Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I FÖSTUDAGURINN 2. JANÚAR 2009 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Ég mun hefja störf á snyrtistofunni Laufinu Nesvöllum í janúar. Kem í heimahús fyrir þá sem komast ekki á stofuna til mín. Er með gjafakort til sölu. Arnbjörg Ólafsdóttir Fótaaðgerðafræðingur/Sjúkraliði Tímapantanir og sala á gjafakortum í síma 866 9819. Menningarráð Suðurnesja úthlutaði fyrir jól styrkjum til 49 menningarverkefna á Suðurnesjum, samtals að upphæð 23 milljónir króna. Hæstu styrkir námu 1,0 milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum. Alls bárust menningarráðinu 68 styrkumsóknir í þetta skipti og er það talsverð fjölgun frá því að síðast var úthlutað. Sveitarfélögin á Suðurnesjum undirrituðu 3. maí 2007 samn- ing við menntamálaráðherra og samgönguráðherra um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum um menning- armál. Tilgangur samningsins er að efla menningarstarf á Suðurnesjum og beina stuðn- ingi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum við slíkt starf í einn farveg. Þetta er önnur úthlutun Menn- ingarráðs Suðurnesja en það er skipað fulltrúum allra sveit- arfélaganna fimm. Af umsóknum og úthlutunum má ráða að menningarstarf á Suðurnesjum er blómlegt og víða að finna kraftmikla ný- sköpun, hvort heldur er á sviði lista eða menningartengdrar ferðaþjónustu. Samstarfsverk- efnum fer fjölgandi og sér- staka athygli vekja að þessu sinni mörg og metnaðarfull verkefni sem snúa að barna- og ungmennastarfi. Lista yfir þá sem hlutu styrki má finna í fréttum á vef Víkurfrétta, vf.is - Samkvæmt samningi sveitarfélaga á Suðurnesjum við menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti. nú þú ert farinn, farinn frá mér. og ekkert er eins og áður. minning þín mun ávallt ríkja hér. því þú varst miklu meira en bara dáður. ég sit og hugsa, hugsa um þig. og alla okkar tíma saman. bros og gleði þegar þú lékst við mig. en nú er ekki lengur eins gaman. ég horfi til himins upp á stjörnurnar. í hausnum mínum tónlistin þín ómar. ætli þú sért ekki farinn að rokka þar. því ég sé að allur himininn ljómar. þó ég gráti núna, og seinna meir. þá mun ég muna eftir brosi þínu bjarta. elsku afi , þinn andi aldrei deyr. því þú munt ávallt lifa í mínu hjarta. Engin orð fá lýst afi minn hversu mikið ég sakna þín. Að geta ekki séð þig er óbæranlegt en ég veit vel að þú vakir yfir okkur alla tíð. Elska þig afi. Kristín Rán Júlíusdóttir STYRKJUM ÚTHLUTAÐ TIL 49 MENNINGARVERKEFNA Fulltrúar styrkþega við úthlutun Menningarráðs Suðurnesja. Ljósmynd: www.245.is Minningarljóð um Rúnar Júlíusson Auglýsingasíminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.