í barneignarfríi með fjölskyldunni. Fríið var notað í að þræða tjaldsvæði lands ins í blíðviðri sumarsins og njóta útiverunnar. Í lok sumars skellti ég mér á Íslandsmót í golfi og tók þátt í sveitakeppn­ inni í 2. deildinni með golf­ klúbbn um Jökli í Ólafsvík með ágætum árangri. Markmið næsta árs verður að bæta sig aðeins í golfi nu, keppnis­ skapið blundar enn í mér þó að æfingar hafi minnkað svolítið í seinni tíð, en þetta verður bara skemmtilegra með árunum.“ guðjón karl þórisson – sölu- og markaðsstjóri Applicon ehf. Nafn: Guðjón Karl Þórisson Fæðingarstaður: Akranes, 6. apríl 1976 Foreldrar: Þórir páll Guðjónsson og Helga Karlsdóttir Maki: Halldóra Guðríður Gunnarsdóttir Börn: Kristján Karl, fjögurra ára, og Helgi Þór, eins árs Menntun: Rekstrarfræðingur og BSc í alþjóðamarkaðsfræðum „Sumrinu var varið í golfferð með góðum félögum til Spánar í vor, en ég naut þess einnig að vera í barneignarfríi með fjölskyldunni. Fríið var notað í að þræða tjaldsvæði landsins í blíðviðri sumarsins og njóta útiverunnar.“ fóLk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.