Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2009, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.04.2009, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 30. APRÍL 2009 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM beinni lækkun og samdrætti í vinnu. Það er allt skorið niður,“ segir Kristján. Margir í vondri stöðu „Fólk hefur samt tekið þessu með ótrúlegu jafnaðargeði,“ heldur Kristján áfram. „Það horfir á þetta af raunsæi og hugsar um það eitt að kom- ast af. Komast í gegnum þetta á meðan það horfir á skuldir heimilisins rjúka upp úr öllu valdi. Það þarf heilmikil átök til að halda ró sinni og gefast ekki upp. Þeir eru ófáir sem hingað hafa komið síðustu mánuði til að fara yfir málin. Við getum tekið eitt dæmi um fólk sem keypti íbúð á 26 milljónir, var með sex millj- ónir í eigið fé og tók tvö lán. Það situr núna uppi með 36 milljón króna skuld á íbúðinni sem jafnframt hefur hríðfallið í verði og er metin á 20 millj- ónir. Það er ekkert skrýtið þó fólk velti því fyrir sér hvort það eigi yfir höfuð að greiða af þessu. Auðvitað finnst fólki það alveg glórulaust. Það eru ekki bara einhverj ir tug ir heldur hundruðir heimila í ná- kvæmlega þessari stöðu. Og þá eigum við eftir að tala um aðrar skuldir, t.d. afborgunir af bílalánum.“ Óhjákvæmilegur niðurskurður Hver eru brýnustu verkefni nýrrar ríkisstjórar, hvernig sem hún verður skipuð? „Eins og áður sagði er aðild að Evrópusambandinu mjög áríðandi. Hún er að mínu mati það sem við þurfum til að ná stöðugleika. Hér þarf að ná niður verðbólgu og afnema verðtryggingu. Við þurfum líka að breyta áherslum og efla eigin framleiðslu í landinu. En fyrst af öllu þarf að koma bönku n um í gang þannig að þeir geti staðið að baki at- vinnulífinu. Eins og staðan er núna er nánast allt atvinnulífið í einhvers konar biðstöðu og búið að fresta flestum eða öllu stærri verkefnum um óákveð- inn tíma. Ný ríksstjórn er ekki öfunds- verð af hlutverki sínu. Það þarf að stoppa í stórt fjárlagagat sem verður varla gert nema með niðurskurði í velferðar- kerfinu. Það verður ekki horft fram hjá því.“ Töpuðum ekki fjár- munum Hvað með VSFK, hvernig stendur það? „Félagið kom vel undan síð- asta ári. Við töpuðum ekki peningum þar sem þeir voru í traustri vörslu Sparisjóðsins. Félagið hefur verið rekið með jákvæðri afkomu undanfarin ár og er mjög sterkt. Það hefur ekki verið stefna félagsins að safna peningum heldur nýta þá til hagsbóta fyrir félags- menn. Þannig höfum við tekið þátt í ýmsum uppbyggjandi verkefnum, t.d. Samvinnu sem snýst um endurhæfingu fólks á vinnumarkaði, hækkað réttindi hvað varðar sjúkra- sjóðinn og styrkt félagsmenn til þátttöku í margvíslegum námskeiðum, svo eitthvað sé nefnt.“ Þarf ekki leyfi fyrir skoðunum Nú hefur komið upp umræða um að VSFK segi sig úr Starfs- greinasambandinu. Það er dálítið einkennileg umræða í ljósi þess að þú ert formaður beggja félaganna. Hvað viltu segja um þetta? „Þetta var undarleg uppslátt- arfrétt fréttamanns RÚV en tilefnið var að fólk hér á Suður- nesjum ákvað að hittast og láta fara fram skoðanakönnun. Svo fáum við einhverjar kveðjur um það að við hefðum þurft að fá leyfi fyrir þessum hug- myndum áður en þær voru bornar upp. Ég blæs á slíka þvælu. Ég hef alltaf sagt að verkalýðshreyfingin eigi að þróast í takt við tíðarandann í þjóðfélaginu á hverjum tíma og ég tel að tími landssam- banda sé liðinn. Við sem höfum myndað Flóa- sambandið erum að greiða tals- verða fjármuni til Starfsgreina- sambandsins og menn velta því eðlilega fyrir sér hvað þeir fá í staðinn og hvort þeir gætu gert þetta einhvern veginn öðruvísi. Um það snerist um- ræddur fundur okkar hér suð- urfrá, þ.e. að láta gera könnun á þessu. Ég ætla ekkert að biðja önnur félög um sérstakt leyfi fyrir því að félagar mínir fái að hafa skoðanir, það kemur ekki til greina“, segir Kristján sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í formannsstól Starfsgreinasam- bandsins, þar sem hann hefur verið í fjögur ár. Kristján Gunnarsson á aðalfundi Sparisjóðsins í síðustu viku á spjalli við Grétar Grétarsson, starfsmann SpKef og Garðar Garðarsson, lögfræðing og fundarstjóra til margra ára á aðalfundi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.