Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.01.2009, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FÖSTUDAGURINN 2. JANÚAR 2009 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Áhöfnin á Erling KE hefur gert það gott á ufsanum á vetrarvertíðinni og var skömmu fyrir jól komin með eitt þúsund tonn frá vertíðar- byrjun. Erling KE trónir efst á lista aflafretta.com yfir afla- hæstu netabátana en hann landaði 238 tonnum eftir 5 róðra í desember. Í öðru sæti var var Hvanney SF með 166 tonn úr 11 róðrum, þannig að það er greinilega rífandi gangur hjá strákunum á Er- ling. Eftir áramót fara menn svo að veiða þann gula að því marki sem kvótinn leyfir. „Við höfum alltaf gert bátinn út frá miðjum október fram í miðjan apríl. Núna ætlum við að lengja vertíðina eins og við getum, byrjuðum 1. septem- ber og ætlum að gera út fram í endaðan maí. Markmiðið er að ná 1500 tonnum af ufsa,“ segir Guðmundur Jens Guð- mundsson útgerðarstjóri Salt- vers hf sem gerir út Erling KE. Aðspurður um verð og markaðsaðstæður, segir Guð- mundur verðið hafa verið gott til að byrja með. Á auga- bragði hafi markaðurinn nánast hrunið og verð sömu- leiðis fallið talsvert. „Útflutn- ingurinn er orðinn tregari og mikið af birgðum að safnast upp. Þorskbirgðir eru orðnar talsverðar og á eftir að reyna nokkuð á það í næstu fram- tíð hvernig gengur að selja hann. Kaupendur eru félitlir og halda að sér höndum og í Rússlandi eru til 50-60 þúsund tonn af hausuðum þorski sem stefnir allur inn á Evrópumark- aðinn þannig að útlitið er ekki gæfulegt,“ segir Guðmundur. Ufsinn hefur mest verið seldur á markað í Kananda. Þá hefur Saltver verið á samstarfi við Granda sem hefur selt ufsann flakaðan til Evrópu og Bras- ilíu. Hafþór Þórðarsson, skipstjóri á Erling, segir vertíðina hafa gengið mjög vel. Veiðin hafi verið langt umfram væntingar sem hafi verið vel til þess fallið að lengja vertíðina. „Það hefur verið mikið af ufsa í haust og meira heldur en oft áður. Hann er mjög vel á sig kominn,“ segir Hafþór. Hann segir verðmuninn mikinn á ufsa og þorski„ Það þarf þrjú tonn af ufsa fyrir eitt tonn af þorski þannig að menn verða að taka talsvert magn af þessu eigi að vera eitthvað upp úr þessu að hafa. Moka upp ufsa Erling KE lengir vertíðina með ufsaveiðum Þeir voru hressir í bragði strákarnir á Erling við löndun á dög- unum. Þeir fögnuðu því að hafa veitt þúsund tonn af ufsa á yfirstandandi vetrarvertíð. 1000 ufsatonnum var fagnað með kræsilegum rjómatertum sem Raggi bak- ari sendi strák- unum. Góðar hugmyndir í kreppu nni? Sendu okkur línu á vf@vf.is og við skoðum málið...

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.