Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Valur Jónatansson, sími 421 0003, valur@kylfingur.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Magnús Geir Gíslason, sími 421 0005, magnus@vf.is Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 VÍKURFRÉTTIR EHF. VÍ KU RS PA UG M yn d: G uð m un du r R ún ar Ólafur Reynir Svavarsson, 9 ára í Njarðvíkurskóla, datt í lukkupottinn nú fyrir jól þegar nafn hans kom upp í jólaleik Plexiglers í tilefni af kynningu sem fyrirtækið stóð fyrir í húsakynnum Sam- kaupa á aðventunni. Hlaut Ólafur 25.000 króna vöruút- tekt í Samkaup og var hann að vonum ánægður með happafenginn. Myndin er tekin við það tækifæri þegar Hafsteinn Hjartarson hjá Plexigleri afhenti Ólafi Reyni vinninginn. Hlaut 25.000 kr. vöruúttekt Suðurnesjamenn voru 21,564 talsins þann 1. desember síð- astliðinn. Það eru 1149 fleiri en á sama tíma 2007. Íbúar Reykjanesbæjar voru 14,208 þann 1. desember, Grindvík- ingar voru 2849, í Sandgerði bjuggu 1750, í Garði voru 1542 og 1215 í Vogum. Íbúatalan í Reykjanesbæ fór úr 13256 í 14208 á einu ári miðaða við 1. desember. Þetta kemur fram í nýjum mann- fjöldatölum frá Hagstofu Ís- lands. FJÖLGAÐI UM 1149 ✝ Eiginmaður minn, faðir,tengdafaðir og afi. Sævar Helgason Suðurgötu 9 Keflavík Lést sunnudaginn 28. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 5. janúar kl. 14:00 Ragnheiður Skúladóttir Sigurður Sævarsson, Dröfn Rafnsdóttir Jóhann Smári Sævarsson, Jenlena Raschke Sigrún Sævarsdóttir Griffiths, Paul Stephen Helgi Griffiths Ragnheiður Ösp, Sigríður Ösp, Sævar Helgi, Gunnhildur Ólöf, Rhys Ragnar, Sædís Rhea Áform um byggingu álvers í Helguvík hafa aftur fengið byr í seglin eftir að orkusölu- samningar voru endurnýj- aðir milli Norðuráls og OR nú í vikunni. Jafnframt hefur nýr fjárfest- ingasamningur við stjórnvöld verið kynntur í ríkisstjórn. Verið er semja við aðra banka um fjármögnun verkefnisins eftir gjaldþrot þeirra þriggja banka sem ætluðu að annast hana í upphafi. Nokkur óvissa hefur því ríkt um fjármögn- unina. Orkusölusamningurinn bygg- ist á fyrri samningi OR og Norðuráls um undirbúning fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda og sölu á raforku til Helguvíkur. Hann gerir ráð fyrir að OR selji Norðuráli 100 megavött vegna álvers í Helguvík. Samkvæmt því sem fram kemur í MBL ríkir þó óvissa um þau áform þar sem OR hefur ekki enn tryggt fjá- mögnun erlendis til virkjun- arframkvæmda á Hellisheiði. Fram hefur komið í fréttum að evrópskir bankar neiti að afgreiða lán til OR fyrr en ástandið lagist á Íslandi. Þó er vonast til að fjárfestingar- samningurinn flýti fyrir fjár- mögnun verkefnisins. Jafnframt samningunum við OR hafa Norðurál og Hita- veita Suðurnesja gert með sér samkomulag sem kveður á um ákveðnir fyrirvarar í áður gerðum orkusölusamn- ingi þessara aðila verði fram- lengdir fram í lok febrúar en þeir áttu að renna út nú um áramótin. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS, eru samningarnir við Norðurál að öðru leyti óbreyttir. Með þessu séu menn að vinna sér tíma til að fara yfir þau atriði sem þurfi að skoða. „Þeir eru að leita eftir meiri orku og við erum á þessu stigi ekki tilbúnir að svara neinu um slíkt þannig að menn eru með þessu vinna sér tíma til að kortleggja stöðuna betur og sjá hvað hægt er að gera,“ sagði Júlíus. Norðurál semur við OR um orkusölu til álvers Vart hefur verið við þjófa- gengi undanfarna daga í efri hverfum Keflavíkur og víðar þar sem óprúttnir þjófar hafa farið ránshendi við heimili fólks. Hafa þeir meðal annars tekið drykkjarföng en margir geyma öl og bjór baksviðs við heimili sín á hátíðum. Hefur sést til ungra drengja á ferðinni síðastliðnar nætur m.a. í Vallarhverfi og hefur lögreglan verið látin vita af ferðum þeirra. Nokkrir bæjarbúar hafa tekið sig saman og ætla að hjálpa lögreglunni að hafa upp á þessum kauðum og ætla að vakta hús sín betur. Þjófagengi í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.