Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2009, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 30.04.2009, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 30. APRÍL 2009 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Sími 892 8043 • lagseyla15@simnet.is Góð Gæði ehf. Smágröfuþjónusta • Volvo FL 610 Vörubíll • Bobcat A300 Hjólavél • Bobcat 3,7 tonn Beltagrafa Fleygur • Staurabor • Vökvaklemma • Gaffall Snjótönn • Fræsarasög • Sópur • Tiltskófla Frá því í haust hafa elstu börnin í leikskól- anum Tjarnarseli í Reykjanesbæ verið að und- irbúa sig fyrir komandi grunnskólagöngu. Einn liðurinn í undirbúningnum eru gagn- kvæmar heimsóknir elstu barna Tjarnarsels og nemenda Myllubakkaskóla. Í síðastliðinni viku hittust nemendur sjöunda bekkjar ÍH elstu börnin í Tjarnarseli í þriðja sinn á þessu skólaári. Sjöundu bekkingar höfðu skipulagt tveggja tíma kennslustundir með að- stoð kennara þeirra, Írisi Halldórsdóttur. Þau leystu ýmis skemmtileg verkefni í sameiningu og eitt þeirra var að nemendurnir teiknuðu hvort annað, nemandi Tjarnarsels teiknaði nem- anda í sjöunda bekk og öfugt. Myndirnar eru til sýnis í skólunum. Allir skemmtu sér mjög vel og þakka börn og kennarar Tjarnarsels kærlega fyrir frábærar móttökur. Markmiðið með sam- starfi þessa tveggja skólastiga er m.a. að tengja þau saman, að skapa samfellu í námi og kennslu barna/nemenda, og stuðla að vellíðan og öryggi barna þegar þau fara milli skólastiga. Skemmtilegt samstarf elstu barna Tjarnarsels og 7. bekkinga ÍH í Myllubakkskóla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.