Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 16
reykjanesbaer.is ÞRETTÁNDAGLEÐI OG ÁLFABRENNA REYKJANE SBÆR Tjarnargötu 12 Póstfang 230 S: 421 6700 Fax: 421 4667 reykjanesbaer@reykjanesbaer.is Þrettándagleði og álfabrenna verður haldin á Ægisgötu (neðan Hafnargötu) sunnudaginn 6. janúar samkvæmt eftirfarandi dagskrá: Kl. 17:15 Skrúðganga frá Myllubakkaskóla að Ægisgötu. Kl. 17:30 Ægisgata Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar mæta á staðinn. Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja og Lúðrasveit Tónlistarskólans leika og syngja. Kl. 18:00 Bergið Jólasveinar kveðja. Kl. 18:10 Bergið Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes. ATH Bílastæði við Ægisgötu og Tjarnargötu 12. 1/2 Þrettándagleði og álfabrenna LANGAR ÞIG AÐ KYNNAST PÓLSKUM JÓLUM? Bókasafn Reykjanesbæjar og  Pólska menningarfélagið í Reykjanesbæ halda kynningu á pólskum jólum í Bókasafninu, Hafnargötu 57, laugardaginn 6. desember nk. kl. 14:00. Kynningin verður á íslensku. Kaffi og pólskar kökur í anda jólanna á boðstólum. Sögusýning Í göngugötunni í Kjarna verður sam- hliða sögusýning um atburði sem urðu í Katyń skógi árið 1940. DEILDARSTJÓRI Í DAGÞJÁLFUN FYRIR HEILABILAÐA Hegningarlagabrotum á Suðurnesjum fjölgaði verulega á milli ára í nóvember, voru 106 nú en 67 í fyrra, sem var nánast sami fjöldi og árið 2006. Umferðarlagabrotum fækkaði lítillega milli ára. Þau voru 390 nú í nóvember en fimm fleiri í sama mán- uði 2007. Af þessum 390 brotum voru 292 skráð með hraðamyndavélum. Fíkniefnibrotum sem komu inn á borð Suðurnesjalögreglu fjölgaði lítillega að úr 15 í 18. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglu- stjóra fyrir nóvembermánuð. Í skýrslunni kemur fram að innbrot og þjófnaðir hafi aukist í október og nóvember. Reiknað er með að útsvarstekjur í Garði lækki um 10% milli ára, fasteignaskattur standi í stað og framlög jöfnunarsjóðs lækki um 13%. Launaliðir verða óbreyttir, rekstrarkostnaður málaflokka stendur í stað og þjónusta við bæjarbúa verður óskert. Ekki mun koma til uppsagna starfsfólks bæjarins. Skólagjöld, s.s. fyrir tónlistarskóla, leik- skóla eða skóladagvistun hækka ekki. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fjárhagsá- ætkun sveitarfélagsins Garðs sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi. Í henni er miðað við er miðað við að rekstri verði hagað þannig að grunnþjónusta verði varin þrátt fyrir að tekjur bæjarins lækki. Jafnframt verði mögulegt að viðhalda sérstakri viðbótarþjónustu við foreldra ungra barna. Grindavíkurbær fær 35 milljónir króna af þeim 250 milljónum sem úthlutað er úr ríkissjóði til sveitar- félaga vegna tímabundins samdráttar í þorskafla 2008. Grindavík fær hæstu upp- hæðina í úthlutuninni. Sandgerðingar fá tæpar 1,8 milljónir króna í sinn hlut og lýsir bæjarstjórn yfir mikilli óánægju vegna þess. Bæjar- stjórn hefur falið bæjastjóra að koma á fundi með bæjarráði og samgönguráðherra ásamt fulltrúa samgönguráðuneyt- isins til að fara yfir málið „með tilliti til loforða um endurskoðun frá síðasta ári,“ eins og segir í fundargerð. Skólagjöld haldist óbreytt Mikil fjölgun hegningarlagabrota Sandgerðingar óánægðir með sinn hlut 1. tölublað • 30. árgangur Föstudagurinn 2. janúar 2009 Víkurfréttir koma næst út fimmtudaginn 8. janúar. Norðurljósadans við Garðskagavita Ljósmynd: Olgeir Andrésson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.